Bæjarstjórn Fjallabyggðar

101. fundur 20. maí 2014 kl. 17:00 - 19:00 í Tjarnarborg í Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Ingvar Erlingsson forseti
  • Þorbjörn Sigurðsson 1. varaforseti
  • Egill Rögnvaldsson 2. varaforseti
  • Helga Helgadóttir bæjarfulltrúi
  • Sólrún Júlíusdóttir bæjarfulltrúi
  • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi
  • Ólafur Helgi Marteinsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Gauti Sveinsson bæjarfulltrúi
  • Sigurður Hlöðversson bæjarfulltrúi
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Forseti Ingvar Erlingsson setti 101. fund bæjarstjórnar Fjallabyggðar og bauð viðstadda velkomna til fundar. Allir aðalfulltrúar voru mættir.
Forseti rifaði upp að verslun hófst í Hvanneyrarhreppi árið 1788. Siglufjörður varð að löggiltum verslunarstað árið 1818. Einni öld síðar, 20. maí 1918, fékk Hvanneyrarhreppur kaupstaðarréttindi og hét eftir það Siglufjarðarkaupstaður.
Bæjarstjórn samþykkti með 9 atkvæðum að taka á dagskrá viðauka við fjárhagsáætlun 2014.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 337. fundur - 16. apríl 2014

Málsnúmer 1404005FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 337. fundur - 16. apríl 2014
    Á aðalfundi Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. vegna ársins 2013 sem haldinn var 27. mars s.l., var samþykkt að greiða út arð til hluthafa vegna góðrar afkomu ársins 2013.
    Hlutur Fjallabyggðar er 2.394% og arðgreiðslan 8.570.520 kr. Að frádregnum 20% fjármagnstekjuskatti koma 6.856.416 kr. til útgreiðslu.
    Arðurinn er í samræmi við áætlað framlag í áætlun ársins.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 337. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 337. fundur - 16. apríl 2014
    Ársfundurinn var haldinn í dag miðvikudaginn 16. apríl kl. 14.00.
    Dagskrá ársfundarins lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 337. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 337. fundur - 16. apríl 2014
    Bæjarstjóri lagði fram undirritaða verkefnalýsingu dagsetta 9. apríl s.l., er varðar heimasíðugerð fyrir VisitTrollaskagi.is,  milli Fjallabyggðar, Dalvíkurbyggðar og Ferðatrölla.
    Einnig var lagt fram bréf frá fyrirtækinu Rannsóknir og ráðgjöf er varðar að vinna úr og bera saman niðurstöður um erlenda ferðamenn til Ólafsfjarðar og Siglufjarðar á árunum 2007, 2010 og 2013. Talið er að slík samantekt sé gagnleg sem grunngagn fyrir stefnumótun í ferðaþjónustu fyrir sveitarfélög.
    Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar í markaðs- og menningarnefnd. 
     
     
    Bókun fundar Afgreiðsla 337. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 337. fundur - 16. apríl 2014
    Fyrstu áætlanir um úthlutanir framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2014 voru birtar í lok október.  Nú hefur farið fram endurskoðun á áætlunum um úthlutanir einstakra framlaga að teknu tilliti til ráðstöfunarfjármagns sjóðsins á grundvelli fjárlaga 2014 og endanlegs álagningastofns útsvars fyrir árið 2012, uppfærðrar stöðu áætlaðs stofns fyrir árið 2014 og íbúafjölda miðað við 1. janúar 2014, eftir því sem við á.
    Bókun fundar Afgreiðsla 337. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 337. fundur - 16. apríl 2014
    Lagt fram bréf frá Helga Jóhannssyni Hlíðarvegi 71, Ólafsfirði dags. 3. apríl 2014.  Fram kemur í bréfi hans áskorun um að auglýsa Kirkjuveg 4 til sölu.
    Bæjarráð tekur undir þær ábendingar sem fram koma í bréfinu og felur tæknideild að auglýsa húsið til sölu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 337. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 337. fundur - 16. apríl 2014
    Lagt fram minnisblað frá tæknifulltrúa Fjallabyggðar dags. 24. mars. 2014. Fer bréfritari yfir umsóknir um tvær lóðir við Vesturtanga á Siglufirði.
    Bæjarráð leggur til og felur tæknideild að setja saman greinargerð um fyrirhugaða alhliða þjónustumiðstöð í tengslum við útivistarsvæði á tanganum.
    Lóðunum verði síðan úthlutað samkvæmt áður samþykktri greinargerð að undangenginni auglýsingu til eins aðila.
    Bókun fundar Afgreiðsla 337. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 1.7 1211041 Málefni Hornbrekku
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 337. fundur - 16. apríl 2014
    Lagt fram bréf frá 17. janúar 2011 og tölvupóstur frá 11. mars frá bæjarstjóra Dalvíkurbyggðar.
    Fram kom í bréfinu að leitað var eftir viðræðum við fyrrum ráðherra heilbrigðismála um mögulegan flutning verkefna frá ríki til sveitarfélaga er tæki yfir heilsugæslu og aðra heilbrigðisþjónustu.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 337. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 337. fundur - 16. apríl 2014
    Lögð fram tilboð í gerð skurðar og lagningu frárennslis frá dælubrunni við Gránugötu og að hótelbyggingu við Snorragötu.
    Þrjú tilboð bárust. Frá Bás ehf, Árna Helgasyni ehf. og Sölva Sölvasyni.
    Bæjarráð leggur til að tilboði Árna Helgasonar ehf. verði tekið, en það var kr. 14.615.000.- eða 94,9% af kostnaðaráætlun.
    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 337. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 337. fundur - 16. apríl 2014
    Lögð fram til kynningar umsókn bæjarfélagsins til styrktarsjóðs EBÍ frá markaðs- og menningarfulltrúa.
    Heiti verkefnisins er "merkingar á gönguleiðum í Fjallabyggð."
    Bókun fundar Afgreiðsla 337. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 337. fundur - 16. apríl 2014
    Ómar Sveinsson og Margrét Ólöf Eyjólfsdóttir senda Fjallabyggð kauptilboð í Bylgjubyggð 58 Ólafsfirði.
     
    Bæjarráð samþykkir framkomið tilboð og felur bæjarstjóra að undirrita tilboðið.
    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 337. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 337. fundur - 16. apríl 2014
    Umfjöllun bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál.
    Bókun fundar Afgreiðsla 337. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 337. fundur - 16. apríl 2014
    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gerðir verði viðaukar við fjárhagsáætlun 2014 sem hér segir.
    1. Vegna Sjávardýragarðs Ólafsfirði kr. 310.000.-.
    2. Vegna Sigurhæða ses. Ólafsfirði 500.000 sjá mál nr. 1310058.
    Samþykkt samhljóða.

