Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 7. fundur - 5. maí 2014

Málsnúmer 1404007F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 101. fundur - 20.05.2014

Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 7. fundur - 5. maí 2014
    Lagður fram ársreikningur 2013 og fundargerð frá aðalfundi félagsins 16. apríl s.l.
    Einnig minnispunktar frá stjórnarmanni Fjallabyggðar Ingvari Erlingssyni.
    Þar kemur m.a. fram að stjórn Þjóðlagaseturs hefur skipað vinnuhóp sem gera skal tillögur að framtíðarlausn rekstursins og er stefnt að því að tillögur liggi fyrir í september 2014.
    Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar markaðs- og menningarmálanefndar staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 7. fundur - 5. maí 2014
    337. fundur bæjarráðs frá 16. apríl. 2014, samþykkti fyrir sitt leyti tillögu að þjónustusamningi við Sigurhæðir ses um rekstur Náttúrugripasafnsins í Ólafsfirði.
    Þar kemur fram m.a. að Fjallbyggð afhendir Sigurhæð ses til eignar Náttúrugripasafn Ólafsfjarðar með öllum þeim munum sem eru staðsettir að Aðalgötu 14, Ólafsfirði og einnig þeim munum sem eru í eigu safnsins í geymslum annars staðar.
    Safnið verði staðsett í náinni framtíð í leiguhúsnæði að Aðalgötu 14 eins og verið hefur, og mun Sigurhæð ses sjá um að það verði opið almenningi til skoðunar yfir sumartímann og á öðrum tímum ef þurfa þykir og/eða eftir samkomulagi við skoðendur.
    Sigurhæð ses mun sjá um rekstur safnsins og þar með talið mannahald og sér um að safnið sé vátryggt sem næst raunvirði þess.
    Sigurhæð ses mun kappkosta að ganga vel um safnið og varðveita það á þann hátt að gripirnir haldi núverandi útliti til langs tíma.
    Stofnendur Sigurhæðar ses. eru Fjallabyggð annars vegar og hins vegar Hollvinafélag Sigurhæðar.

    Markaðs- og menningarnefnd lýsir ánægju sinni með fram komnar hugmyndir að samningi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar markaðs- og menningarmálanefndar staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 7. fundur - 5. maí 2014

    Á 337. fundi bæjarráðs 16. apríl 2014 var kynnt tilboð frá fyrirtækinu Rannsóknir og ráðgjöf er varðar að vinna úr og bera saman niðurstöður um komu erlenda ferðamanna til Ólafsfjarðar og Siglufjarðar á árunum 2007, 2010 og 2013 við Eyjafjarðarsvæðið. Talið er að slík samantekt sé gagnleg sem grunngagn fyrir stefnumótun í ferðaþjónustu fyrir sveitarfélagið.

    Bæjarráð vísaði málinu til umfjöllunar í markaðs- og menningarnefnd.

    Verið er að vinna að ferðamálastefnu fyrir sveitarfélagið sem á að liggja fyrir í byrjun september 2014 og leggur markaðs- og menningarnefnd til við bæjarráð að tilboðinu verði tekið.

    Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tóku Sigurður Hlöðvesson og Sigurður V Ásbjarnarson.<BR>Bæjarstjórn samþykkti með 9 atkvæðum að vísa þessum lið til fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.</DIV></DIV>
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 7. fundur - 5. maí 2014
    Lögð fram drög að samningi um rekstur og umsjón tjaldsvæða á Siglufirði, samskonar og hefur verið gerður undanfarin ár við Baldvin Júlíusson og Margréti Sveinbergsdóttur.
    Eftir umræður samþykkir markaðs- og menningarnefnd drög að samningi með áorðnum breytingum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar markaðs- og menningarmálanefndar staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 7. fundur - 5. maí 2014
    Hinn árlegi eyfirski safnadagur var haldinn laugardaginn 3. maí.
    Frítt var í söfn á svæðinu.
    Samsýning safna verður í Hofi á Akureyri, fram á sumar, með handverk sem aðalþema.
    Aðsókn að Náttúrugripasafninu og Síldarminjasafninu, sem voru þátttakendur í Eyfirska safnadeginum, var svipuð og árið 2013.
    Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar markaðs- og menningarmálanefndar staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .6 1404056 17. júní 2014
    Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 7. fundur - 5. maí 2014
    Markaðs- og menningarfulltrúi gerði grein fyrir viðræðum sem hafa átt sér stað við Menningar-fræðslunefnd slökkviliðsins í Ólafsfirði.
    Drög að samningi vegna hátíðarhaldanna voru lögð fram til kynningar. Rætt var um tölvupóst frá Arnari F. Þrastarsyni þar sem bent er á fyrri samþykktir menningarnefndar Fjallabyggðar frá árunum 2011 - 2013 um framkvæmd hátíðarhaldanna.

    Markaðs- og menningarnefnd leggur áherslu á að viðhaldið sé þeim hefðum sem skapast hafa í báðum byggðakjörnum og felur markaðs- og menningarfulltrúa að leggja tillögu fyrir næsta fund nefndarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar markaðs- og menningarmálanefndar staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 7. fundur - 5. maí 2014
    Fundargerð frá 30. apríl 2014, lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar markaðs- og menningarmálanefndar staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 7. fundur - 5. maí 2014
    Rekstraryfirlit fyrstu tvo mánuði ársins lagt fram til kynningar.
    Niðurstaða fyrir menningarmál er 14,6 millj. kr. sem er 97% af áætlun tímabilsins sem var 15,1 millj. kr.
    Niðurstaða fyrir atvinnu- og ferðamál er 1,8 millj. kr. sem er 85% af áætlun tímabilsins sem var 2,1 millj. kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar markaðs- og menningarmálanefndar staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 7. fundur - 5. maí 2014 Annað Landsmót kvæðamanna var haldið á Siglufirði helgina 28. - 30. mars s.l. Mótið tókst í alla staði mjög vel enda veður stórkostlegt og margir kvæðamenn mættir til að skemmta sér saman.
    Ríma - kvæðamannafélag í Fjallabyggð hélt mótið, sá um fjáröflun, undirbúning og skipulag í alla staði.
    Styrkur Fjallabyggðar var veigamikill þáttur í því að hægt var halda landsmótið og kunna kvæðamenn allir Fjallabyggð miklar þakkir fyrir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar markaðs- og menningarmálanefndar staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 7. fundur - 5. maí 2014
    Lagðar fram til kynningar tillögur er varðar landnýtingu og skipulag Leirutanga á Siglufirði sunnan innri hafnarinnar.
    Einnig lögð fram fundargerð samráðsnefndar fulltrúa Rauðku og Fjallabyggðar frá 27. mars og 14. apríl 2014.
    Þar kemur m.a. fram að gert er ráð fyrir óbreyttri staðsetningu tjaldsvæðis við torgið á Siglufirði næstu tvö árin.
    Bæjarstjóri kynnti fyrir nefndarmönnum hugmyndir að friðlandi fugla, útivistar- og tjaldsvæði á Leirutanga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar markaðs- og menningarmálanefndar staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 7. fundur - 5. maí 2014
    Lögð fram til kynningar skýrsla Þórodds Bjarnasonar og Kjartans Ólafssonar, Háskólanum á Akureyri, um skammtímaáhrif Héðinsfjarðarganga á mannfjöldaþróun í Fjallabyggð.

    Meginniðurstaða þessarar rannsóknar er sú að Héðinsfjarðargöngin hafi aukið byggðafestu á norðanverðum Tröllaskaga.

    Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar markaðs- og menningarmálanefndar staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.