Innkaupareglur yfirferð og endurskoðun

Málsnúmer 1810123

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 580. fundur - 06.11.2018

Lögð fram drög að uppfærslu innkaupareglna Fjallabyggðar í samræmi við lög um opinber innkaup nr. 120/2016.

Bæjarráð samþykkir að fresta málinu til næsta fundar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 581. fundur - 13.11.2018

Á 580. fundi bæjarráðs frestaði ráðið málinu til næsta fundar. Lögð fram drög að uppfærslu innkaupareglna Fjallabyggðar í samræmi við lög um opinber innkaup nr. 120/2016.

Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar að gera þær aðgengilegar á vef sveitarfélagsins.

Framkvæmda-, hafna og veitunefnd Fjallabyggðar - 2. fundur - 22.09.2025

Með fundarboði fylgdu innkaupareglur Fjallabyggðar ásamt drögum að nýjum innkaupareglum sem taka mið af útgefnum viðmiðunarfjárhæðum Fjársýslu Íslands.
Samþykkt
Nefndin samþykkir fyrirliggjandi drög að nýjum innkaupareglum og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 262. fundur - 25.09.2025

Fyrir liggur tillaga að uppfærðum innkaupareglum og innkaupastefnu Fjallabyggðar í samræmi við bókun framkvæmda-, hafna- og veitunefndar frá 22.september.

Til máls tók Helgi Jóhannsson.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi innkaupareglur og innkaupastefnu Fjallabyggðar og felur bæjarstjóra að auglýsa reglurnar.