Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

155. fundur 30. maí 2013 kl. 16:30 - 16:30 á bæjarskrifstofum Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Helga Jónsdóttir formaður
  • Jón Árni Konráðsson aðalmaður
  • Ásgrímur Pálmason aðalmaður
  • Ingvi Óskarsson varamaður
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Arnar Freyr Þrastarson tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Arnar Freyr Þrastarson tæknifulltrúi

1.Ástand húsa við Aðalgötu 6 og 6b á Siglufirði

Málsnúmer 1301100Vakta málsnúmer








Á 150. fundi nefndarinnar þann 6. febrúar síðastliðinn voru lagðar fram athugasemdir íbúa í grennd við Aðalgötu 6 og 6b þar sem þeir lýstu áhyggjum sínum af ástandi húsanna. Kom fram að tæknideild hafði sent eigendum fyrrgreindra húsa úrbótabréf þar sem eigendum var gefinn hæfilegur frestur til þess að gera nauðsynlegar úrbætur á fasteignum sínum ella yrði farið í frekari aðgerðir. Málið er nú tekið fyrir að nýju og leggur nefndin fram eftirfarandi bókun.


 



Vegna Aðalgötu 6


Lagt fram bréf eigenda Aðalgötu 8, dags 28. janúar 2013 og sýslumannsins á Siglufirði, dags. 29. janúar 2013 þar sem kvartað er undan hættu og frágangi húsanna nr. 6 og 6b við Aðalgötu. Lögð fram bréf tæknifulltrúa frá 1. febrúar 2013 og ítrekun frá 11. mars 2013 þar sem krafist er úrbóta að viðlögðum dagsektum. Einnig lagður fram tölvupóstur eiganda Aðalgötu 6 frá 2. maí 2013 þar sem fram kemur að hann sé að láta teikna upp klæðningar, muni óska samþykkta á því og hefja framkvæmdir í kjölfarið.



Í ljósi fyrirliggjandi svara eiganda er óskað eftir að eigandi hússins leggi fram, innan tveggja vikna, tímasetta áætlun um hvenær framkvæmdir hefjist við lagfæringar húsinu og hvenær þeim verði lokið. Jafnframt verði gerð grein fyrir því í hverju lagfæringarnar eiga að felast og hvernig öryggi verði tryggt fram til þess tíma að hafist verður handa við framkvæmdir. Berist ekki slík áætlun innan þess tíma verður málið á ný tekið fyrir nefndina og tekin ákvörðun um hvort rétt sé að leggja dagsektir á eiganda eða beita öðrum úrræðum laga um mannvirki s.s. framkvæmdum á kostnað eiganda. Verður eiganda í kjölfarið gefinn stuttur frestur til að tjá sig um mögulega álagningu og fjárhæð dagsekta eða framkvæmdir á kostnað eiganda. Að mati nefndarinnar er nauðsynlegt að gengið verði frá húsinu fyrir veturinn til að ekki hljótist tjón eða skapist frekari hætta vegna þess.


 



Vegna Aðalgötu 6b


Lagt fram bréf eigenda Aðalgötu 8, dags 28. janúar 2013 og sýslumannsins á Siglufirði, dags. 29. janúar 2013 þar sem kvartað er undan hættu og frágangi húsanna nr. 6 og 6b við Aðalgötu. Lögð fram bréf tæknifulltrúa frá 1. febrúar 2013 og ítrekun frá 11. mars 2013 þar sem krafist er úrbóta að viðlögðum dagsektum. Þá er lagður fram tölvupóstur forsvarsmanns eiganda Aðalgötu 6b frá 21. mars 2013, þar sem m.a. er kvartað undan fyrirvaralausum hótunum um beitingu dagsekta og óskað eftir viðræðum við sveitarfélagið um málið. Jafnframt lagður fram tölvupóstur frá Berg ehf., dags. 26. maí 2013, þar sem fram kemur að félagið muni ráðast í viðgerð á þaki iðnaðarskemmu í sumar.



