Sveitarstjórnarkosningar 31. maí 2014

Málsnúmer 1402011

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 332. fundur - 19.02.2014

Lagðar fram upplýsingar um uppsetningu kjörskrár og skráningu kjördeilda.

 

Bæjarráð Fjallabyggðar - 338. fundur - 29.04.2014

Kosningar til sveitarstjórna mun fara fram laugardaginn 31. maí 2014.

Bæjarráð leggur til viðbæjarstjórna neðanritaða tillögu til afgreiðslu á næsta fundi bæjarstjórnar.

 

Tillaga vegna kosninga til sveitarstjórnar laugardaginn 31. maí 2014:
a) Umboð til bæjarráðs Fjallabyggðar til að staðfesta kjörskrá vegna kosninga til sveitarstjórnar sem fram fara þann 31. maí 2014 og fullnaðarumboð til að úrskurða um athugasemdir.

Bæjarstjórn samþykkir að veita bæjarráði fullnaðarumboð til að ganga frá kjörskrá vegna kosninga til sveitarstjórnar sem fram fara þann 31. maí 2014. Jafnframt veitir bæjarstjórn bæjarráði fullnaðarumboð til að úrskurða um athugasemdir sem kunna að berast vegna framlagðrar kjörskrár sbr. ákv. 10. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5. frá 6. mars 1998 með síðari breytingum.

b) Ákvörðun bæjarstjórnar um fjölda kjördeilda og kjörstaði vegna kosninga til sveitarstjórnar 31. maí 2014, sbr. 13. gr. IV. kafla laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5 frá 6. mars 1998 og sbr. 44 gr. IX. kafla sömu laga um kosningar til sveitarstjórna.
Sbr. 13. og 44. gr. laga um kosningar til sveitarstjórnar nr. 5 frá 6. mars 1998 með síðari breytingum samþykkir bæjarstjórn tvær kjördeildir í Fjallabyggð og verða þær annars vegar í ráðhúsinu Siglufirði og hins vegar í Menntaskólanum á Tröllaskaga, líkt og verið hefur undanfarnar kosningar.
Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 101. fundur - 20.05.2014

Í bréfi frá Þjóðskrá dagsett 14. maí 2014, eru upplýsingar og leiðbeiningar um sveitarstjórnarkosningar 2014.
Með bréfinu fylgdu 3 eintök af kjörskrárstofni.
Samkvæmt kjörskrárstofni eru 1611 á kjörskrá í Fjallabyggð.
Á Siglufirði eru 975 á kjörskrá og í Ólafsfirði 636.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða kjörskrá.
Kjörskráin mun liggja frammi almenningi til sýnis á bæjarskrifstofu Fjallabyggðar frá 21. maí 2014.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 103. fundur - 18.06.2014

Bæjarstjóri fór yfir fundargerð 20. fundar yfirkjörstjórnar við alþingis- og sveitarstjórnakosningar, sem haldinn var í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði 31. maí 2014 s.l. Niðurstaða kosninga er sem hér segir. Kjósendur á kjörskrá og greidd atkvæði: karlar konur allKjósendur á kjörskrá 813 798 1611 Atkvæði greidd á kjörfundi 585 571 1156 Utankjörfundaratkvæði 109 103 212 Alls greidd atkvæði 694 674 1368 Auðir seðlar voru 34 Ógildir voru 9 Gild atkvæði féllu þannig: atkvæði hlutfall í % kjörnir fulltrúar B listi Framsóknarmanna 213 16,08 1 D listi Sjálfstæðisflokks 389 29,36 2 F listi Fjallabyggðarlistans 382 28,83 2 S listi Jafnaðarmanna 341 25,74 2 Gild atkvæði alls 1325 Breytingar og útstrikanir á seðlum voru eftirfarandi: Hjá B-lista voru 26 seðlar breyttir. Hjá D-lista voru 26 seðlar breyttir. Hjá F-lista voru 4 seðlar breyttir. Hjá S-lista Jafnaðarmanna vor 2 breyttir seðlar. Útstrikanir og breytingar höfðu ekki áhrif á sætaskipan í sveitarstjórn og eru kjörnir aðal- og varamenn eftirtaldir: Aðalmenn: sæti nafn listi atkvæði í sæti 1 Sigríður Guðrún Hauksdóttir D 389 2 Magnús Jónasson F 382 3 Steinunn María Sveinsdóttir S 341 4 Sólrún Júlíusdóttir B 213 5 Helga Helgadóttir D 194,5 6 Kristinn Kristjánsson F 191 7 Kristjana R. Sveinsdóttir S 170,5 Varamenn: 1 Ásgeir Logi Ásgeirsson D 129,67 2 Ríkharður Hólm Sigurðsson F 127,33 3 Hilmar Elefsen S 113,67 4 Jón Valgeir Baldursson B 106,50 5 Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir D 97,50 6 Anna Þórisdóttir F 95,50 7 Nanna Árnadóttir S 85,25Kjörnir bæjarfulltrúar hafa fengið sín kjörbréf afhent.