Bæjarráð Fjallabyggðar - 350. fundur - 5. ágúst 2014

Málsnúmer 1407011F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 105. fundur - 18.08.2014

Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 350. fundur - 5. ágúst 2014

    Sýslumaðurinn á Siglufirði Ásdís Ármannsdóttir var boðin velkominn á fund bæjarráðs.

    Farið var yfir núverandi verkefni sýslumannsins sjá neðanritað og framtíðar hugmyndir um rekstur skrifstofunnar en fyrirhugaðar breytingar á rekstri embættisins taka gildi um næstu áramót.

    Rekin er skrifstofa bótanefndar skv. lögum nr. 69/1995 um greiðslu bóta til þolenda afbrota er hjá embættinu.                                       

    ·         Annast verkefni sem sýslumanni er falið skv. lögum nr. 47/2010 um sanngirnisbætur.

    ·        Gefur út leyfisbréf til starfsréttinda héraðsdóms- og hæstaréttarlögmanna og annast aðra umsjón þeirra verkefna sem sýslumönnum eru falin á grundvelli laga nr. 77/1998 um lögmenn, sbr. lög nr. 145/2013 um breytingu á ýmsum lögum vegna flutnings verkefna frá innanríkisráðuneytinu til sýslumannsembætta og annarra embætta og stofnana.

    ·         Annast skráningu og eftirlit með skráðum trúfélögum og lífsskoðunarfélögum á grundvelli laga nr. 108/1999 og reglugerðar 106/2014.

    ·         Ákvarðanir um kvaðaarf skv. 1. og 2. mgr. 50. gr. erfðalaga nr. 8/1962, sbr. reglugerð nr. 108/2014 um ákvarðanir varðandi kvaðabindingu arfs og niðurfellingu kvaðar.

    ·       Veita leyfi til dreifingar á ösku látins manns utan kirkjugarðs, sbr. reglugerð nr. 104/2014 um breytingu á reglugerð nr. 203/2003 um dreifingu ösku utan kirkjugarðs.

    ·         Veitir leyfi til tilfærslu líka í kirkjugarði eða flutning þeirra í annan kirkjugarð eða grafreiti. sbr. reglugerð nr.105/2014 um leyfi til tilfærslu eða flutning líka.

    Sýslumannsembættin verða níu eftir breytingar og verður sýslumaður Fjallabyggðar staðsettur á Húsavík. Hinsvegar er ekki gert ráð fyrir breytingum á rekstri skrifstofunnar á Siglufirði. Ásdís leggur áherslu á gott samstarf við nýjan sýslumann.

    Bókun fundar Afgreiðsla 350. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 350. fundur - 5. ágúst 2014

    Bæjarráð tók málið fyrir á fundi sínum þann 22. júlí s.l. og vísar því til umfjöllunar fræðslu og frístundanefndar. Leikskólastjóri óskar eftir heimild til að auka við stöðugildi við sérkennslu þ.e. 75% stöðugildi þroskaþjálfa og í eldhúsi, 25% stöðugildi. Einnig er óskað eftir heimild til að auka við undirbúningstíma starfsfólks, 35-40% stöðugildi.

    Nefndin tekur undir sjónarmið leikskólastjóra um þörf á auknum mannafla við leikskólann og fellst á beiðni leikskólastjóra fyrir sitt leyti.
    Nefndin bendir jafnframt á að endurmeta og gera viðaukatillögu við aðra kostnaðarliði sem falla undir almennan rekstrarkostnað leikskólans.

