Bæjarráð Fjallabyggðar - 339. fundur - 6. maí 2014

Málsnúmer 1404010F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 101. fundur - 20.05.2014

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 339. fundur - 6. maí 2014
    Lagður fram ársreikningur sem og samþykktir félagsins, en halda á aðalfund Landskerfa bókasafna í Reykjavík 13. maí næstkomandi.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 339. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 339. fundur - 6. maí 2014
    Aðalfundur Málræktarfélagsins verður haldinn 6. júní á Hótel Sögu Snæfelli. Fjallabyggð hefur rétt á að skipa einn fulltrúa í fulltrúaráðið.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 339. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 339. fundur - 6. maí 2014

    Til sýslumannsins á Siglufirði hafa leitað Sigurður Svavarsson, kt. 260354-4699, og Shok Han Liu, kt. 070661-3229, Vesturgötu 1, 625 Ólafsfirði og óskað eftir útgáfu rekstrarleyfis á grundvelli 11. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, vegna reksturs gististaðar að Vesturgötu 1, Ólafsfirði, sbr. meðfylgjandi afrit af umsókninni.

    Þar sem um nýjan stað er að ræða er sótt um nýtt rekstrarleyfi gististaðar skv. I. flokki 3. gr. laganna, en nánar tiltekið er um að ræða gistingu í íbúð án veitinga.

    Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007, er þess hér með farið á leit að sveitarstjórn veiti skriflega umsögn um umsóknina og staðfesti að afgreiðslutími og staðsetning staðar sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

    Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við leyfið.

    Bókun fundar Afgreiðsla 339. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 339. fundur - 6. maí 2014
    Til sýslumannsins á Siglufirði hefur leitað Sigurjón Bjarnason, kt. 130867-4809, f.h. Olíuverzlunar Íslands, kt. 500269-3249 og óskað eftir útgáfu rekstrarleyfis á grundvelli 11. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, til handa Olíuverzlun Íslands, Tjarnargötu 6, 580 Siglufirði, sbr. meðfylgjandi afrit af umsókninni.
    Sótt er um endurnýjun á rekstrarleyfi veitingastaðar í I. flokki.

    Með vísan til 10. og 13. gr. laga nr. 85/2007, sbr. 21. gr. laganna, er þess hér með farið á leit að sveitarstjórn staðfesti að afgreiðslutími og staðsetning staðar sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

    Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu leyfisins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 339. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 339. fundur - 6. maí 2014

    Tillaga lögð fram á fundi bæjarráðs frá skrifstofu- og fjármálastjóra er varðar framlög til stjórnmálasamtaka og frambjóðenda en á grundvelli laga nr. 162 frá 2006 um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldur þeirra.  
    Lagt er til að framlag vegna 2014 verði kr. 360.000 og helmingi þess kr. 180.000 verði úthlutað í samræmi við ákvæði 5. gr. laganna, eftir kjörfylgi í kosningum 2010.
    Síðari hluta framlags kr. 180.000 verði úthlutað í samræmi við ákvæði 5. gr. laganna, eftir kjörfylgi í kosningum 2014.
    Framlög færist á fárhagsáætlunarlið 21-81 og komi fyrri hluti til greiðslu í maí 2014 og síðari hluti í júní 2014.

    Bæjarráð samþykkir framkomna tillögu.

    Bókun fundar Afgreiðsla 339. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 339. fundur - 6. maí 2014
    Lögð fram formleg beiðni um heimild til að sækja um lán til Umhverfisráðuneytisins/Ofanflóðanefndar vegna snjóflóðavarna 2012 og 2013.
    Bókfærður kostnaður í Fjallabyggð var kr. 248.021.213 og er gert ráð fyrir lánsumsókn upp á 10% af þeirri upphæð eða kr. 24.800.000.-.  

    Bæjarráð heimilar framkomna beiðni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 339. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 339. fundur - 6. maí 2014
    Umfjöllun bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál.
    Bókun fundar Afgreiðsla 339. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 339. fundur - 6. maí 2014
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 339. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 339. fundur - 6. maí 2014
    332. fundur bæjarráðs samþykkti að teknar yrðu upp viðræður um kröfuinnheimtu fyrir Fjallabyggð við Inkasso.
    Lagður fram samningur um innheimtu reikninga og vanskilakrafna í milliinnheimtu og löginnheimtu fyrir Fjallabyggð við Inkasso ehf. og Inkasso Löginnheimtu ehf.
    Einnig þjónustu og samstarfslýsing við Inkasso ehf.

    Bæjarráð samþykkir fram lagða samninga.

    Inkasso ehf. mun einnig taka að sér eldri gjaldfallnar innheimtukröfur sveitarfélagsins sem ekki hafa verið í sérstöku innheimtuferli.
    Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 339. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV><DIV>Sólrún Júlíusdóttir vék af fundi við afgreiðslu  þessa liðar.</DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 339. fundur - 6. maí 2014
    Lögð fram fyrirspurn frá forsvarsmanni hluta landeigenda á Siglunesi er varðar afgreiðslu bæjarráðs frá síðasta fundi.
    Einnig lögð fram tillaga að svari bæjarstjóra er varðar umrætt erindi.
     
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 339. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.