Í ljósi fyrirliggjandi svara eiganda og verktaka er óskað eftir að eigandi hússins leggi fram, innan tveggja vikna, tímasetta áætlun um hvenær framkvæmdir hefjist við lagfæringar húsinu og hvenær þeim verði lokið. Jafnframt verði gerð grein fyrir því í hverju lagfæringarnar eiga að felast og hvernig öryggi verði tryggt fram til þess tíma að hafist verður handa við framkvæmdir. Berist ekki slík áætlun innan þess tíma verður málið á ný tekið fyrir nefndina og tekin ákvörðun um hvort rétt sé að leggja dagsektir á eiganda eða beita öðrum úrræðum laga um mannvirki s.s. framkvæmdum á kostnað eiganda. Verður eiganda í kjölfarið gefinn stuttur frestur til að tjá sig um mögulega álagningu og fjárhæð dagsekta eða framkvæmdir á kostnað eiganda. Að mati nefndarinnar er nauðsynlegt að gengið verði frá húsinu fyrir veturinn til að ekki hljótist tjón eða skapist frekari hætta vegna þess.

2.Fossvegur 35 - lóðamál

Málsnúmer 1205035Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá húseigendum Fossvegar 35 á Siglufirði þar sem þau lýsa áhyggjum sínum og húseigenda Fossvegar 33 af vatnsaga sem kemur undan götukanti Hólavegar. Vatnið rennur niður í garðana á Fossvegi 33 og 35 á um 20 metra svæði og hefur aukist með tilkomu snjóflóðavarnargarðanna.

 

Nefndin vísar erindinu til ofanflóðasjóðs og óskar eftir að fá óháðan aðila til að skoða málið.

3.Gerð vegar að Skútustíg 7 samkvæmt deiliskipulagi

Málsnúmer 1305070Vakta málsnúmer

Marteinn Haraldsson, eigandi að fasteigninni Skútustígur 7 á Saurbæjarás óskar eftir því að vegur að bílastæði eignarinnar skv. deiliskipulagi verði kláraður eins fljótt og hægt er svo hægt sé að fara í framkvæmdir við lóð hússins.

 

Erindi samþykkt.

4.Umsókn um lagningu reiðvegar um Kvíabekkjardal

Málsnúmer 1305014Vakta málsnúmer

Ásgrímur Pálmason fyrir hönd hestamannafélagsins Gnýfara óskar eftir leyfi nefndarinnar til að laga fornu reiðleiðina yfir í Fljót sem liggur um Kvíabekkjardal, Skarðsdal og Ólafsfjarðarskarð. Landeigandi á svæðinu hefur gefið sitt leyfi fyrir framkvæmdinni sem unnin yrði í sumar.

 

Ásgrímur Pálmason vék af fundi undir þessum lið.

 

Nefndin samþykkir lagningu reiðleiðar upp í 200 m h.y.s. en svæðið þar fyrir ofan er á náttúruminjaskrá sem "aðrar náttúruminjar" og þarf að sækja um leyfi til Umhverfisstofnunar fyrir lagningu reiðvegar þar.

5.Umsókn um byggingarleyfi, Eyrargata 28

Málsnúmer 1305064Vakta málsnúmer

Steinar Sigurðsson arkitekt, f.h. Hjartar Jónssonar húseigenda Eyrargötu 28 á Siglufirði óskar eftir leyfi nefndarinnar til breytinga á fasteigninni samkvæmt meðfylgjandi teikningu.

 

Erindi samþykkt.

6.Lóðarleigusamningur, Ráeyrarvegur 1

Málsnúmer 1305051Vakta málsnúmer

Lagður fram lóðarleigusamningur fyrir Ráeyrarveg 1.

 

Erindi samþykkt.

7.Lóðarleigusamningur, stjórnstöðvarhús

Málsnúmer 1305052Vakta málsnúmer

Lagður fram lóðarleigusamningur fyrir lóð undir stjórnstöðvarhús Rarik sem er staðsett í hlíðinni ofan bæjarins.

 

Erindi samþykkt.