    Sólrún Júlíusdóttir lagði fram tillögu um að gerður yrðir viðauki við fjárhagsáætlun 2014, varðandi aðkomu bæjarfélagsins að endurbótum að Hóli á Siglufirði. 
    Um er að ræða 2 milljónir á ári í 4 ár.
    Tillaga borin upp og felld með 2 atkvæðum, gegn atkvæði Sólrúnar Júlíusdóttur.
    Meirihluti bæjarráðs vísar í fyrri samþykkt 99. fundar bæjarstjórnar þar sem þessu máli var vísað til næstu fjárhagsáætlunargerðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 337. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 337. fundur - 16. apríl 2014
    Samstarfssamningur um rekstur skíðasvæða Ólafsfjarðar samþykktur samhljóða, en gildistíma er breytt í eitt ár í stað tveggja.
    Ástæða styttri gildistíma er að samningur vegna uppbyggingar skíðagöngubrautar (Bárubrautar) rennur út 2014.
    Bókun fundar Afgreiðsla 337. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 337. fundur - 16. apríl 2014
    Lögð fram drög að bréfi frá tæknifulltrúa Fjallabyggðar til Siglingasviðs Vegagerðar, er varðar sjóvarnir á Siglunesi, dags. 7. apríl 2014.
    Einnig er lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun dags. 25. mars 2014.
    Þar sem formleg beiðni hefur ekki borist frá Siglingasviði Vegagerðarinnar frestar bæjarráð málinu.
    Rétt er að taka fram að ekkert fjármagn er á áætlun Fjallabyggðar né í samgönguáætlun, er varðar sjóvarnir á Siglunesi fyrir árið 2014.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Sigurður Hlöðvesson og Sigurður V Ásbjarnarson.<BR>Afgreiðsla 337. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 337. fundur - 16. apríl 2014
    Málþing verður á Hótel Kea á Akureyri miðvikudaginn 30. apríl 2014.
    S.Guðrún Hauksdóttir, Helga Helgadóttir og Sólrún Júlíusdóttir eru tilnefndar fyrir Fjallabyggð til að sækja málþingið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 337. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 337. fundur - 16. apríl 2014
    Fundargerð frá 1. apríl sl. lögð fram til kynningar.
     
    Bókun fundar Afgreiðsla 337. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 337. fundur - 16. apríl 2014
    Bæjarráð samþykkir drög að samþykktum fyrir sjálfseignarstofnunina Sigurhæðir ses. sem og tillögu að óundirrituðum þjónustusamningi við Sigurhæðir ses. um rekstur Náttúrugripasafnsins í Ólafsfirði.
    Bæjarstjóra er falið að setja upp viðauka við fjárhagsáætlun 2014 í samræmi við framkomin drög.
    Bókun fundar Afgreiðsla 337. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 337. fundur - 16. apríl 2014
    Fundargerð 11. fundar frá 27. mars 2014 ásamt ársreikningi 2013, lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 337. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 337. fundur - 16. apríl 2014
    Fundargerð frá 3. febrúar og 10. mars sl. lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 337. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 337. fundur - 16. apríl 2014
    Fundargerð 814. fundar frá 21. mars s.l. lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 337. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 338. fundur - 29. apríl 2014

Málsnúmer 1404006FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 338
    Þann 11. apríl s.l. sendi Umhverfisstofnun bréf á öll sveitarfélög, ásamt drögum að áætlun til þriggja ára, um refaveiðar.
    Ætlunin var að ganga frá samningi við bæjarfélög um endurgreiðslur á þriðjungi kostnaðar.
    Í bréfi frá 14. apríl eru lögð fram drög að "Áætlun til þriggja ára um refaveiðar."
    Óskað er eftir umsögn og athugasemdum fyrir 30. apríl 2014.
     
    Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að halda utan um málið og ganga frá samningi við ráðuneyti og veiðimenn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 338. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 338
    Lagðar fram fundargerðir vegna breytinga á húsnæði bókasafnsins í Ólafsfirði og framtíðar hugmyndir um lagfæringar á bóka- og héraðsskjalasafni á Siglufirði.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 338. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 338
    Kosningar til sveitarstjórna mun fara fram laugardaginn 31. maí 2014.
    Bæjarráð leggur til viðbæjarstjórna neðanritaða tillögu til afgreiðslu á næsta fundi bæjarstjórnar.
     
    Tillaga vegna kosninga til sveitarstjórnar laugardaginn 31. maí 2014:
    a) Umboð til bæjarráðs Fjallabyggðar til að staðfesta kjörskrá vegna kosninga til sveitarstjórnar sem fram fara þann 31. maí 2014 og fullnaðarumboð til að úrskurða um athugasemdir.
    Bæjarstjórn samþykkir að veita bæjarráði fullnaðarumboð til að ganga frá kjörskrá vegna kosninga til sveitarstjórnar sem fram fara þann 31. maí 2014. Jafnframt veitir bæjarstjórn bæjarráði fullnaðarumboð til að úrskurða um athugasemdir sem kunna að berast vegna framlagðrar kjörskrár sbr. ákv. 10. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5. frá 6. mars 1998 með síðari breytingum.
    b) Ákvörðun bæjarstjórnar um fjölda kjördeilda og kjörstaði vegna kosninga til sveitarstjórnar 31. maí 2014, sbr. 13. gr. IV. kafla laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5 frá 6. mars 1998 og sbr. 44 gr. IX. kafla sömu laga um kosningar til sveitarstjórna.
    Sbr. 13. og 44. gr. laga um kosningar til sveitarstjórnar nr. 5 frá 6. mars 1998 með síðari breytingum samþykkir bæjarstjórn tvær kjördeildir í Fjallabyggð og verða þær annars vegar í ráðhúsinu Siglufirði og hins vegar í Menntaskólanum á Tröllaskaga, líkt og verið hefur undanfarnar kosningar.
    Samþykkt samhljóða.

    Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Sigurður Hlöðvesson og Sigurður V Ásbjarnarson.<BR>Afgreiðsla 338. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 338
    Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sendir til umsagnar frumvarp til laga um ríkisendurskoðanda og ríkisendurskoðun, sjá 488. mál.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 338. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 338
    Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur ákveðið í samræmi við tillögu Vinnumálastofnunar að verja um 150 milljónum króna úr Atvinnuleysistryggingasjóði til átaks sem tryggja mun 390 námsmönnum, 18 ára og eldri, störf í sumar hjá ríki og sveitarfélögum.
    Bæjarráð samþykkir að sækja um styrk frá Vinnumálastofnun til að tryggja sem flest störf fyrir ungt fólk í Fjallabyggð í sumar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 338. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 2.6 1404049 Reitir 2014
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 338
    Fyrir hönd Reita óskar Arnar Ómarsson eftir aðkomu bæjarfélagsins að verkefnum sumarsins og nefnir neðanritað.
    1. Fjárstyrk að upphæð kr. 200.000.-.
    2. Gistipláss í gamla gagnfærðaskólanum fyrir 10 - 15 manns.
    3. Gott áfamhaldandi samstarf við bæjarfélagið.
    Bæjarráð samþykkir afnot af húsnæði skólans frá 1. júlí til 15. júlí 2014.
    Jafnframt samþykkir bæjarráð aðstoð við Reiti eins og verið hefur og felur deildarstjóra tæknideildar að aðstoða Reiti.
    Bæjarráð leggur hins vegar áherslu á að styrkumsóknir til verkefna verði að berast á réttum tíma. Fjárstyrk er því hafnað en bæjarráð leggur áherslu á áframhaldandi gott samstarf.
    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 338. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 338
    Lagt fram til kynningar, frumvarp til laga um örnefni, þingskjal 832 - 481. mál.
    Bókun fundar Afgreiðsla 338. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 338
    Lagt fram til kynningar, samanburður á kennitölum Fjallabyggðar frá árinu 2006 til síðustu áramóta.
    Bókun fundar Afgreiðsla 338. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 338
    Aðalfundur Garðyrkjufélags Íslands haldinn 8. apríl 2014 hvetur sveitarfélög til að vinna að stefnumörkun um ræktun skjólbelta, yndis- og nytjagróðurs í þéttbýli og skapa vistvænna umhverfi.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 338. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 338
    Lagt fram bréf til bæjarstjóra er varðar staðfestingu á útsvarsprósentu við álagningu 2014 á tekjur ársins 2013.
    Bæjarráð felur bæjarstjóra að staðfesta að Fjallabyggð lagði 14.48% á tekjur ársins 2013.
    Bæjarráð leggur áherslu að ekki var nýtt heimild til að hækka útsvarið um síðustu áramót og er útsvarið óbreytt á árinu 2014.
    Bókun fundar Afgreiðsla 338. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 338
    Mánudaginn 28. apríl sl. sótti bæjarstjóri fund Byggðastofnunar að Miðgarði í Skagafirði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 338. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 338
    Velferðarnefnd Alþingis heimsótti Iðjuna og Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar 28. mars sl.  Heimsóknin tókst vel í alla staði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 338. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 338
    Reikningar lagðir fram til kynningar. Forseti bæjarstjórnar, stjórnarmaður setursins fór yfir stöðu mála.
    Bókun fundar Afgreiðsla 338. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 338
    Rektrarniðurstaða tímabils er 0.5 m.kr. betri en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir, -27.1 m.kr. miðað við -27.6 m.kr.
    Tekjur eru þó lægri um 5.3 m.kr, gjöld lægri um 10.1 m.kr. 
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 338. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 338
    Lögð fram tillaga - drög að auglýsingu. Lögð er þar áhersla á að húsnæðið verði auglýst strax, en lagt er til að málið verði tekið til endurskoðunar eftir þrjá mánuði.
    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 338. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 338
    Bæjarstjóra er falið að koma þeim ábendingum á framfæri að lagfæra þarf þjóðveginn í gegnum Fjallabyggð vegna aukinnar umferðar í samræmi við nýgerða umferðaröryggisáætlun.
    Bæjarráð bendir m.a. á bréf frá Vegagerðinni þar sem ósk um færslu þjóðvegarins í gegnum Siglufjörð hefur verið hafnað.
    Bæjarráð leggur því þunga áherslu á að jarðgangagerð milli Fljóta og Siglufjarðar komist á Samgönguáætlun hið fyrsta.
    Bókun fundar Afgreiðsla 338. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 338
    Fært í trúnaðarbók.
    Bókun fundar Afgreiðsla 338. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 339. fundur - 6. maí 2014

Málsnúmer 1404010FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 339. fundur - 6. maí 2014
    Lagður fram ársreikningur sem og samþykktir félagsins, en halda á aðalfund Landskerfa bókasafna í Reykjavík 13. maí næstkomandi.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 339. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 339. fundur - 6. maí 2014
    Aðalfundur Málræktarfélagsins verður haldinn 6. júní á Hótel Sögu Snæfelli. Fjallabyggð hefur rétt á að skipa einn fulltrúa í fulltrúaráðið.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 339. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 339. fundur - 6. maí 2014

    Til sýslumannsins á Siglufirði hafa leitað Sigurður Svavarsson, kt. 260354-4699, og Shok Han Liu, kt. 070661-3229, Vesturgötu 1, 625 Ólafsfirði og óskað eftir útgáfu rekstrarleyfis á grundvelli 11. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, vegna reksturs gististaðar að Vesturgötu 1, Ólafsfirði, sbr. meðfylgjandi afrit af umsókninni.

    Þar sem um nýjan stað er að ræða er sótt um nýtt rekstrarleyfi gististaðar skv. I. flokki 3. gr. laganna, en nánar tiltekið er um að ræða gistingu í íbúð án veitinga.

    Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007, er þess hér með farið á leit að sveitarstjórn veiti skriflega umsögn um umsóknina og staðfesti að afgreiðslutími og staðsetning staðar sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

    Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við leyfið.

    Bókun fundar Afgreiðsla 339. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 339. fundur - 6. maí 2014
    Til sýslumannsins á Siglufirði hefur leitað Sigurjón Bjarnason, kt. 130867-4809, f.h. Olíuverzlunar Íslands, kt. 500269-3249 og óskað eftir útgáfu rekstrarleyfis á grundvelli 11. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, til handa Olíuverzlun Íslands, Tjarnargötu 6, 580 Siglufirði, sbr. meðfylgjandi afrit af umsókninni.
    Sótt er um endurnýjun á rekstrarleyfi veitingastaðar í I. flokki.

    Með vísan til 10. og 13. gr. laga nr. 85/2007, sbr. 21. gr. laganna, er þess hér með farið á leit að sveitarstjórn staðfesti að afgreiðslutími og staðsetning staðar sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

    Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu leyfisins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 339. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 339. fundur - 6. maí 2014

    Tillaga lögð fram á fundi bæjarráðs frá skrifstofu- og fjármálastjóra er varðar framlög til stjórnmálasamtaka og frambjóðenda en á grundvelli laga nr. 162 frá 2006 um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldur þeirra.  
    Lagt er til að framlag vegna 2014 verði kr. 360.000 og helmingi þess kr. 180.000 verði úthlutað í samræmi við ákvæði 5. gr. laganna, eftir kjörfylgi í kosningum 2010.
    Síðari hluta framlags kr. 180.000 verði úthlutað í samræmi við ákvæði 5. gr. laganna, eftir kjörfylgi í kosningum 2014.
    Framlög færist á fárhagsáætlunarlið 21-81 og komi fyrri hluti til greiðslu í maí 2014 og síðari hluti í júní 2014.

    Bæjarráð samþykkir framkomna tillögu.

    Bókun fundar Afgreiðsla 339. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 339. fundur - 6. maí 2014
    Lögð fram formleg beiðni um heimild til að sækja um lán til Umhverfisráðuneytisins/Ofanflóðanefndar vegna snjóflóðavarna 2012 og 2013.
    Bókfærður kostnaður í Fjallabyggð var kr. 248.021.213 og er gert ráð fyrir lánsumsókn upp á 10% af þeirri upphæð eða kr. 24.800.000.-.  

    Bæjarráð heimilar framkomna beiðni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 339. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 339. fundur - 6. maí 2014
    Umfjöllun bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál.
    Bókun fundar Afgreiðsla 339. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 339. fundur - 6. maí 2014
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 339. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 339. fundur - 6. maí 2014
    332. fundur bæjarráðs samþykkti að teknar yrðu upp viðræður um kröfuinnheimtu fyrir Fjallabyggð við Inkasso.
    Lagður fram samningur um innheimtu reikninga og vanskilakrafna í milliinnheimtu og löginnheimtu fyrir Fjallabyggð við Inkasso ehf. og Inkasso Löginnheimtu ehf.
    Einnig þjónustu og samstarfslýsing við Inkasso ehf.

