Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

9. fundur 06. maí 2014 kl. 16:00 - 16:00 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður
  • Ásdís Pálmadóttir aðalmaður
  • Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri
  • Haukur Sigurðsson íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Jakob Kárason varamaður
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson deildarstjóri fjölskyldudeildar

1.Húsnæðismál Leikskála

Málsnúmer 1404070Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir, leikskólastjóri og Kristín H Karlsdóttir, aðstoðarleikskólastóri .
Fylgdu þær úr hlaði greinargerð sinni um húsnæðismál Leikskála á Siglufirði. Í greinargerðinni kemur fram að húsnæði Leikskála rúmar ekki lengur starfsemina og leggja þær áherslu á að gripið verði til aðgerða sem fyrst. Benda þær á að umsóknum um leikskólapláss hefur fjölgað mjög umfram væntingar og skýrist þessi fjölgun af jákvæðri íbúaþróun í bæjarfélaginu. Telja leikskólastjórar raunhæfasta kostinn að að setja upp lausa kennslustofu á lóð leiksólans til að bregðast við vandanum.

Fræðslu- og frístundanefnd tekur undir sjónarmið leikskólastjóranna og beinir þeim tilmælum til bæjaryfirvalda að þegar í stað verði leitað efir lausri kennslustofu til leigu til skemmri tíma, meðan ákvörðun er tekin um framhaldið.
Jafnframt telur nefndin nauðsynlegt að ráðast í greiningarvinnu á framtíðarlausn húsnæðismála Leikskála.

2.Skóladagatal Grunnskóla Fjallabyggðar 2014 - 2015

Málsnúmer 1404071Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Jónína Magnúsdóttir, skólastjóri GF.
Jónína gerði grein fyrir skóladagatali grunnskólans fyrir skólaárið 2014-2015.  Að þessu sinni er skóladagatalið samræmt skóladagatali grunnskólans í Dalvíkurbyggð.

Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir skóladagatalið fyrir sitt leyti.

3.Skólamötuneyti veturinn 2014-2015

Málsnúmer 1405001Vakta málsnúmer

Þjónustusamningar sem í gildi eru vegna skólamáltíða fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar renna út í júnímánuði.
Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir að gerð verði skrifleg verðfyrirspurn, skv. 20. gr. innkaupareglna Fjallabyggðar og send þjónustuaðilum fyrir 10. maí næst komandi.
Nefndin leggur til að nýir þjónustusamningar gildi til næstu tveggja ára.

4.Niðurstöður Olweusarkönnunar 2013

Málsnúmer 1405004Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Jónína Magnúsdóttir, skólastjóri GF.
Jónína gerði grein fyrir niðurstöðum Olweusarkönnunar 2013. Einelti mælist 2,3% (5,1% árið 2012). Á landsvísu mælist einelti 4,5%.
Hægt er að nálgast niðurstöður á heimasíðu grunnskólans á slóðinni: http://grunnskoli.fjallabyggd.is/static/files/olweus/nidurtodur-eineltiskonnunar.pdf

5.Rekstraryfirlit febrúar 2014

Málsnúmer 1404048Vakta málsnúmer

Rekstraryfirlit fyrir fyrstu tvo mánuði ársins lagt fram til kynningar. Niðurstaða fyrir fræðslumál er 103,1 millj. kr. sem er 105% af áætlun tímabilsins sem var 98,1 millj. kr.
Niðurstaða fyrir æskulýðs- og íþróttamál er 33,5 millj. kr. sem er 102% af áætlun tímabilsins sem var 32,9 millj. kr.

6.Áskorun um endurnýjun líkamsræktartæja í íþróttamiðstöðinni á Siglufirði

Málsnúmer 1403080Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd hefur borist áskorun frá 40 notendum líkamsræktaraðstöðu í Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar á Siglufirði um endurnýjun á tækjabúnaði í líkamsræktaraðstöðunni. Benda þau á að mörg tækin séu úrelt og slitin og af þeim geti stafað slysahætta. Telja þau að ef í endurnýjunina yrði ráðist megi fullvíst telja að notendum fjölgi, sem er til hagsbóta fyrir sveitarfélagið, bæði fjárhagslega og heilsufarslega. Hvetja undirrituð nefndarmenn til að íhuga þessa áskorun vel og vandlega.

Fræðslu- og frístundanefnd þakkar fyrir góð og gild rök og vísar málinu til gerð næstu fjárhagsáætlunar.

7.Samstarfssamningur við Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar

Málsnúmer 1404072Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir að vinna verði sett af stað við gerð samstarfssamnings milli Fjallabyggðar og UÍF. Markmið samningsins verði m.a. að auka gæði íþróttastarfs í Fjallabyggð, vinna að heilsueflingu innan bæjarfélagsins, efla forvarnarstarf íþróttafélaganna og efla samstarf og samráð UÍF og Fjallabyggðar.

8.Samningagerð við aðildarfélög UÍF

Málsnúmer 1401142Vakta málsnúmer

Deildarstjóri lagði fram drög að samningum við Golfklúbb Ólafsfjarðar, Golfklúbb Siglufjarðar, Hestamannafélagið Gnýfara og Hestamannafélagið Glæsi.

Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir drögin fyrir sitt leyti.

9.Vinnuskóli sumarið 2014

Málsnúmer 1403015Vakta málsnúmer

Undirbúningur fyrir Vinnuskólann á komandi sumri stendur nú sem hæst. Gengið hefur verið frá ráðningu flokkstjóra og auglýsing um skráningu nemenda verður birt í næstu Tunnu.
Umsóknarfrestur um starf hjá vinnuskólanum er til 20. maí næst komandi.
Vinnuskólinn hefur starfsemi sína 10. júní og mun starfsemin vera með hefðbundnu sniði.
Árgangur 2000 fær vinnu í 4 vikur, árgangur 1999 í 5 vikur og árgangar 1998 og 1997 í 8 vikur.

10.Vinnuskóli um sjávarútveg sumarið 2014

Málsnúmer 1403066Vakta málsnúmer

Lagður fram kynningarbæklingur frá Codland efh um vinnuskóla um sjávarútveg.

Fræðslu- og frístundanefnd telur verkefnið áhugavert, en kostnaður er umfram það sem nefndin hefur til ráðstöfunar fyrir verkefni vinnuskólans sumarið 2014.

11.Skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar- afleysing 2014-2015

Málsnúmer 1404073Vakta málsnúmer

Á fundi fræðslu- og frístundanefndar þann 7. febrúar s.l. var tekið fyrir erindi frá Jónínu Magnúsdóttur, skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar um leyfi frá störfum næsta skólaár, til þess að sinna endurmenntun.
Meðan á námsleyfi Jónínu stendur mun Ríkey Sigurbjörnsdóttir, aðstoðarskólastjóri og staðgengill skólastjóra gegna stöðu skólastjóra GF, skólaárið 2014-2015.

Fundi slitið - kl. 16:00.