Bæjarstjórn Fjallabyggðar

77. fundur 11. apríl 2012 kl. 17:00 - 19:00 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
  • Þorbjörn Sigurðsson 1. varaforseti
  • Egill Rögnvaldsson 2. varaforseti
  • Ingvar Erlingsson Forseti
  • Bjarkey Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Helga Helgadóttir bæjarfulltrúi
  • Sólrún Júlíusdóttir bæjarfulltrúi
  • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi
  • Ólafur Helgi Marteinsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Gauti Sveinsson varabæjarfulltrúi
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 250. fundur - 15. mars 2012

Málsnúmer 1203008FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 250. fundur - 15. mars 2012

    Fulltrúar Fjallabyggðar voru :

    Bjarkey Gunnarsdóttir, Egill Rögnvaldsson, Þorbjörn Sigurðsson, Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri og Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri.

    Fulltrúar Dalvíkurbyggðar voru:

    Kristján E. Hjartarson, Jóhann Ólafsson, Bergþóra Lárusdóttir, Marinó Þorsteinsson, Svanfríður Inga Jónasdóttir bæjarstjóri og Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

    Fundarstaður : Ráðhúsið, Dalvík.

    Dagskrá :

    1. Skýrsla um úrbætur í Ólafsfjarðarmúla.

    Undir þessum dagskrárlið mættu fulltrúar Vegagerðarinnar, Birgir Guðmundsson svæðisstjóri og Gísli Eiríksson yfirmaður jarðgangadeildar, og kynntu fyrir fundarmönnum skýrslu um úrbætur í Ólafsfjarðarmúla og svöruðu fyrirspurnum.

    Fram kom að áætlaður kostnaður við ný 8,8 km göng með skálum frá Upsaströnd yfir í Burstabrekku  er 11 milljarðar, en breikkun og lagfæring Múlaganga, ásamt snjóflóðavörnum og lagfæringu á vegum kosta 4,6 milljarða. 
    Talið er að með lagfæringu og breikkun fáist göng sambærileg við Héðinsfjarðargöng að gæðum.
    Ekki er talin þörf á loftræstingu í Múlagöng.
    Með breikkun milli útskota geta orðið til 8 metra breið göng með 47 m2 þversnið. 
    Þversnið í Héðinsfjarðargöngum er 50m2
    Tímalengd verks yrði 11 til 19 mánuðir eftir því hversu miklar opnanir  yrðu á verktíma, með tilheyrandi töfum fyrir fólk og atvinnurekstur.  Opna yrði gamla veginn fyrir Múlann.
    Farið var yfir áætlanir um snjóflóðavarnir á þessari leið, því snjóflóðahættan veldur ótta, endurbætur á öryggisbúnaði og lýsingu í göngunum.
    Minnst var á umferðarstjórnun í tengslum við viðburði og mögulega vakt á daginn yfir sumartímann, sem getur verið hagkvæm lausn.
    Í tengslum við gerð samgönguáætlunar er mikilvægt fyrir samvinnu sveitarfélaganna að fá vitneskju um það að eitthvað verði gert í öryggis- og vegamálum á veginum milli sveitarfélagana.

    Þeir fundarmenn sem tjáðu sig um valkostina, töldu breikkun Múlaganga vera nær okkur í framkvæmdatíma en ný göng.

    2. Almenningssamgöngur í Eyjafirði/skólaakstur Dalvík - Ólafsfjörður.

    Fram kom að á vegum Eyþings er verið að skoða gögn sem unnin hafa verið af VSÓ um almenningssamgöngur á Norðaustursvæðinu og tengingu við önnur svæði og aðra ferðamöguleika.
    Stefnt er að því að bjóða út akstur í sumar á Eyþingssvæðinu þannig að hægt verði að aka eftir nýju fyrirkomulagi í haust.   Nánari útfærslur  á leiðarkerfinu verða unnar í samráði við sveitarstjórnir á svæðinu.
    Unnið er að því að fyrr verði hægt að bjóða upp á almenningssamgöngur þrisvar á dag milli Akureyrar og Siglufjarðar, án kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin.

    Fundarmenn ræddu hvort skólaakstur og almenningssamgöngur gætu gengið saman og hvort sértæka aðgerð þyrfti vegna einnar ferðar á morgnanna aðallega í tengslum við Menntaskólann á Tröllaskaga.