    Bæjarráð samþykkir fram lagða samninga.

    Inkasso ehf. mun einnig taka að sér eldri gjaldfallnar innheimtukröfur sveitarfélagsins sem ekki hafa verið í sérstöku innheimtuferli.
    Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 339. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV><DIV>Sólrún Júlíusdóttir vék af fundi við afgreiðslu  þessa liðar.</DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 339. fundur - 6. maí 2014
    Lögð fram fyrirspurn frá forsvarsmanni hluta landeigenda á Siglunesi er varðar afgreiðslu bæjarráðs frá síðasta fundi.
    Einnig lögð fram tillaga að svari bæjarstjóra er varðar umrætt erindi.
     
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 339. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 340. fundur - 13. maí 2014

Málsnúmer 1405004FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 340. fundur - 13. maí 2014
    Aðalfundur Markaðsstofu Norðurlands ses verður haldinn á Hótel KEA þriðjudaginn 20. maí n.k. kl. 10.00.
    Bæjarráð telur rétt að markaðs- og menningarfulltrúi fari á fundinn fyrir hönd bæjarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 340. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 340. fundur - 13. maí 2014
    Aðalfundur Tækifæris hf verður haldinn 14. maí að Strandgötu 3 á Akureyri.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 340. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 340. fundur - 13. maí 2014
    Til sýslumannsins á Siglufirði hefur leitað Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir, kt. 110243-6189 og óskað eftir útgáfu rekstrarleyfis á grundvelli 11. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, vegna reksturs gististaðar að Hólavegi 31, Siglufirði.

    Þar sem um nýjan stað er að ræða er sótt um nýtt rekstrarleyfi gististaðar skv. II. flokki 3. gr. laganna, en nánar tiltekið er um að ræða gistingu í íbúð án veitinga.

    Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007, er þess hér með farið á leit að sveitarstjórn veiti skriflega umsögn um umsóknina og staðfesti að afgreiðslutími og staðsetning staðar sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
    Bæjarráð gerir ekki athugasemd við fram lagða umsókn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 340. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 340. fundur - 13. maí 2014
    Lagt fram bréf frá Valtý Sigurðssyni dags. 29. apríl 2014. Vísar hann í greinargerð frá Einari Hrafni Hjálmarssyni verkfræðingi sem ber heitið "Færsla byrjunarsvæðis skíðasvæðis í Skarðsdal".
    Þar kemur fram að um sé að ræða þrjá valkosti í samanburði við núverandi staðsetningu.
    Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir fundi með fulltrúum Vegagerðar ríkisins og fulltrúum Leyningsáss ses.
    Bókun fundar Afgreiðsla 340. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 340. fundur - 13. maí 2014
    Lagt fram minnisbréf frá deildarstjóra tæknideildar dags. 7. maí er varðar sandburð í Ólafsfjarðarvatn.
    Bæjarráð felur bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að óska eftir fundi með Vegagerð ríkisins til að ræða leiðir til að koma í veg fyrir að sandur safnist ofan og neðan við brú.
    Bókun fundar Afgreiðsla 340. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 340. fundur - 13. maí 2014
    Lögð fram til kynningar samþykkt um stjórn Fjallabyggðar, sem staðfest var 5. maí sl. af Innanríkisráðuneytinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 340. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 340. fundur - 13. maí 2014
    Lögð fram greinargerð frá Capacent og fundargerð hafnarstjórnar frá 9. maí 2014.

    Hafnarstjórn ákvað á fundi sínum þann 7. apríl 2014 að fá ráðgjafafyrirtækið Capacent til þess að taka viðtöl og meta hæfni umsækjenda um stöðu yfirhafnavarðar.
    Capacent skilaði af sér rökstuddri niðurstöðu og telur einn umsækjanda hæfastan.
    Á fundi sínum dags 9. maí 2014 var það niðurstaða hafnarstjórnar að mæla með öðrum umsækjanda en Capacent mat hæfastan. Niðurstaða hafnarstjórnar var án rökstuðnings.

    Bæjarráð fer þess á leit við hafnarstjórn að hún rökstyðji niðurstöðu sína áður en bæjarráð tekur ákvörðun.
    Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir, Sigurður Hlöðvesson, Ingvar Erlingsson, Ólafur H. Marteinsson, Egill Rögnvaldsson og Helga Helgadóttir.<BR>Bæjarstjórn samþykkir með 8 atkvæðum að vísa þessum lið til fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs n.k. fimmtudag.</DIV><DIV>Þorbjörn Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu og umfjöllun þessa liðar.</DIV></DIV>

5.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 166. fundur - 30. apríl 2014

Málsnúmer 1404008FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 166. fundur - 30. apríl 2014
    Undir þessum lið hafði verslunarstjóri Samkaups Úrvals á Siglufirði óskað eftir því að mæta á fund nefndarinnar og ræða hugmyndir um breytt og bætt aðgengi að versluninni.
     
    Nefndin frestar erindinu vegna afboðunar verslunarstjóra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 166. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 166. fundur - 30. apríl 2014
    Fjallabyggð sækir um byggingarleyfi fyrir Ólafsveg 4 samkvæmt meðfylgjandi teikningum en áætlaðar breytingar stuðla að því að hægt verði að nýta húsnæðið undir bókasafn.
     
    Búið er að grenndarkynna framkvæmdina nálægum lóðarhöfum og fá samþykki þeirra fyrir breytingunum.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 166. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 166. fundur - 30. apríl 2014
    Magnús H. Ólafsson sækir um, fyrir hönd Kristlaugar Þ. Svavarsdóttur, byggingarleyfi fyrir einnar hæðar frístundahúsi í landi Skeggjabrekku í Ólafsfirði.
     
    Erindi samþykkt með fyrirvara um leyfi Fiskistofu þar sem fyrirhuguð bygging er innan við 100 metra frá Ólafsfjarðarvatni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 166. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 166. fundur - 30. apríl 2014
    Kristján E. Hjartarson sækir um, fyrir hönd Hallarinnar veitingahúss ehf., breytta notkun á eigninni Hafnargata 16. Sótt er um að húsið verði allt einn matshluti auk þess sem sótt er um byggingarleyfi fyrir útlitsbreytingum og leyfi til innréttingar íbúða á efri hæð hússins samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 166. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 166. fundur - 30. apríl 2014
    Hörður Ólafsson sækir um, fyrir hönd eiganda Ólafsvegar 5, Jóns Ásgeirssonar, leyfi til að klæða eignina að utan með hvítri Steni klæðningu.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 166. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 166. fundur - 30. apríl 2014
    Jón Jónsson, Bylgjubyggð 10 óskar eftir endurnýjun á áður fengnu leyfi til að breikka bílaplan og lækka gangstétt til samræmis við núverandi bílaplan við Bylgjubyggð 10.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 166. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 166. fundur - 30. apríl 2014
    Jóhann F. Sigurðsson sækir um lóðina Skógarstígur 10 á Saurbæjarás Siglufirði.
     
    Jafnframt lagður fram lóðarleigusamningur fyrir umrædda eign.
     
