Framkvæmda-, hafna og veitunefnd Fjallabyggðar

2. fundur 22. september 2025 kl. 16:00 - 18:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Tómas Atli Einarsson formaður
  • Guðmundur Gauti Sveinsson varam.
  • Ægir Bergsson aðalm.
  • Áslaug Inga Barðadóttir aðalm.
  • Jón Kort Ólafsson aðalm.
Starfsmenn
  • Þórir Hákonarson bæjarstjóri
  • Gísli Davíð Sævarsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Hákonarson hafnarstjóri

1.Innkaupareglur yfirferð og endurskoðun

Málsnúmer 1810123Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu innkaupareglur Fjallabyggðar ásamt drögum að nýjum innkaupareglum sem taka mið af útgefnum viðmiðunarfjárhæðum Fjársýslu Íslands.
Samþykkt
Nefndin samþykkir fyrirliggjandi drög að nýjum innkaupareglum og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2.Starfsmannahald og rekstur Fjallabyggðahafna

Málsnúmer 2501019Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri lagði fram vinnuskjal um tímabundið fyrirkomulag starfsmannahalds við Fjallabyggðarhöfn. Rekstrarafkoma hafnarinnar hefur versnað verulega á síðustu árum, tekjur hafa minnkað á meðan kostnaður hefur aukist. Rekstrarafkoma ársins 2024 var aðeins um 20% af því sem hún var árið 2019. Gera má ráð fyrir enn meiri samdrætti á næstu árum standist sú áætlun að komur skemmtiferðaskipa muni fækka um 65-70% á milli áranna 2025 og 2026.
Samþykkt
Nefndin samþykkir tímabundið fyrirkomulag starfsmannahalds við Fjallabyggðarhöfn til 1.nóvember n.k. og felur hafnarstjóra að vinna málið áfram fyrir næsta fund nefndarinnar.

3.Reglur um viðlegupláss Fjallabyggðarhafna

Málsnúmer 2509055Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu drög að reglum um úthlutun viðleguplássa smábáta við Fjallabyggðarhöfn.
Afgreiðslu frestað
Nefndin fagnar framkomnum tillögum að reglum um viðlegupláss og felur hafnarstjóra að vinna hugmyndina áfram, m.a. að kanna hvort möguleiki er á rafrænum umsóknum um viðlegupláss. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

4.Viðhald húsnæðis Menntaskólans á Tröllaskaga

Málsnúmer 2509005Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá skólameistara MTR um viðhaldsþörf húsnæðis menntaskólans.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Erindinu er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026.

5.Komur skemmtiferðaskipa og áætlun 2025

Málsnúmer 2501042Vakta málsnúmer

Fyrir liggur samantekt Sigurðar J. Ólafssonar, framkvæmdastjóra Cruise Iceland, á bókunum skemmtiferðaskipa í höfnum á Íslandi næstu árin í samanburði við síðustu ár. Samantektin sýnir verulega fækkun komu skemmtiferðaskipa til Siglufjarðar á næstu tveimur árum.
Lagt fram til kynningar
Framkvæmda-, hafna- og veitunefnd lýsir yfir miklum áhyggjum af fækkun komu skemmtiferðaskipa á næstu árum og felur hafnarstjóra að leita leiða til þess að mæta verulegri lækkun tekna hafnarinnar af þeim sökum.

6.Hleðslustöð fyrir strandveiðibáta

Málsnúmer 2505036Vakta málsnúmer

Á fundi sínum þann 18.júní s.l. vísaði skipulags - og umhverfisnefnd umsókn um leyfi fyrir staðsetningu á hleðslustöð fyrir smábáta til kynningar fyrir framkvæmda-, hafna- og veitunefnd.
Lagt fram til kynningar
Umræður voru um fyrirhugaða staðsetningu hleðslustöðvarinnar og felur sviðsstjóra að ræða þá staðsetningu við umsækjendur í samræmi við umræður á fundinum.

7.Fráveitukerfi á Siglufirði

Málsnúmer 2408040Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri greindi frá stöðu mála á fráveitukerfi á Siglufirði. Sviðsstjóri leggur áherslu á að við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026 verði gert ráð fyrir kostnaði við kortlagningu fráveitukerfis og aðgerðaáætlun gerð í framhaldi af því.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

8.Fráveitukerfi í Ólafsfirði

Málsnúmer 2409007Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri greindi frá stöðu mála á fráveitukerfi í Ólafsfirði. Jafnframt liggja fyrir upplýsingar um kostnað við úttekt á fráveitukerfi Ólafsfjarðar líkt og framkvæmt var á fráveitukerfinu á Siglufirði í upphafi árs 2025.
Sviðsstjóri leggur áherslu á að við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026 verði gert ráð fyrir kostnaði við kortlagningu fráveitukerfis og aðgerðaáætlun gerð í framhaldi af því.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

9.Fjárfestingar hafna á Íslandi 2025-2040

Málsnúmer 2509046Vakta málsnúmer

Fyrir liggur samantekt hafnasambands Íslands á þörf fyrir fjárfestingum í höfnum landsins á næstu árum.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

10.Aflatölur 2025

Málsnúmer 2503012Vakta málsnúmer

Lagðar fram aflatölur fyrir tímabilið 1. janúar - 31.ágúst 2025. Á tímabilinu er búið að landa 8.600 tonnum í 946 löndunum en á sama tímabili árið 2024 var búið að landa 10.250 tonnum í 1.132 löndunum. Samdráttur í lönduðum afla er nálægt 20% á milli ára.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

11.Framkvæmdir, hafnir og veitur, önnur mál 2025

Málsnúmer 2501041Vakta málsnúmer

Úttekt á flotbryggju í Ólafsfjarðarhöfn. Köfunarþjónustan hefur framkvæmt úttekt á flotbryggju í Ólafsfirði sem lítið er notuð og er niðurstaðan sú að bryggjan sé nánast ónýt og mikilvægt að hún verði tekin á land þannig að hún losni ekki frá í komandi vetrarveðrum.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Hafnarstjóra falið að vinna málið áfram með sviðsstjóra.

Fundi slitið - kl. 18:00.