Bæjarráð Fjallabyggðar

373. fundur 18. desember 2014 kl. 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir aðalmaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála

1.Almenningssamgöngur á Tröllaskaga

Málsnúmer 1408005Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráð komu fulltrúar Hópferðabíla Akureyrar, Ingi Rúnar Sigurjónsson og Einar Karlsson til viðræðna um auknar almenningssamgöngur á milli byggðakjarna í Fjallabyggð.

Áform eru uppi um að hefja tíðari ferðir milli byggðakjarna á næsta ári.

2.Opnunartími Íþróttamiðstöðvar - 2015

Málsnúmer 1412022Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs kom Íþrótta- og tómstundafulltrúi, Haukur Sigurðsson og fór yfir opnunartíma íþróttamiðstöðva á næsta ári.
Stefnt er að auknum opnunartíma á næsta ári og verður hann auglýstur nánar.

Farið var yfir athugsemdir íbúa er varðar tækjakost í tækjasal íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa var falið að ástandsmeta tækjakost og leggja fram viðhaldslista í byrjun næsta árs.

3.Gjaldskrár 2015

Málsnúmer 1412012Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar eftirtaldar gjaldskrár:

Hafnarsjóður
Bókasafn
Menningarhúsið Tjarnarborg
Íþróttamiðstöð
Þjónustumiðstöð

Einnig gjaldskrár sem Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra hefur fengið til umsagnar.

Þær eru vegna:
Sorphirðu
Hundahalds
Kattahalds
Byggingarfulltrúa
Vatnsveitu og
Fráveitu

4.Trúnaðarmál - fasteignagjöld

Málsnúmer 1412031Vakta málsnúmer

Niðurstaða bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál.

5.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2014 og 2015 - 2017

Málsnúmer 1401087Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að viðauka 7 við fjárhagsáætlun.
Tillagan er að upphæð 1.247.000 og er samantekt ákvarðana bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að viðauka til afgreiðslu bæjarstjórnar.

6.Siglufjörður, landnýtingartillögur, tangi og miðbær

Málsnúmer 1403070Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar viðbótargögn við fundargerð frá 1. desember 2014 um landnýtingartillögur, tangi og miðbær.

7.Flugvöllur Siglufirði

Málsnúmer 1402062Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað Valtýs Sigurðssonar f.h. Fjallabyggðar um fund sem hann átti með Orra Vigfússyni um flugvöllinn á Siglufirði.

Fundi slitið.