    Nefndin samþykkir úthlutun á lóð og fyrirliggjandi lóðarleigusamning.
    Bókun fundar Afgreiðsla 166. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 166. fundur - 30. apríl 2014
    Sigurjón Magnússon fyrir hönd Óslands ehf. sækir um endurnýjun stöðuleyfis 40 feta gáms sem stendur við Námuveg 6 í Ólafsfirði.
     
    Nefndin samþykkir stöðuleyfi í eitt ár og leggur til við tæknideild að hún endurskoði stöðuleyfisveitingar gáma með það að markmiði að gámar séu staðsettir á skipulögðum gámasvæðum í framtíðinni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 166. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 166. fundur - 30. apríl 2014
    Sigurjón Magnússon sækir um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám sem staðsettur er við Brimnes í Ólafsfirði.
     
    Nefndin samþykkir stöðuleyfi í eitt ár og leggur til við tæknideild að hún endurskoði stöðuleyfisveitingar gáma með það að markmiði að gámar séu staðsettir á skipulögðum gámasvæðum í framtíðinni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 166. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 166. fundur - 30. apríl 2014
    Lögð fram tvö bréf frá Róberti Guðfinnssyni, fyrir hönd Skollaskálar ehf., annars vegar varðandi frágang lóða á hafnarsvæðinu og hins vegar varðandi síldarþró SR-46 á Siglufirði.
     
    Óskar hann eftir fundi með bæjaryfirvöldum til að ræða samráð svo heildarmynd náist á hafnarsvæðinu, þ.e. í kringum Ránargötu 1b, Ránargötu 3b og aðliggjandi lóðir.
     
    Nefndin fagnar því að farið verði í fegrun umhverfis á umræddum lóðum og felur tæknideild að hafa samráð við Skollaskál ehf. varðandi frágang á aðliggjandi lóðum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 166. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 166. fundur - 30. apríl 2014
    Lögð fram til kynningar uppfærð kort með snjómokstursreglum Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 166. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 166. fundur - 30. apríl 2014
    Ársfundur Umhverfisstofnunar verður haldinn þann 9. maí næstkomandi.
     
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 166. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

6.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 7. fundur - 5. maí 2014

Málsnúmer 1404007FVakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 7. fundur - 5. maí 2014
    Lagður fram ársreikningur 2013 og fundargerð frá aðalfundi félagsins 16. apríl s.l.
    Einnig minnispunktar frá stjórnarmanni Fjallabyggðar Ingvari Erlingssyni.
    Þar kemur m.a. fram að stjórn Þjóðlagaseturs hefur skipað vinnuhóp sem gera skal tillögur að framtíðarlausn rekstursins og er stefnt að því að tillögur liggi fyrir í september 2014.
    Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar markaðs- og menningarmálanefndar staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 7. fundur - 5. maí 2014
    337. fundur bæjarráðs frá 16. apríl. 2014, samþykkti fyrir sitt leyti tillögu að þjónustusamningi við Sigurhæðir ses um rekstur Náttúrugripasafnsins í Ólafsfirði.
    Þar kemur fram m.a. að Fjallbyggð afhendir Sigurhæð ses til eignar Náttúrugripasafn Ólafsfjarðar með öllum þeim munum sem eru staðsettir að Aðalgötu 14, Ólafsfirði og einnig þeim munum sem eru í eigu safnsins í geymslum annars staðar.
    Safnið verði staðsett í náinni framtíð í leiguhúsnæði að Aðalgötu 14 eins og verið hefur, og mun Sigurhæð ses sjá um að það verði opið almenningi til skoðunar yfir sumartímann og á öðrum tímum ef þurfa þykir og/eða eftir samkomulagi við skoðendur.
    Sigurhæð ses mun sjá um rekstur safnsins og þar með talið mannahald og sér um að safnið sé vátryggt sem næst raunvirði þess.
    Sigurhæð ses mun kappkosta að ganga vel um safnið og varðveita það á þann hátt að gripirnir haldi núverandi útliti til langs tíma.
    Stofnendur Sigurhæðar ses. eru Fjallabyggð annars vegar og hins vegar Hollvinafélag Sigurhæðar.

    Markaðs- og menningarnefnd lýsir ánægju sinni með fram komnar hugmyndir að samningi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar markaðs- og menningarmálanefndar staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 7. fundur - 5. maí 2014

    Á 337. fundi bæjarráðs 16. apríl 2014 var kynnt tilboð frá fyrirtækinu Rannsóknir og ráðgjöf er varðar að vinna úr og bera saman niðurstöður um komu erlenda ferðamanna til Ólafsfjarðar og Siglufjarðar á árunum 2007, 2010 og 2013 við Eyjafjarðarsvæðið. Talið er að slík samantekt sé gagnleg sem grunngagn fyrir stefnumótun í ferðaþjónustu fyrir sveitarfélagið.

    Bæjarráð vísaði málinu til umfjöllunar í markaðs- og menningarnefnd.

    Verið er að vinna að ferðamálastefnu fyrir sveitarfélagið sem á að liggja fyrir í byrjun september 2014 og leggur markaðs- og menningarnefnd til við bæjarráð að tilboðinu verði tekið.

    Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tóku Sigurður Hlöðvesson og Sigurður V Ásbjarnarson.<BR>Bæjarstjórn samþykkti með 9 atkvæðum að vísa þessum lið til fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.</DIV></DIV>
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 7. fundur - 5. maí 2014
    Lögð fram drög að samningi um rekstur og umsjón tjaldsvæða á Siglufirði, samskonar og hefur verið gerður undanfarin ár við Baldvin Júlíusson og Margréti Sveinbergsdóttur.
    Eftir umræður samþykkir markaðs- og menningarnefnd drög að samningi með áorðnum breytingum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar markaðs- og menningarmálanefndar staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 7. fundur - 5. maí 2014
    Hinn árlegi eyfirski safnadagur var haldinn laugardaginn 3. maí.
    Frítt var í söfn á svæðinu.
    Samsýning safna verður í Hofi á Akureyri, fram á sumar, með handverk sem aðalþema.
    Aðsókn að Náttúrugripasafninu og Síldarminjasafninu, sem voru þátttakendur í Eyfirska safnadeginum, var svipuð og árið 2013.
    Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar markaðs- og menningarmálanefndar staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 6.6 1404056 17. júní 2014
    Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 7. fundur - 5. maí 2014
    Markaðs- og menningarfulltrúi gerði grein fyrir viðræðum sem hafa átt sér stað við Menningar-fræðslunefnd slökkviliðsins í Ólafsfirði.
    Drög að samningi vegna hátíðarhaldanna voru lögð fram til kynningar. Rætt var um tölvupóst frá Arnari F. Þrastarsyni þar sem bent er á fyrri samþykktir menningarnefndar Fjallabyggðar frá árunum 2011 - 2013 um framkvæmd hátíðarhaldanna.