    Í framhaldi af bókun fræðslu og frístundanefndar voru neðantaldir boðaðir á fund bæjarráðs til að fara betur yfir málið fyrir fund bæjarstjórnar í næstu viku.
    Á fund bæjarráðs mættu Kristín María Hlökk frá leikskóla Fjallabyggðar og Ríkey Sigurbjörnsdóttir skólastjóri Grunnskólans.
    Bæjarráð felur deildarstjóra fjármála og stjórnsýslu að kostnaðarmeta framkomnar óskir fyrir næsta fund í bæjarráði í samvinnu við aðstoðarleikskólastjóra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 350. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 350. fundur - 5. ágúst 2014
    Bæjarstjóri lagði fram tvö bréf er varðar sjóvarnir á Siglunesi.
    Fyrra bréfið er dagsett 21. júlí 2014 og undirritað af Önnu M. Jónsdóttur og Birni Jónssyni. Í bréfinu kemur fram að í ágúst 2009 hafi þau lýst yfir miklum áhyggjum af landbroti af völdum sjávar en þau eru eigendur jarðar og frístundahúss á Siglunesi 7.
    Vísað er og í minnisblað frá Siglingastofnun þar sem fram kemur það mat að veruleg þörf sé á landvörnum við hús þeirra sem og skemmu. Eigendur ítreka nauðsyn þess að samhliða vörnum við umrædda skemmu verði ráðist í varnir fyrir framan þeirra sumarhús.
    Síðara bréfið er ritað 1. ágúst af Hreini Magnússyni. Fram kemur í bréfinu að áætlaður kostnaður við sjóvarnir sé vanmetinn. Einnig leggur hann áherslu á að núverandi vegur um landið muni ekki bera þann þunga sem ætlað er án mikils viðhalds.
    Fram kemur í bréfinu að landeigandi mun ekki taka þátt í kostnaði við fyrirhugaðar framkvæmdir þar sem hann hafi ekki gefið sitt leyfi fyrir byggingarframkvæmdum á sínum tíma á óskiptu landi.
    Lagt fram til kynningar.
    Bæjarráð vill taka fram að framkvæmdarleyfi hefur ekki verið gefið út eins og fram kemur í bréfi Hreins.
    Siglingastofnun hefur ákveðið að boða landeigendur á Siglunesi á fund þann 13. ágúst vegna fyrirhugaðra sjóvarna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 350. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 350. fundur - 5. ágúst 2014
    Lögð fram framvinduskýrsla fyrir snjóflóðavarnir á Siglufirði en um er að ræða 2. áfanga verksins.
    Tilboð í framleiðslu stoðvirkja voru opnuð 5. febrúar 2013 og tilboð í uppsetningu stoðvirkja voru opnuð 16. apríl 2013.
    Bæjarráð leggur áherslu á að framkvæmdum við 3. áfanga verði framhaldið og að áfanginn verði boðinn út í vetur.
    Bæjarráð felur því bæjarstjóra að rita stjórn Ofanflóðasjóðs bréf þar sem lögð er áhersla á að framkvæmdum verði framhaldið eins og gert var ráð fyrir í upphafi þegar í framkvæmdirnar var ráðist til að tryggja öryggi bæjarbúa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 350. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 350. fundur - 5. ágúst 2014
    Lagt fram minnisblað bæjarstjóra er varðar fund með yfirlögreglustjóra á Akureyri um löggæslumál í Fjallabyggð.
    Bæjarráð leggur áherslu á að gert verði átak gegn fíkniefnasölu í bæjarfélaginu og að hér verði ekki griðarstaður fyrir fíkniefnasala.
    Bæjarráð hvetur foreldra til aðgæslu er þessi mál varðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 350. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 350. fundur - 5. ágúst 2014
    Í bréfi framkvæmdarstjóra Tækifæris frá 26. maí 2014 kemur fram að hlutur Fjallabyggðar í fyrirtækinu er um 2,2 m.kr. eða 0,29%.
    Fyrirtækið er nú að yfirfara, innkalla, og endurútgefa hlutabréf í fyrirtækinu.
    Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við áform fyrirtækisins er þetta varðar en telur rétt að ný hlutabréf verði í vörslu bæjarfélagsins eins og verið hefur. 
    Bókun fundar Afgreiðsla 350. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 350. fundur - 5. ágúst 2014
    Bæjarstjóri lagði fram til kynningar samþykktir fyrir Ungmennaráð Fjallabyggðar. Starfstími ráðsins er frá 20. september til 10. júní ár hvert.
    Ekki gekk að manna ráðið á síðasta starfsári og leggur bæjarráð áherslu á að tilnefning í ráðið eigi sér stað fyrir 20. september n.k.
    Bæjarstjóra er falið að rita stjórnendum Grunnskóla Fjallabyggðar, Menntaskólans á Tröllaskaga og UÍF bréf er varðar tilnefningu þeirra en um er að ræða fimm fulltrúa og fimm til vara.
    Bókun fundar Afgreiðsla 350. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 350. fundur - 5. ágúst 2014
    Lagðar fram til kynningar samþykktir um búfjárhald í Fjallabyggð frá 28. febrúar 2011.
    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að skipaður verði vinnuhópur er varðar búfjárhald í Fjallabyggð.
    Hópnum verði falið að vinna tillögur um úrbætur og setja reglur í sambandi við búfjárhald og fjallskil í bæjarfélaginu.
    Tilnefndir eru Jón Traustason, Jón Konráðsson og Ólafur Jónsson.
    Bókun fundar Afgreiðsla 350. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 350. fundur - 5. ágúst 2014
    Aðalfundur Greiðrar leiðar verður haldinn 14. ágúst næst komandi.
    Forseti bæjarstjórnar eða formaður bæjarráðs munu sækja fundinn í fjarveru bæjarstjóra sem mun taka hluta af sínu sumarleyfi frá næsta bæjarstjórnarfundi og til mánaðamóta.
    Bókun fundar Afgreiðsla 350. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 350. fundur - 5. ágúst 2014
    Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir sex fyrstu mánuðina.

    Rekstrarniðurstaða tímabils er 7,7 milljónum betri en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir, -30,2 millj. miðað við -22,5 millj.
    Tekjur eru 6,6 millj. lægri en áætlun gerði ráð fyrir, gjöld 7,2 millj. lægri og fjárm.liðir 7,1 millj. lægri.
    Bókun fundar Afgreiðsla 350. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.