Siðareglur kjörinna bæjarfulltrúa - endurskoðaðar

Málsnúmer 1305044

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 296. fundur - 21.05.2013

Lagðar fram endurskoðaðar siðareglur fyrir bæjarfulltrúa.
Að beiðni Innanríkisráðuneytisins er núverandi siðareglum sveitarfélagsins skipt upp í tvo hluta - þ.e. eina samþykkt fyrir kjörna fulltrúa og aðra fyrir stjórnendur.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 90. fundur - 12.06.2013

Bæjarstjóri fór yfir tillögu að siðareglum.
Bæjarstjórn samþykkti með 9 atkvæðum að vísa tillögu að siðareglum kjörinna bæjarfulltrúa til síðari umræðu í bæjarstjórn 20. júní 2013.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 91. fundur - 20.06.2013

90. fundur bæjarstjórnar samþykkti að vísa tillögu að siðareglum til síðari umræðu á 91. fundi bæjarstjórnar.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir tillögu að siðareglum.
Bæjarstjórn samþykkti með 9 atkvæðum tillögu að siðareglum kjörinna bæjarfulltrúa.