Bæjarráð Fjallabyggðar

348. fundur 22. júlí 2014 kl. 17:00 - 19:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður S lista
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir aðalmaður D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi B lista
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri

1.Málefni Menntaskólans á Tröllaskaga

Málsnúmer 1407047Vakta málsnúmer

Skólameistari, Lára Stefánsdóttir, kom á fund bæjarráðs til að ræða byggingaráform og framtíð Menntaskólans á Tröllaskaga.

Fram kom í máli skólameistara að skólann vantar húsnæði fyrst og fremst fyrir;

1.  Mötuneyti eða mataraðstöðu fyrir nemendur.

2.  Aðstöðu fyrir fundi, kynningar og viðburði.

3.  Fyrir sérdeild skólans.

4.  Fyrir tónlist eða listljósmyndun.

5.  Kaffiaðstöðu fyrir starfsmenn.

Fram kom sú hugmynd að mynda vinnuhóp til að ræða og koma fram með hugmyndir um húsnæðismál skólans.

Bæjarráð samþykkir að velja vinnuhóp til að taka saman og vinna þarfagreiningu og rýmisáætlun fyrir starfsemina.

Hópurinn verði skipaður fimm einstaklingum, fulltrúum allra flokka ásamt fulltrúa frá Menntaskólanum. Vinnuhópurinn verði skipaður á næsta fundi bæjarstjórnar.

 

2.Endurgreiðsla til sveitarfélaga vegna refaveiða

Málsnúmer 1407040Vakta málsnúmer

Umhverfisstofnun hefur sett saman drög að samningi við sveitarfélög vegna endurgreiðslu á kostnaði við refaveiðar.

Samninsdrögin eru byggð á grundvelli laga nr. 64/1994 um vernd, veiðar og friðun á villtum fuglum og spendýrum.

Sveitarfélögum er gefin kostur á að koma fram með ábendingar fyrir 25. ágúst n.k.

Fram kemur að markmið Umhverfisstofnunar er að hafa yfirsýn á þeim aðgerðum sem þarf til að stemma stigu við fjölgun refa og draga úr tjóni af þeirra völdum.

Ætlunin er að stofnunin greiði um þriðjung af kostnaði verktaka, en að hámarki kr. 100.000,- fyrir árið 2014. Greiðslan fer fram í lok árs.

Heildarkostnaður Fjallabyggðar var á árinu 2013 var kr. 664.500.- og engin endurgreiðsla fékkst á því ári.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.

3.Fjárhagsáætlun - launaliður leikskólans

Málsnúmer 1407038Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá leikskólastjóra Fjallabyggðar. Þar kemur fram að endurskoða þurfi launaliði leikskólans fyrir árið 2014.

Bendir leikskólastjóri á nokkrar ástæður.

1.  Fjölgun barna umfram það sem gert var ráð fyrir í áætlun. Um er að ræða tvö stöðugildi við nýja deild eftir sumarleyfi leikskólans.

2.  Aukin sérkennsluþörf, en um er að ræða 75% stöðugildi.

3.  Aukið álag í eldhúsi, en um er að ræða 25% stöðugildi.

4.  Aukinn undirbúningstími vegna fjölgunar faglærðra starfsmanna við leikskólann og áætlar leikskólastjóri aukninguna um 35% - 40% starfshlutfalli.

5.  Forsendur fjárhagsáætlunar fyrir 2014 vegna endanlegra samninga verður að taka til skoðunar, þar sem laun hafa hækkað verulega umfram áætlun ársins.

6.  Meta þarf framlag úr veikindapotti vegna langtímaveikinda starfsmanna leikskólans.

 

Bæjarráð vísar erindinu til fagnefndar er varðar breytingar á mannahaldi, en óskar eftir því að launadeild meti þær áherslur sem koma fram í ábendingum leikskólastjóra sjá 5. og 6. lið hér að framan.

Bæjarráð leggur áherslu á að allar forsendur og tillögur að breytingum liggi fyrir á fundi bæjarráðs þriðjudaginn 5. ágúst n.k. Tillögurnar verða síðan til afgreiðslu í bæjarstjórn miðvikudaginn 13. ágúst.

 

4.Hundamál Fjallabyggðar

Málsnúmer 1407042Vakta málsnúmer

Fram kemur í erindi frá Sigurlínu Káradóttur í tölvupósti frá 3. júlí 2014, að það svæði sem sveitarfélagið hefur samþykkt að hundaeigendur megi vera með hunda sína sé að mörgu leyti óhentugt þar sem það er ófært megnið af árinu.

Fram koma óskir um að úthluta hundaeigendum almennilegu svæði sem hægt er að nota allt árið sem hundaeigendur geta girt af í sjálfboðavinnu og með styrkjum.

Til fróðleiks tók tæknideild saman kostnað við hundahald í bæjarfélaginu.

