Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 80. fundur - 8. maí 2014

Málsnúmer 1405002F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 101. fundur - 20.05.2014

Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 80. fundur - 8. maí 2014
    Félagsmálanefnd leggur til við bæjaryfirvöld að leiguíbúð nr. 113 í Skálarhlíð, verði skilgreind sérstaklega sem búsetuúrræði fyrir fatlaða. Hér er átt við fatlaða fullorðna einstaklinga sem eru á biðlista eftir búsetu við hæfi í Fjallabyggð og eiga á rétt á sértækri þjónustu í skilningi laga nr. 59/1992 um málefni fatlaða.
    Við úthlutun íbúðarinnar verði í megin atriðum farið eftir reglum um úthlutun leiguíbúða á vegum bæjarfélagsins en auk þess verði lagt mat á þjónustuþörf viðkomandi ásamt aldri fyrirliggjandi umsókna um búsetuþjónustu.
    Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 80. fundar félagsmálanefndar staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 80. fundur - 8. maí 2014
    Félag eldri borgara á Ólafsfirði hefur leitað eftir styrk til félagsþjónustunnar vegna reksturs á húseign félagsins að Bylgjubyggð 2b.
    Félagsmálanefnd samþykkir styrkupphæð kr. 160.000.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tók Sigurður Hlöðvesson.<BR>Afgreiðsla 80. fundar félagsmálanefndar staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 80. fundur - 8. maí 2014
    Umræður um þjónustukönnun meðal eldra fólks í Fjallabyggð. Niðurstöður könnunarinnar eru jákvæðar og er eldra fólk í bæjarfélaginu almennt ánægt með þjónustu bæjarfélagsins.
    Hins vegar eru ýmis mál sem þarf að færa til betri vegar, sérstaklega það sem snýr að aðkomu bæjarfélagsins að félags- og tómstundastarfi eldra fólks, einkum í Ólafsfirði.
    Nefndin lýsir ánægju sinni með framkvæmd könnunarinnar og störf þeirra sem að henni stóðu.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tók Sigurður Hlöðvesson.<BR>Afgreiðsla 80. fundar félagsmálanefndar staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 80. fundur - 8. maí 2014
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 80. fundar félagsmálanefndar staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 80. fundur - 8. maí 2014
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 80. fundar félagsmálanefndar staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 80. fundur - 8. maí 2014
    Margrét Guðmundsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið. Fyrir liggur styrkbeiðni vegna sjálfstyrkingarnámskeiðs fyrir drengi í 5.-10. bekk grunnskólans.
    Félagsmálanefnd samþykkir að veita kr. 60.000 styrk fyrir verkefnið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 80. fundar félagsmálanefndar staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 80. fundur - 8. maí 2014

    Deildarstjóri sagði frá heimsókn Velferðarnefndar Alþingis í Iðjuna á Siglufirði þann 28. mars síðast liðinn.

    Bókun fundar Afgreiðsla 80. fundar félagsmálanefndar staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 80. fundur - 8. maí 2014

    Rekstraryfirlit fyrir fyrstu tvo mánuði ársins lagt fram til kynningar. Niðurstaða fyrir félagsmál er 12,0 millj. kr. sem er 74% af áætlun tímabilsins sem var 16,3 millj. kr.

    Bókun fundar Afgreiðsla 80. fundar félagsmálanefndar staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 80. fundur - 8. maí 2014
    Fundargerðir þjónustuhóps málefna fatlaðra frá 5. febrúar og 25. mars 2014 lagðar fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 80. fundar félagsmálanefndar staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.