Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

10. fundur 24. júlí 2014 kl. 16:00 - 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Nanna Árnadóttir formaður S lista
  • Guðný Kristinsdóttir varaformaður, F lista
  • Hilmar Þór Hreiðarsson aðalmaður F lista
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir aðalmaður D lista
  • Hólmfríður Ósk Norðfjörð Rafnsdóttir aðalmaður D lista
  • Ólafur Guðmundur Guðbrandsson áheyrnarfulltrúi B lista
  • Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri
  • Ásdís Sigurðardóttir varamaður, D lista
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson deildarstjóri fjölskyldudeildar

1.Formsatriði nefnda

Málsnúmer 1406043Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að uppfærðu erindisbréfi fyrir fræðslu- og frístundanefnd.
Fundir verði að jafnaði haldnir einu sinni í mánuði á miðvikudögum dögum kl. 17:00.
Fundarritari sé að jafnaði deildarstjóri fjölskyldudeildar.
Undir þessum lið undirrituðu fundarmenn drengskaparheit um þagnarskyldu.

Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir framlögð drög að erindisbréfi og leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki bréfið.

2.Skólamötuneyti veturinn 2014-2016

Málsnúmer 1405001Vakta málsnúmer

Guðný vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu þessa erindis. Ásdís tók hennar sæti á fundinum.

Deildarstjóri lagði fram niðurstöður verðkönnunar meðal þjónustuaðila í Fjallabyggð um verð fyrir skólamötuneyti Grunnskóla Fjallabyggðar. Svör bárust frá eftirtöldum aðilum:

Allinn ehf: kr. 649 einstök máltíð fyrir bekkjardeildir á Siglufirði 1.-4. bekk og kr. 749 kr. einstök máltíð fyrir 5.-10. bekk.
Einstök máltíð fyrir starfsmenn kr. 749.

Höllin: kr. 680, einstök máltíð, fyrir bekkjardeildir í Ólafsfirði: kr. 980 fyrir starfsmenn.

Rauðka: Kr. 790 einstök máltíð, fyrir bekkjardeildir á Ólafsfirði og Siglufirði, ef heil önn er skráð í einu lagi. Kr. 800 m.v. skráningu fyrir máltíðum í einn mánuð í senn. Kr. 850 fyrir bekkjardeildir á Siglufirði. Kr. 900 fyrir bekkjardeildir á Ólafsfirði.

Formaður tók fundarhlé kl. 16:25 til 16:30.

Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir með þremur atkvæðum fulltrúna meirihlutans, Nönnu Árnadóttur, Hilmars Hreiðarssonar og Ásdísar Sigurðardóttur gegn tveimur atkvæðum minnihlutans, Hólmfríðar Ó N Rafnsdóttur og Hjördísar Hönnu Hjörleifsdóttur að verðtilboði Rauðku verði tekið fyrir bekkjardeildir á Ólafsfirði og Siglufirði.

 

3.Fjárhagsáætlun - launaliður leikskólans

Málsnúmer 1407038Vakta málsnúmer

Ásdís vék af fundi og Guðný tók sæti á fundinum að nýju.

Bæjarráð tók málið fyrir á fundi sínum þann 22. júlí s.l. og vísar því til umfjöllunar fræðslu og frístundanefndar. Leikskólastjóri óskar eftir heimild til að auka við stöðugildi við sérkennslu, 75% stöðugildi og í eldhúsi, 25% stöðugildi. Einnig er óskað eftir heimild til að auka við undirbúningstíma starfsfólks, 35-40% stöðugildi.

Nefndin tekur undir sjónarmið leikskólastjóra um þörf á auknum mannafla við leikskólann og fellst á  beiðni leikskólastjóra fyrir sitt leyti. Nefndin bendir jafnframt á að endurmeta og gera viðaukatillögu við aðra kostnaðarliði sem falla undir almennan rekstarkostnað leikskólans.

 

 

4.Úttekt á fyrirkomulagi og framkvæmd sérfræðiþjónustu í sex sveitarfélögum

Málsnúmer 1405054Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar Úttekt á fyrirkomulagi og framkvæmd sérfræðiþjónustu í sex sveitarfélögum, sem unnin var fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið 2013.

5.Rekstraryfirlit maí 2014

Málsnúmer 1407018Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir maí 2014.

Niðurstaða fyrir fræðslu og uppeldismál er 246,1 millj. kr., sem er 99% af áætlun tímabilsins.

Niðurstaða fyrir æskulýðs- og íþróttamál er 96,9 milj. kr., sem er 97% af áætlun tímabilsins.

Fundi slitið - kl. 16:00.