Bæjarráð Fjallabyggðar

374. fundur 07. janúar 2015 kl. 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir aðalmaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála

1.Gervigrasvöllur í Fjallabyggð - horft til framtíðar

Málsnúmer 1409076Vakta málsnúmer

Framkvæmdarstjóri KF sendi tölvupósta 26.október, 19. nóvember og 16. desember varðandi uppbyggingu á gervigrasvelli í Fjallabyggð.
Bæjarráð óskaði eftir frekari upplýsingum um verkefnið.
Vegna misskilnings hefur málið ekki verið tekið fyrir að nýju og er framkvæmdarstjórinn ekki sáttur með að málið hafi ekki fengið formlega afgreiðslu bæjarráðs.
Framkvæmdarstjórinn bendir einnig á að verkefnið sé til umræðu hjá Dalvíkurbyggð. Er það hans mat og skoðun að rétt sé að taka upp viðræður um samvinnu þessara sveitarfélaga um verkefnið.

Svona veigamikið og kostnaðarsamt verkefni verður ekki framkvæmt af bæjarfélaginu einu og sér, þar af leiðandi telur bæjarráð að bæjarfélagið geti ekki komið að framkvæmdinni að svo stöddu.

2.Sala á jörðinni Hreppsendaá-Ólafsfirði

Málsnúmer 1411067Vakta málsnúmer

Á fundi bæjarráðs þann 3.12.2014 var lagt fram bréf dagsett 25. nóvember 2014, frá Sýslumanninum á Siglufirði þar sem kynnt eru aðilaskipti að jörðinni Hreppsendaá Ólafsfirði. Um er að ræða kaup Guðjóns Þórðarsonar á jörðinni úr dánarbúi í opinberum skiptum.
Málinu var þar frestað.

Sýslumaðurinn á Siglufirði fékk bréf frá Fjallabyggð 12. desember 2014, Nr. erindis 1411067 / IS
Þar kom fram m.a. að á 175. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar þann 11. desember sl., var málið lagt fram til kynningar.

Á fundi bæjarstjórnar þann 15. desember er afgreiðsla 175. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 110. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

Lagt fram til kynningar minnisblað lögmanns bæjarfélagsins um eignahald jarðarinnar.
Þar kemur m.a. fram að ef engum tekst að sýna fram á eignarheimild á 50% hluta jarðarinnar, sem upplýsingar vantar um, er íslenska ríkið eigandi þess eignarhluta skv. 2. gr. laga nr. 58/1998.

3.Nefndarlaun og reglur

Málsnúmer 1412051Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um hækkun nefndarlauna á árinu 2015 um 6% í samræmi við fjárhagsáætlun.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að umræddar reglur og útfærslur launa verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða.

4.Ósk um samþykki bæjarráðs til að nýta hjólaskóflu í stað traktorsgröfu við snjómokstur.

Málsnúmer 1501002Vakta málsnúmer

Í erindi Magnúsar Þorgeirssonar frá 5. janúar 2015, er óskað eftir því að fá að nýta hjólaskóflu í stað traktorsgröfu við snjómokstur þar sem hann telur að hún nýtist betur í sumum tilfellum.
Óskað er eftir að tæknideild fái að ákveða hvor vélin er kölluð út í mokstur.

Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að kanna hvort gera megi breytingar á núgildandi samningi.

5.Framlög vegna nýbúafræðslu 2015

Málsnúmer 1409012Vakta málsnúmer

Ráðgjafanefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga ákvað á fundi sínum 24. október að úthluta framlagi til Fjallabygðar vegna nýbúafræðslu á fjárhagsáætlun 2015 á grundvelli upplýsinga frá kennsluráðgjafa og vekefnastjóra í nýbúafræðslu. Umsókn Fjallabyggðar var tekin til afgreiðslu á grundvelli 5.gr. reglugerðar um jöfnunarsjóð sveitarfélaga til reksturs grunnskóla nr. 351/2002.
Sótt var um framlag fyrir 15 nýbúa í grunnskóla Fjallabyggðar og er heildaráætlun um úthlutun framlags á árinu 2015 1.950.000.- eða 162.500.- á mánuði.
Kennsluráðgjafi og verkefnastjóri í nýbúafræðslu er tilbúinn til að koma og ræða við skólastjórnendur og bæjarráð í febrúar n.k. er varða nýbúafræðslu en verkefnastjórinn fór yfir málin með kennurum og skólastjórnendum Fjallabyggðar á síðasta skólaári.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fjölskyldudeildar að kanna grundvöll fyrir íslenskukennslu fyrir fullorðna nýbúa og leggi niðurstöðu fyrir bæjarráð í janúar 2015.

6.Samþykkt tillaga á 39.sambandsráðsfundi UMFÍ

Málsnúmer 1412055Vakta málsnúmer

Á 39. sambandsráðsfundi UMFÍ sem haldinn var í Garðabæ 11. október 2014, var sveitarfélögum færðar þakkir fyrir stuðning með gistingu í húsnæði bæjarfélaga, Fundurinn hvetur sveitarfélög til að leggja sitt að mörkum til þess að hópar fái gistingu á viðráðanlegu verði.
Lagt fram til kynningar.

7.Tillaga að Landsskipulagsstefnu 2015 - 2026

Málsnúmer 1412054Vakta málsnúmer

Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn um tillögur að Landsskipulagsstefnu 2015 - 2026 sem er nú til kynningar ásamt umhverfismati í samræmi við lög nr. 123/2010 og 105/20016 og reglugerð nr. 1001/2011. Frestur til að skila athugasemdum er til 13. febrúar 2015.
Bæjarráð vísar málinu til skoðunar og afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

8.Til umsagnar - Frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga, 366. mál

Málsnúmer 1412026Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr.4/1995, með síðari breytingum en um er að ræða fjölgun í ráðgjafanefnd, tímabundin ákvæði um fasteignaskatt af atvinnuhúsnæði og sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði.
Lagt fram til kynningar.

9.Trúnaðarmál - starfsmannamál

Málsnúmer 1401042Vakta málsnúmer

Umfjöllun bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál.

10.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2014

Málsnúmer 1401020Vakta málsnúmer

Lagðar fram fundargerðir 822. fundar, frá 21. nóvember og 823. fundar, frá 12. desember í húsakynnum Sambands ísl. sveitarfélaga.

11.Greið leið - aðalfundur 2014

Málsnúmer 1406020Vakta málsnúmer

Lagðar fram fundargerðir Greiðrar leiðar frá 2014. Fyrri fundurinn var haldinn 10, júní 2014 og síðari fundurinn var haldinn 14. ágúst 2014.

Fundi slitið.