    Markaðs- og menningarnefnd leggur áherslu á að viðhaldið sé þeim hefðum sem skapast hafa í báðum byggðakjörnum og felur markaðs- og menningarfulltrúa að leggja tillögu fyrir næsta fund nefndarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar markaðs- og menningarmálanefndar staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 7. fundur - 5. maí 2014
    Fundargerð frá 30. apríl 2014, lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar markaðs- og menningarmálanefndar staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 7. fundur - 5. maí 2014
    Rekstraryfirlit fyrstu tvo mánuði ársins lagt fram til kynningar.
    Niðurstaða fyrir menningarmál er 14,6 millj. kr. sem er 97% af áætlun tímabilsins sem var 15,1 millj. kr.
    Niðurstaða fyrir atvinnu- og ferðamál er 1,8 millj. kr. sem er 85% af áætlun tímabilsins sem var 2,1 millj. kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar markaðs- og menningarmálanefndar staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 7. fundur - 5. maí 2014 Annað Landsmót kvæðamanna var haldið á Siglufirði helgina 28. - 30. mars s.l. Mótið tókst í alla staði mjög vel enda veður stórkostlegt og margir kvæðamenn mættir til að skemmta sér saman.
    Ríma - kvæðamannafélag í Fjallabyggð hélt mótið, sá um fjáröflun, undirbúning og skipulag í alla staði.
    Styrkur Fjallabyggðar var veigamikill þáttur í því að hægt var halda landsmótið og kunna kvæðamenn allir Fjallabyggð miklar þakkir fyrir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar markaðs- og menningarmálanefndar staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 7. fundur - 5. maí 2014
    Lagðar fram til kynningar tillögur er varðar landnýtingu og skipulag Leirutanga á Siglufirði sunnan innri hafnarinnar.
    Einnig lögð fram fundargerð samráðsnefndar fulltrúa Rauðku og Fjallabyggðar frá 27. mars og 14. apríl 2014.
    Þar kemur m.a. fram að gert er ráð fyrir óbreyttri staðsetningu tjaldsvæðis við torgið á Siglufirði næstu tvö árin.
    Bæjarstjóri kynnti fyrir nefndarmönnum hugmyndir að friðlandi fugla, útivistar- og tjaldsvæði á Leirutanga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar markaðs- og menningarmálanefndar staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 7. fundur - 5. maí 2014
    Lögð fram til kynningar skýrsla Þórodds Bjarnasonar og Kjartans Ólafssonar, Háskólanum á Akureyri, um skammtímaáhrif Héðinsfjarðarganga á mannfjöldaþróun í Fjallabyggð.

    Meginniðurstaða þessarar rannsóknar er sú að Héðinsfjarðargöngin hafi aukið byggðafestu á norðanverðum Tröllaskaga.

    Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar markaðs- og menningarmálanefndar staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

7.Yfirkjörstjórn við alþingis og sveitarstjórnakosningar - 16. fundur - 6. maí 2014

Málsnúmer 1405001FVakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.
  • 7.1 1405012 Undirbúningur sveitarstjórnarkosninga 31. maí 2014
    Yfirkjörstjórn við alþingis og sveitarstjórnakosningar - 16. fundur - 6. maí 2014
    1.  Aðsetur yfirkjörstjórnar
    a.  Ámundi Gunnarsson og Magnús Eiríksson munu taka við framboðslistum á Ráðhúsi Fjallabyggðar að Gránugötu 24, 2. hæð, milli kl. 11 og 12 laugardaginn 10. maí nk.
    b.  Á kjördag verður aðsetur yfirkjörstjórna í Ráðhúsi Fjallabyggðar 2. hæð.

    2.  Auglýsing um aðsetur kjörstjórnar, um framboðsfrest og leiðbeiningar.
    Formaður yfirkjörstjórnar sendir auglýsingu í Tunnuna.

    3.  Móttaka framboðslista
    Sbr. 1a

    4.  Fundur yfirkjörstjórna 11. maí 2014 verður í Ráðhúsi Fjallabyggðar Siglufirði þar sem:
    a.  úrskurðað verður um framboðslista
    b.  listabókstöfum úthlutað

    5.  Auglýsing framboða
    Framboð verða auglýst í Tunnunni, sem verður útgefin miðvikudaginn 14. maí 2014.  Formaður yfirkjörstjórnar sendir auglýsingu á þriðjudag f.h.

    6.  Prentun kjörseðla
    Kjörseðlar verða prentaðir í Tunnunni, í hlutlausum lit.

    7.  Auglýsing kjördeilda og opnunartími
    Auglýst verður í Tunnunni og á vef Fjallabyggðar einni og hálfri viku fyrir kosningar og í sömu viku.
    Kosið verður í Menntaskólanum í Ólafsfirði og í Ráðhúsinu á Siglufirði, opnunartími verður ákveðinn síðar.

    8.  Vinna á kjördag
    a.  viðvera yfirkjörstjórnar
    verður í Ráðhúsi Siglufjarðar meðan kosið verður og fram eftir nóttu
    b.  söfnun atkvæða
    skiptikassar verða um kl. 4-5, fá lögreglu til að koma með hann úr Ólafsfirði, undirkjörstjórn kemur með seinni kassann eftir lokun og afstemmingu
    c.  talning
    talið verður í Ráðhúsinu á Siglufirði
    d.  skýrslur til Hagstofu verða sendar með venjubundnum hætti

    9.  Útgáfa kjörbréfa
    Kjörbréf verða gefin út af yfirkjörstjórn á sérstökum fundi í byrjun júní.

    10. Formenn undirkjörstjórna sjá um undirbúning og framkvæmd í kjördeildum, s.s. klefa og kjörkassa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar yfirkjörstjórnar staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

8.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 9. fundur - 6. maí 2014

Málsnúmer 1404009FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 9. fundur - 6. maí 2014

    Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir, leikskólastjóri og Kristín H Karlsdóttir, aðstoðarleikskólastóri .
    Fylgdu þær úr hlaði greinargerð sinni um húsnæðismál Leikskála á Siglufirði. Í greinargerðinni kemur fram að húsnæði Leikskála rúmar ekki lengur starfsemina og leggja þær áherslu á að gripið verði til aðgerða sem fyrst. Benda þær á að umsóknum um leikskólapláss hefur fjölgað mjög umfram væntingar og skýrist þessi fjölgun af jákvæðri íbúaþróun í bæjarfélaginu. Telja leikskólastjórar raunhæfasta kostinn að að setja upp lausa kennslustofu á lóð leiksólans til að bregðast við vandanum.

    Fræðslu- og frístundanefnd tekur undir sjónarmið leikskólastjóranna og beinir þeim tilmælum til bæjaryfirvalda að þegar í stað verði leitað efir lausri kennslustofu til leigu til skemmri tíma, meðan ákvörðun er tekin um framhaldið.
    Jafnframt telur nefndin nauðsynlegt að ráðast í greiningarvinnu á framtíðarlausn húsnæðismála Leikskála.

    Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Sigurður Hlöðvesson og Ingvar Erlingsson.<BR>Afgreiðsla 9. fundar fræðslu- og frístundanefnar staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 9. fundur - 6. maí 2014

    Undir þessum lið sat Jónína Magnúsdóttir, skólastjóri GF.
    Jónína gerði grein fyrir skóladagatali grunnskólans fyrir skólaárið 2014-2015.  Að þessu sinni er skóladagatalið samræmt skóladagatali grunnskólans í Dalvíkurbyggð.

    Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir skóladagatalið fyrir sitt leyti.

    Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Sigurður Hlöðvesson og Ingvar Erlingsson.<BR>Afgreiðsla 9. fundar fræðslu- og frístundanefnar staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 9. fundur - 6. maí 2014

    Þjónustusamningar sem í gildi eru vegna skólamáltíða fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar renna út í júnímánuði.
    Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir að gerð verði skrifleg verðfyrirspurn, skv. 20. gr. innkaupareglna Fjallabyggðar og send þjónustuaðilum fyrir 10. maí næst komandi.
    Nefndin leggur til að nýir þjónustusamningar gildi til næstu tveggja ára.

    Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar fræðslu- og frístundanefnar staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 9. fundur - 6. maí 2014

    Undir þessum lið sat Jónína Magnúsdóttir, skólastjóri GF.
    Jónína gerði grein fyrir niðurstöðum Olweusarkönnunar 2013. Einelti mælist 2,3% (5,1% árið 2012). Á landsvísu mælist einelti 4,5%.
    Hægt er að nálgast niðurstöður á heimasíðu grunnskólans á slóðinni: http://grunnskoli.fjallabyggd.is/static/files/olweus/nidurtodur-eineltiskonnunar.pdf

    Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar fræðslu- og frístundanefnar staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 9. fundur - 6. maí 2014

    Rekstraryfirlit fyrir fyrstu tvo mánuði ársins lagt fram til kynningar. Niðurstaða fyrir fræðslumál er 103,1 millj. kr. sem er 105% af áætlun tímabilsins sem var 98,1 millj. kr.
    Niðurstaða fyrir æskulýðs- og íþróttamál er 33,5 millj. kr. sem er 102% af áætlun tímabilsins sem var 32,9 millj. kr.

    Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar fræðslu- og frístundanefnar staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 9. fundur - 6. maí 2014

    Fræðslu- og frístundanefnd hefur borist áskorun frá 40 notendum líkamsræktaraðstöðu í Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar á Siglufirði um endurnýjun á tækjabúnaði í líkamsræktaraðstöðunni. Benda þau á að mörg tækin séu úrelt og slitin og af þeim geti stafað slysahætta. Telja þau að ef í endurnýjunina yrði ráðist megi fullvíst telja að notendum fjölgi, sem er til hagsbóta fyrir sveitarfélagið, bæði fjárhagslega og heilsufarslega. Hvetja undirrituð nefndarmenn til að íhuga þessa áskorun vel og vandlega.

    Fræðslu- og frístundanefnd þakkar fyrir góð og gild rök og vísar málinu til gerð næstu fjárhagsáætlunar.

    Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tók Sigurður Hlöðvesson.<BR>Afgreiðsla 9. fundar fræðslu- og frístundanefnar staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV>
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 9. fundur - 6. maí 2014

    Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir að vinna verði sett af stað við gerð samstarfssamnings milli Fjallabyggðar og UÍF. Markmið samningsins verði m.a. að auka gæði íþróttastarfs í Fjallabyggð, vinna að heilsueflingu innan bæjarfélagsins, efla forvarnarstarf íþróttafélaganna og efla samstarf og samráð UÍF og Fjallabyggðar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar fræðslu- og frístundanefnar staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 9. fundur - 6. maí 2014

    Deildarstjóri lagði fram drög að samningum við Golfklúbb Ólafsfjarðar, Golfklúbb Siglufjarðar, Hestamannafélagið Gnýfara og Hestamannafélagið Glæsi.

    Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir drögin fyrir sitt leyti.

    Bókun fundar <DIV>Til máls tók Sigurður Hlöðvesson.<BR>Afgreiðsla 9. fundar fræðslu- og frístundanefnar staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 9. fundur - 6. maí 2014

    Undirbúningur fyrir Vinnuskólann á komandi sumri stendur nú sem hæst. Gengið hefur verið frá ráðningu flokkstjóra og auglýsing um skráningu nemenda verður birt í næstu Tunnu.
    Umsóknarfrestur um starf hjá vinnuskólanum er til 20. maí næst komandi.
    Vinnuskólinn hefur starfsemi sína 10. júní og mun starfsemin vera með hefðbundnu sniði.
    Árgangur 2000 fær vinnu í 4 vikur, árgangur 1999 í 5 vikur og árgangar 1998 og 1997 í 8 vikur.

    Bókun fundar <DIV>Til máls tók Sólrún Júlíusdóttir.<BR>Afgreiðsla 9. fundar fræðslu- og frístundanefnar staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 9. fundur - 6. maí 2014

    Lagður fram kynningarbæklingur frá Codland efh um vinnuskóla um sjávarútveg.

    Fræðslu- og frístundanefnd telur verkefnið áhugavert, en kostnaður er umfram það sem nefndin hefur til ráðstöfunar fyrir verkefni vinnuskólans sumarið 2014.

    Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar fræðslu- og frístundanefnar staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 9. fundur - 6. maí 2014

    Á fundi fræðslu- og frístundanefndar þann 7. febrúar s.l. var tekið fyrir erindi frá Jónínu Magnúsdóttur, skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar um leyfi frá störfum næsta skólaár, til þess að sinna endurmenntun.
    Meðan á námsleyfi Jónínu stendur mun Ríkey Sigurbjörnsdóttir, aðstoðarskólastjóri og staðgengill skólastjóra gegna stöðu skólastjóra GF, skólaárið 2014-2015.

    Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar fræðslu- og frístundanefnar staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

9.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 80. fundur - 8. maí 2014

Málsnúmer 1405002FVakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 80. fundur - 8. maí 2014
    Félagsmálanefnd leggur til við bæjaryfirvöld að leiguíbúð nr. 113 í Skálarhlíð, verði skilgreind sérstaklega sem búsetuúrræði fyrir fatlaða. Hér er átt við fatlaða fullorðna einstaklinga sem eru á biðlista eftir búsetu við hæfi í Fjallabyggð og eiga á rétt á sértækri þjónustu í skilningi laga nr. 59/1992 um málefni fatlaða.
    Við úthlutun íbúðarinnar verði í megin atriðum farið eftir reglum um úthlutun leiguíbúða á vegum bæjarfélagsins en auk þess verði lagt mat á þjónustuþörf viðkomandi ásamt aldri fyrirliggjandi umsókna um búsetuþjónustu.
    Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 80. fundar félagsmálanefndar staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 80. fundur - 8. maí 2014
    Félag eldri borgara á Ólafsfirði hefur leitað eftir styrk til félagsþjónustunnar vegna reksturs á húseign félagsins að Bylgjubyggð 2b.
    Félagsmálanefnd samþykkir styrkupphæð kr. 160.000.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tók Sigurður Hlöðvesson.<BR>Afgreiðsla 80. fundar félagsmálanefndar staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 80. fundur - 8. maí 2014
    Umræður um þjónustukönnun meðal eldra fólks í Fjallabyggð. Niðurstöður könnunarinnar eru jákvæðar og er eldra fólk í bæjarfélaginu almennt ánægt með þjónustu bæjarfélagsins.
    Hins vegar eru ýmis mál sem þarf að færa til betri vegar, sérstaklega það sem snýr að aðkomu bæjarfélagsins að félags- og tómstundastarfi eldra fólks, einkum í Ólafsfirði.
    Nefndin lýsir ánægju sinni með framkvæmd könnunarinnar og störf þeirra sem að henni stóðu.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tók Sigurður Hlöðvesson.<BR>Afgreiðsla 80. fundar félagsmálanefndar staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 80. fundur - 8. maí 2014
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 80. fundar félagsmálanefndar staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 80. fundur - 8. maí 2014
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 80. fundar félagsmálanefndar staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 80. fundur - 8. maí 2014
    Margrét Guðmundsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið. Fyrir liggur styrkbeiðni vegna sjálfstyrkingarnámskeiðs fyrir drengi í 5.-10. bekk grunnskólans.
    Félagsmálanefnd samþykkir að veita kr. 60.000 styrk fyrir verkefnið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 80. fundar félagsmálanefndar staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 80. fundur - 8. maí 2014

    Deildarstjóri sagði frá heimsókn Velferðarnefndar Alþingis í Iðjuna á Siglufirði þann 28. mars síðast liðinn.