Skráðir hundar á árinu 2014, á Siglufirði eru 78 á skrá og í Ólafsfirði eru 75 á skrá.

Tekjur árið 2013 var um 1.500 þúsund. 

Greiddur kostnaður á árinu 2013 var:

Dýralæknir um  kr. 780 þúsund

Auglýsingar um kr. 110 þúsund

Vinna starfsmanna um kr. 300 þúsund

Önnur þjónustukaup um kr. 60 þúsund

Þátttaka í sameiginlegum kostnaði um 730 þúsund

Gjöld umfram tekjur voru um 460 þúsund.

 

Bæjarráð felur tæknideild að kanna hvort hentugra svæði sé fyrir hundaeigendur í Fjallabyggð sem hægt er að nota allt árið.

5.Fjárhagsáætlanir sveitarfélaga 2015

Málsnúmer 1407052Vakta málsnúmer

Lagt fram fréttabréf hag- og upplýsingasviðs Sambands ísl. sveitarfélaga er varðar Fjárhagsáætlanir sveitarfélaga fyrir árið 2015.

Þar kemur fram að í sveitarstjórnarlögum nr. 139/2011 er kveðið á um þann ramma sem unnið skal eftir við undirbúning og afgreiðslu á fjárhagsáætlun sveitarfélaga.

Lögð er áhersla á að áætlanir gefi glögga mynd af rekstri sveitarfélagsins, efnahag þess og breytingum á handbæru fé.

Sambandið hefur nú tekið saman forsendur fyrir næsta ár.

Almennar forsendur.

1.a.  Verðbólga miðast við um 1.9%.

1.b.  Atvinnuleysi verði um 3.5%.

1.c.  Gengismál miðist við að gengi krónunnar verði stöðugt.

Önnur almenn atriði.

2.a.  Hagvöxtur miðast við 3.4% á árinu 2015.

2.b.  Samneysla og einkaneysla eiga að aukast frá því sem gert var ráð fyrir á árinu 2014.

2.c.  Fjárfestingar munu aukast að mati greiningardeildar og miða þeir við 15.7% á árinu 2015.

1.d.  Vaxtamál taki mið af stýrivöxtum um 6%.

Einnig ber að skoða almenna þróun samfélagsins.

Þróun útsvarstekna.

Þróun á fasteignamati, en nýtt fasteignamat tekur gildi 31. desember 2014 og gildir fyrir árið 2015.

Launakostnaður sveitarfélagsins, hafa ber í huga magnbreytingar og áhrif kjarasamninga.

Vert er að huga að launaskriði m.a. vegna endurmenntunar, námskeiða og starfsaldurshækkana. Reikna skal með 0.5% á ári að jafnaði.

Greiðslur úr Jöfnunarsjóði.

Útgjaldaþróun.

Áætlaðar fjárfestingar.

Bæjarráð telur rétt að bæjarstjóri og deildarstjórar ásamt forstöðumönnum hefji undirbúning á gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015 - 2018.

Vinnuáætlun verði lögð fram til samþykktar á fundi bæjarstjórnar í september.

6.Málefni Heilbrigðisstofnunarinnar Fjallabyggð

Málsnúmer 1407032Vakta málsnúmer

Lagt fram afrit af bréfi bæjarstjóra til Byggðaráðs Dalvíkurbyggðar.

Bæjarstjóri átti fund með sveitarstjóra Dalvíkurbyggðar mánudaginn 21.07.2014.

Þar var ákveðið að boða til samráðsfundar að loknum fundi í byggðarráði Dalvíkur, en fundur er fyrirhugaður í næstu viku.

Til umræðu voru neðantalin málefni:

1.  Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar

2.  Rekstur Tónskóla

3.  Samstarf á sviði leik- og grunnskóla

4.  Samgöngumál

5.  Lífeyrisskuldbindingar 

6.  Önnur mál. 

7.Reitir 2014

Málsnúmer 1404049Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar samantekt á verkefnum á vegum Reita, en um er að ræða alþjóðlegt skapandi samstarfsverkefni sem hófst formlega laugardaginn 12. júlí s.l.

Bæjarstjóri og formaður bæjarráð voru viðstödd þegar þátttakendur voru boðnir velkomnir til Fjallabyggðar.

8.Vinabæjatengsl - Erindi frá Ítalíu

Málsnúmer 1405027Vakta málsnúmer

Lögð fram bréf frá Vidigulfo á Ítalíu, dags. 14. júní og frá 4. júlí sl.

9.Virk þátttaka sveitarfélaga í starfi Eyþings

Málsnúmer 1407053Vakta málsnúmer

Aðalfundur Eyþings verður haldinn 3. og 4. október n.k. Skipað verður í fulltrúaráð að loknum aðalfundi.

Fjallabyggð hefur tilnefnt sína fulltrúa á umræddan aðalfund.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.