8.Umsókn um leyfi fyrir skilti

Málsnúmer 1305032Vakta málsnúmer

Aðalbjörg Ólafsdóttir f.h. Höllin veitingahús ehf. sækir um leyfi fyrir skilti í Ólafsfirði sem staðsett yrði við innkomuna í bæinn að vestanverðu.

 

Nefndin samþykkir erindið og felur tæknideild að ákveða nákvæma staðsetningu á skiltinu.

9.Umsókn um leyfi til breytinga á Ólafsvegi 6

Málsnúmer 1305016Vakta málsnúmer

Þorsteinn Jóhannesson f.h. Skúla Pálssonar Ólafsvegi 6 sækir um leyfi til þess að byggja forstofu yfir inngang austan megin á húsinu skv. meðfylgjandi teikningum.

 

Erindi samþykkt.

10.Umsókn um leyfi til útlitsbreytinga á Hávegi 8

Málsnúmer 1305069Vakta málsnúmer

Magnús Björgvinsson eigandi fasteignarinnar Hávegur 8 á Siglufirði óskar eftir leyfi nefndarinnar til þess að klæða húsið að utan með ljósgrárri Steni klæðningu. Staðfesting verkfræðings um nægilegt hald í útveggjum hússins liggur fyrir.

 

Erindi samþykkt.

11.Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Málsnúmer 1305080Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Siglufirði óskar eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi til handa Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur f.h. Bolla og bedda ehf. vegna reksturs Kaffi Klöru að Strandgötu 2 á Ólafsfirði. Þar sem um nýjan stað er að ræða er sótt um nýtt rekstrarleyfi veitingastaðar skv. II. flokki 4. gr. laganna, en nánar tiltekið er um að ræða veitingastað með umfangslitlum áfengisveitingum. Sótt er um leyfi til útiveitinga en ekki er búið að skila inn teikningum með skilgreindu útiveitingasvæði.

Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007, er þess hér með farið á leit að byggingarfulltrúi staðfesti að starfsemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála sem og að lokaúttekt hafi farið fram á húsnæðinu og staðfestar teikningar liggi fyrir.

 

Nefndin samþykkir útiveitingasvæði við suðurhlið hússins innan lóðarmarka en felur byggingarfulltrúa að svara erindinu að öðru leyti.

12.Ábending um umhverfi Skálarhlíðar

Málsnúmer 1305068Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Ásdísar Evu Baldvinsdóttur þar sem hún kemur með ábendingu um að endurnýja og hreinsa ljósakúpla á ljósastaurum sem standa utan við Skálarhlíð.

 

Nefndin þakkar erindið og felur deildarstjórna tæknideildar að lagfæra staurana.

13.Hraðahindrun á Snorragötu

Málsnúmer 1305025Vakta málsnúmer

Vegagerðin hefur lagt fram teikningar af hraðahindrun á Snorragötu rétt sunnan við gatnamótin við Norðurtún og falið tæknideild að sjá um framkvæmdina.

 

Lagt fram til kynningar.

14.Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Málsnúmer 1305075Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar afgreiðsla byggingarfulltrúa á beiðni sýslumannsins á Siglufirði um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi til handa Hálfdáni Sveinssyni f.h. Siglunes Guesthouse ehf. vegna reksturs gististaðarins Siglunes Guesthouse að Lækjargötu 10 á Siglufirði.

15.Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Málsnúmer 1305081Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar afgreiðsla byggingarfulltrúa á beiðni sýslumannsins á Siglufirði um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi til handa Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur f.h. Bolla og bedda ehf. vegna reksturs gististaðarins Töllakots í Ólafsfirði.

16.Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Málsnúmer 1305082Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar afgreiðsla byggingarfulltrúa á beiðni sýslumannsins á Siglufirði um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi til handa Guðnýju Róbertsdóttur vegna reksturs gististaðarins Íslenska sæluhúsið að Aðalgötu 22 á Siglufirði.

17.Fundagerðir Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra 2013

Málsnúmer 1301024Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð frá 14. maí 2013.

Fundi slitið - kl. 16:30.