Hleðslustöð fyrir strandveiðibáta

Málsnúmer 2505036

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 324. fundur - 18.06.2025

Umsókn um leyfi til að setja upp hleðslustöð fyrir strandveiðibáta í smábátahöfninni á Siglufirði.
Samþykkt
Formaður víkur af fundi við afgreiðslu málsins.

Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leiti og vísar erindinu til kynningar fyrir framkvæmda,- hafna og veitunefnd.

Framkvæmda-, hafna og veitunefnd Fjallabyggðar - 2. fundur - 22.09.2025

Á fundi sínum þann 18.júní s.l. vísaði skipulags - og umhverfisnefnd umsókn um leyfi fyrir staðsetningu á hleðslustöð fyrir smábáta til kynningar fyrir framkvæmda-, hafna- og veitunefnd.
Lagt fram til kynningar
Umræður voru um fyrirhugaða staðsetningu hleðslustöðvarinnar og felur sviðsstjóra að ræða þá staðsetningu við umsækjendur í samræmi við umræður á fundinum.