Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

9. fundur 07. ágúst 2014 kl. 17:00 - 17:00 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Anna Þórisdóttir formaður, F lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir aðalmaður, S lista
  • Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir aðalmaður, D lista
  • Arndís Erla Jónsdóttir aðalmaður, F lista
  • Helga Jónsdóttir varaáheyrnarfulltrúi, B lista
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri fjármála- og stjórnsýslu
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Ægir Bergsson boðaði forföll en varamaður hafði ekki tök á að mæta.
Kristófer Þór Jóhannson boðaði forföll og í hans stað mætti Helga Jónsdóttir.

1.Formsatriði nefnda

Málsnúmer 1406043Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að uppfærðu erindisbréfi fyrir markaðs- og menningarnefnd.
Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að fundir verði að jafnaði haldnir fyrsta fimmtudag í mánuði kl. 17:00.
Fundarritari sé að jafnaði deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála.
Undir þessum lið undirrituðu fundarmenn drengskaparheit um þagnarskyldu.

Markaðs- og menningarnefnd samþykkir framlögð drög að erindisbréfi fyrir sitt leyti.

2.Menningarstefna Fjallabyggðar

Málsnúmer 1407056Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkti á 349. fundi sínum 29. júlí s.l. að menningarstefna bæjarfélagsins verði yfirfarin og endurbætt. Yfirferð verði lokið við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.

Ábendingum nefndar- og embættismanna er vísað til umfjöllunar á næsta fundi nefndarinnar.

3.Umsókn um styrk á móti menningarviðburðum

Málsnúmer 1405048Vakta málsnúmer

Á 343. fundi bæjarráðs 10.6 s.l. var lögð fram umsókn Aðalheiðar Eysteinsdóttur um styrk til að mæta innheimtu fasteignagjalda af Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
Til stuðnings umsókn var samantekt yfir menningardagskrá og notkun á Alþýðuhúsinu ásamt kostnaði við viðburði og framlag listamannsins frá 2012 til 2014.
Bæjarráð samþykkti styrk á móti fasteignaskatti ársins í samræmi við reglur bæjarfélagsins og vísaði jafnframt málinu til frekari skoðunar í markaðs- og menningarnefnd.

Markaðs- og menningarnefnd fagnar og þakkar fyrir þá fjölbreyttu listviðburði sem Aðalheiður hefur staðið fyrir í Alþýðuhúsinu að undanförnu og hvetur listamanninn til að leggja inn umsókn um frekari stuðning við starfsemina, þegar bæjarfélagið auglýsir eftir styrkjum nú í haust vegna fjárhagsáætlunargerðar 2015.

4.Málefni Tjarnarborgar

Málsnúmer 1310065Vakta málsnúmer

Á fund nefndarinnar mætti forstöðumaður Tjarnarborgar,
Anna María Guðlaugsdóttir og kynnti menningarhúsið fyrir nefndarmönnum og fór yfir innsent viðhaldsbréf, dagsett 31. júlí 2014.

Markaðs- og menningarnefnd leggur áherslu á að viðhaldsfé verði aukið.

5.Málefni bókasafns Fjallabyggðar

Málsnúmer 1408004Vakta málsnúmer

Nefndin skoðaði aðstæður í Ólafsvegi 4 Ólafsfirði, þar sem verið er að opna bókasafn síðar í mánuðinum.
Forstöðumaður bóksafns Fjallabyggðar Hrönn Hafþórsdóttir tók á móti nefndarmönnum og kynnti stofnunina.

6.17. júní 2014

Málsnúmer 1404056Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar kostnaðaryfirlit frá Menningar- og fræðslunefnd slökkviliðsins í Ólafsfirði sem kom að skemmtidagskrá 17. júní hátíðarhaldanna.

7.Menningar- og atvinnumál - fundir deildarstjóra með forstöðumönnum og markaðs- og menningarfulltrúa.

Málsnúmer 1401111Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 4. fundar frá 31. júlí 2014.

8.Rekstraryfirlit júní 2014

Málsnúmer 1408001Vakta málsnúmer

Rekstraryfirlit fyrstu sex mánuði ársins lagt fram til kynningar. Niðurstaða fyrir menningarmál er 32,3 millj. kr. sem er 94% af áætlun tímabilsins sem var 34,3 millj. kr.
Niðurstaða fyrir atvinnu- og ferðamál er 4,7 millj. kr. sem er 76% af áætlun tímabilsins sem var 6,2 millj. kr

Fundi slitið - kl. 17:00.