    Bókun fundar Afgreiðsla 80. fundar félagsmálanefndar staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 80. fundur - 8. maí 2014

    Rekstraryfirlit fyrir fyrstu tvo mánuði ársins lagt fram til kynningar. Niðurstaða fyrir félagsmál er 12,0 millj. kr. sem er 74% af áætlun tímabilsins sem var 16,3 millj. kr.

    Bókun fundar Afgreiðsla 80. fundar félagsmálanefndar staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 80. fundur - 8. maí 2014
    Fundargerðir þjónustuhóps málefna fatlaðra frá 5. febrúar og 25. mars 2014 lagðar fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 80. fundar félagsmálanefndar staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

10.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 57. fundur - 9. maí 2014

Málsnúmer 1405003FVakta málsnúmer

Hafnarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
Þorbjörn Sigurðsson vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu fundargerðar.

  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 57. fundur - 9. maí 2014
    Á fundinum var fjarfundarsamband við Þóru Pétursdóttur, ráðgjafa hjá Capacent.
    Þóra lagði fram sína tillögu um umsækjendur og vék síðan af fundi.
    Eftir umræður og yfirferð Capacent um umsækjendur var niðurstaða hafnarstjórnar, að mæla með því, að í starf yfirhafnarvarðar yrði ráðinn Kristinn Kristjánsson.

    Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
     
    Bókun fundar <DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir, Sigurður Hlöðvesson, Ingvar Erlingsson, Ólafur H. Marteinsson, Egill Rögnvaldsson og Helga Helgadóttir.<BR>Bæjarstjórn samþykkir með 8 atkvæðum að vísa þessum lið til fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs n.k. fimmtudag.</DIV><DIV>Þorbjörn Sigurðsson vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu þessa liðar.</DIV></DIV></DIV></DIV>

11.Sveitarstjórnarkosningar 31. maí 2014

Málsnúmer 1402011Vakta málsnúmer

Í bréfi frá Þjóðskrá dagsett 14. maí 2014, eru upplýsingar og leiðbeiningar um sveitarstjórnarkosningar 2014.
Með bréfinu fylgdu 3 eintök af kjörskrárstofni.
Samkvæmt kjörskrárstofni eru 1611 á kjörskrá í Fjallabyggð.
Á Siglufirði eru 975 á kjörskrá og í Ólafsfirði 636.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða kjörskrá.
Kjörskráin mun liggja frammi almenningi til sýnis á bæjarskrifstofu Fjallabyggðar frá 21. maí 2014.

12.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 58

Málsnúmer 1405005FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
Þorbjörn Sigurðsson vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu fundargerðar.

  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 58
    Hafnarstjóri fór yfir rekstur hafnarinnar og sat umræður um fyrri dagskrárlið þessa fundar.
    Lagði hann fram rekstraryfirlit fyrir hafnarsjóð og er niðurstaðan um 1.1 m.kr., sem er 82% af áætlun tímabilsins.
    Tekjur eru lægri en tímabils áætlunin gerði ráð fyrir, en launaliðir og annar rekstur vegur það upp.
    Hafnarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með góðan rekstur á fyrstu mánuðum ársins.
    Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 58. fundar hafnarstjórnar staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 58
    Formaður hafnarstjórnar lagði fram bréf bæjarstjóra frá 14. maí 2014.  Þar kemur fram að á 340. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar þann 13. maí  2014 hafi verið tekin fyrir fundargerð hafnarstjórnar frá 9. maí  2014.  Í fundargerð hafnarstjórnar kom fram að mælt er með öðrum umsækjanda en Capacent mat hæfastan. Niðurstaða hafnarstjórnar var án rökstuðnings.
    Bæjarráð fer því þess á leit við hafnarstjórn að hún rökstyðji niðurstöðu sína áður en bæjarráð tekur endanlega ákvörðun í máli þessu.
    Formaður hafnarstjórnar lagði fram tölvupóst dags. 15. maí 2014,  en þar kemur fram neðanritað
      

    "Vinsamlegast birtið opinberlega.

    Í ljósi þeirrar umræðu sem hefur verið og þeirra viðbragða sem ég hef fengið vegna ráðningar í stöðu yfirhafnarvarðar langar mig til þess koma réttum upplýsingum á framfæri.

    Þrátt fyrir að hafnarnefnd hafi gengið gegn niðurstöðu ráðningafyrirtækis og ákveðið að mæla með mér í starfið hef ég ekki verið ráðinn.  Það kemur skýrt fram í fundargerð bæjarráðs.

    Það er vegna þess sem ég hef nefnt hér að ofan að ég hef ákveðið að draga umsókn mína tilbaka og er það ósk mín að það muni skapa sátt í samfélaginu og einfalda ráðningu nýs yfirhafnarvarðar.

    Ég vil nota tækifærið og óska nýjum yfirhafnarverði alls hins besta.

    Bestu kveðjur,
    Kristinn Kristjánsson"

    Hafnarstjórn lýsir vonbrigðum með að sá umsækjandi sem nefndin mælti eindregið með í starf yfirhafnarvarðar í Fjallabyggð hafi dregið umsókn sína til baka.


    Eftir umræður og yfirferð ákvað hafnarstjórn að vísa málinu til bæjarráðs og til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn Fjallabyggðar.
    Bókun fundar <DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir, Sigurður Hlöðvesson, Ingvar Erlingsson, Ólafur H. Marteinsson, Egill Rögnvaldsson og Helga Helgadóttir.<BR>Bæjarstjórn samþykkir með 8 atkvæðum að vísa þessum lið til fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs n.k. fimmtudag.</DIV><DIV> </DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>

13.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2014 og 2015 - 2017

Málsnúmer 1401087Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðaukatillögu.
Í tillögu 2 að viðauka við fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir útgjaldabreytingu á rekstri fyrir árið 2014, að upphæð 1.060.000. Rekstrarniðurstaða verður því jákvæð um 93.998.000 í stað 95.058.000.
Gert er ráð fyrir aukinni fjárhæð til framlaga vegna "Sjávardýragarðs" og Sigurhæða ses.
Breyting samkvæmt tillögu er fjármögnuð með eigin fé.

Fundi slitið - kl. 19:00.