Hafnarstjórn Fjallabyggðar

64. fundur 15. desember 2014 kl. 12:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Haukur Kárason formaður, S lista
  • Ragnheiður H Ragnarsdóttir varaformaður, F lista
  • Gunnlaugur Oddsson aðalmaður, F lista
  • Margrét Ósk Harðardóttir aðalmaður, D lista
  • Ásgeir Logi Ásgeirsson aðalmaður, D lista
  • Sverrir Sveinsson áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Þorbjörn Sigurðsson yfirhafnarvörður
Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson hafnarstjóri

1.Formsatriði nefnda

Málsnúmer 1406043Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri leggur fram hafnarreglugerð fyrir Fjallabyggðarhafnir og erindisbréf hafnarstjórnar fram til kynningar.
Nokkur umræða var um seturétt á fundum hafnarstjórnar og er það niðurstaða nefndarinnar að hafnarstjóra og formanni hafnarstjórnar er falið að ákveða hverjir mæta á fund hverju sinni.

2.Ný hafnalög

Málsnúmer 1412003Vakta málsnúmer

Búið er að samþykkja ný hafnarlög og voru þau lögð fram til kynningar.
Hlutur ríkisins gæti verið um 75% og hefur hlutur ríkisins hækkað úr 60%. Vonir stóðu til þess að að hlutur ríkisins væri um 85%.
Hafnarstjóra og formanni hafnarstjórnar er falið að funda með fulltúum Vegagerðar ríkisins og samgönguráði er varðar framkvæmdir við Hafnarbryggu.
Lögð er áhersla á að fá forhönnun - tillögur frá Vegagerð ríkisins um hönnun og er óskað eftir áætluðum kostnaði fyrir næsta fund.
Samþykkt samhljóða.

3.Gjaldskrár 2015

Málsnúmer 1412012Vakta málsnúmer

Lögð fram leiðrétt gjaldskrá fyrir árið 2015. Búið er að gera þær breytingar sem bæjarráð samþykkti og hafnarstjórn lagði áherslu á.
Gjaldskráin samþykkt samhljóða með áorðnum breytingum.
Hafnarstjórn leggur áherslu á að yfirhafnarvörður fylgi gjaldskrá.

4.Rekstraryfirlit október 2014

Málsnúmer 1412011Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Tekjur tímabils hærri um 1,1 millj.
Launaliðir tímabils hærri um 1,7 millj.
Annar rekstrarkostnaður hærri sem nemur 2,4 millj.að teknu tilliti til eignabr. og afskr.
Fjármagnsliðir á tímabilinu 0,9 millj. sem er 0,1 millj. lægra miðað við tímabilið.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið.