Hafnarstjórn Fjallabyggðar

65. fundur 18. febrúar 2015 kl. 17:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Haukur Kárason formaður, S lista
  • Ragnheiður H Ragnarsdóttir varaformaður, F lista
  • Gunnlaugur Oddsson aðalmaður, F lista
  • Sverrir Sveinsson áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Helga Helgadóttir varamaður, D lista
  • Þorsteinn Þorvaldsson varamaður, D lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Sigmundur Agnarson varamaður, S lista
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Umsóknir vegna verkefna í hafnargerð og sjóvörnum - Tillaga frá Vegagerð að hönnun á bæjarbryggju

Málsnúmer 1502088Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla um endurbætur á bæjarbryggju á Siglufirði (Hafnarbryggju) frá siglingasviði Vegagerðarinnar.

Hafnarstjórn leggur til að tillögurnar verði kynntar hagsmuaaðilum fyrir næsta fund hafnarstjórnar.

2.Aflagjöld skipa og báta - fyrirspurn

Málsnúmer 1502083Vakta málsnúmer

Margrét Ósk Harðardóttir, nefndarmaður í hafnarstjórn lagði fram fyrirspurn í tölvupósti 3. febrúar 2015 um
aflagjöld skipa og báta með einkennisstafina ÓF og SI á árinu 2014, flokkað eftir neðangreindum stærðum:
0 - 6 brl.
6,1 - 15 brl.
15,1 - 100 brl.
100,1 - 500 brl.
500,1 brl. og stærri

Einnig hver hafi verið aflagjöld skipa og báta með aðra einkennisstafi en ÓF og SI.

Umbeðnar upplýsingar liggja ekki fyrir, en samkvæmt upplýsingum úr Gafli, vigtarkerfi Fiskistofu var landað í höfnum Fjallabyggðar árið 2014 samtals 19.903 tonnum og skiptist milla hafna þannig 19.097 á Siglufirði og 806 á Ólafsfirði. Árið 2013 samtals 21.158 tonnum og skiptist milla hafna þannig 19.884 á Siglufirði og 1.274 á Ólafsfirði.

Tekjur hafnarsjóðs af aflagjöldum fyrir árið 2014 voru tæplega 79 milljónir sem er um 70% af tekjum hafnarsjóðs.

3.Beiðni um viðleguaðstöðu í Siglufirði og Ólafsfirði

Málsnúmer 1501061Vakta málsnúmer

Gústaf Daníelsson forsvarsmaður SigloSeaSafari hefur með samtali óskað eftir vilyrði um aðstöðu fyrir hvalaskoðunarbáta fyrirtækisins í báðum höfnum Fjallabyggðar.

Nefndi aðstöðu í Ólafsfirði þar sem Norðursigling var með aðstöðu fyrir hvalaskoðunarbáta og aðstöðu í Siglufirði fyrir framan Síldarminjasafnið.

Yfirhafnarvörður bendir á ofangreinda viðlegustaði.

Hafnarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

4.Flotbryggja á milli Togarabryggju og Ingvarsbryggju

Málsnúmer 1501095Vakta málsnúmer

Í erindi Valgeirs T. Sigurðssonar dagsettu 27. janúar 2015, er óskað eftir því að sett verði varanleg flotbryggja milli Togarabryggju og Ingvarsbryggju á Siglufirði, sem nota megi sem viðlegu fyrir sjóflugvélar í tengslum við útsýnisferðir frá Akureyri til Siglufjarðar.

Hafnarstjórn samþykkir að setja 8 metra einingu á ofangreindan stað til reynslu sumarið 2015 og óskar eftir tillögu um gjaldtöku vegna viðlegu frá yfirhafnarverði og hafnarstjóra.

5.Mynd um vitasögu Íslands

Málsnúmer 1501092Vakta málsnúmer

Í erindi frá Ljósmáli ehf, dagsett 27. janúar 2015, er óskað eftir stuðningi hafna í Fjallabyggð við gerð heimildamyndar um sögu vita á Íslandi.

Hafnarstjórn sér sér ekki fært að verða við erindinu vegna annarra brýnni verkefna.

6.Flotbryggjur

Málsnúmer 1401114Vakta málsnúmer

Á 62. fundi hafnarstjórnar, 6.11.2014, var eftirfarandi samþykkt og staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar, 14.11.2014:
"Hafnarstjórn telur rétt og tímabært að endurnýja flotbryggjuna í Ólafsfirði.
Hafnarstjórn leggur til að keyptar verði tvær 20 m einingar með 16 st. festipollum á flotbryggjur, tenglastólpum og landgangi.
Öryggisstigar og botnfestur ásamt vinnu og flutningi fylgja kaupum þessum.
Áætlaður kostnaður er um 16.6 m.kr."

Lagt fram uppfært tilboð frá Króla í flotbryggju í Ólafsfirði.

Hafnarstjórn heldur sig við ofangreinda bókun að viðbættum innsteyptum grópum vegna festinga fyrir fingur. Viðbótar fingur ásamt tilheyrandi kostnaði vísað til gerðar fjárhagsáætlunar hafnarsjóðs 2016.



7.Ársreikningur Hafnasambands Íslands

Málsnúmer 1502017Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur fyrir 2014.

8.Fundargerðir Hafnasambands Íslands - 2015

Málsnúmer 1501068Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 371. fundar.

Fundi slitið.