    3. Félagsþjónusta sveitarfélaganna og samvinna á þeim vettvangi.

    ·         Sálfræðiþjónusta.
    Undir þessum dagskrárlið var haldið áfram með umræðu frá síðasta samráðsfundi um mögulega aðkomu sveitarfélaganna að skipulagðri sálfræðiþjónustu á svæðinu.

    ·         Barnarvendarnefnd.
    Fram kom á fundinum að Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra eru með til umfjöllunar samvinnu við Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð um sameiginlega barnaverndarnefnd

    ·         Byggðasamlag um málefni fatlaðra.
    Rætt var um stjórnsýslulega aðkomu sveitarfélaganna að byggðasamlagi um málefni fatlaðra.

    4. Önnur mál.
    Ákveðið var að halda næsta samráðsfund um miðjan maí og komið inn á möguleg fundarefni þess fundar, t.d. sameiginlegt námskeiðshald og fræðsla.

    Fundi var slitið kl. 16:30

    Bókun fundar Afgreiðsla 250. fundar bæjarráðs staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 251. fundur - 20. mars 2012

Málsnúmer 1203009FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 251. fundur - 20. mars 2012
    Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. vegna ársins 2011 verður haldinn föstudaginn 23. mars 2012 kl. 16.00 í Reykjavík.
     
    Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Fjallabyggðar á fundinum í samræmi við ákvæði hlutafélagalaga.
    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 251. fundar bæjarráðs staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 251. fundur - 20. mars 2012
    Flugklasinn AIR 66N hefur unnið að því verkefni að koma á reglulegu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll allt árið og er markmiðið að fjölga ferðamönnum á Norðurlandi.
    Óskað er eftir stuðningi og aðkomu Fjallabyggðar sem nemur 300 kr. pr. íbúa á ári í þrjú ár.
    Bæjarráð telur rétt og eðlilegt að taka þátt í verkefninu með öðrum sveitarfélögum og hagsmunaaðilum á svæðinu. Framlag bæjarfélagsins verður tekið inn í vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árin 2013 og 2014.
    Samþykkt samhljóða.
     
    Bókun fundar Afgreiðsla 251. fundar bæjarráðs staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 251. fundur - 20. mars 2012
    Á fundi nefndar á vegum Eyþings þann 1. mars s.l. var VSÓ falið að skoða nýjar tillögur um þjónustu almenningssamgangna á svæðinu.
    Nefndin hefur nú samþykkt á fundi sínum 13. mars tillögu nr. 2 í framsettum tillögum VSÓ.
    Á 8. fundi nefndarinnar var m.a. samþykkt einróma í nefndinni að kalla eftir samþykki stjórnar á fram kominni tillögu, en þar er lögð áhersla á að bæta m.a. samgöngur til Siglufjarðar frá Akureyri.
    Stjórn Eyþings hefur nú fallist á tillögur nefndarinnar en eftir er að fá fjármagn til að standa undir þessum væntingum frá Vegagerð ríkisins.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 251. fundar bæjarráðs staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 251. fundur - 20. mars 2012
    Óskað er eftir stuðningi Fjallabyggðar við uppbyggingu á Alþýðuhúsinu á Siglufirði, en þar á að hefjast menningarstarfsemi í húsinu í júlí n.k.
    Aðalhlutverk hússins er að vera vinnustofa fyrir allar listgreinar og fræðimennsku.
    Eigandi hússins Aðalheiður S. Eysteinsdóttir óskar eftir styrk sem nemur álagningu fasteignagjalda á húsið enda er ætlun hennar að standa fyrir menningardegi og listasmiðju fyrir bæjarbúa ár hvert.
    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að veittur verði styrkur sem nemur fasteignaskatti ársins 2011, í samræmi við reglur bæjarfélagsins og er hann kr. 198.990.
    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 251. fundar bæjarráðs staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 251. fundur - 20. mars 2012
    Um er að ræða ósk um úrskurð bæjarráðs og heimild til lækkunar á gjöldum vegna 18 m2 viðbyggingar á húsnæði við Hólaveg 65.
    Bæjarráð vísar í reglur og lög um gatnagerðargjöld og bendir á 5. gr. sem fjallar um almenna lækkunarheimild sjá og 4. lið vegna stækkunar íbúðarhúss, sjá þar lið 3.
    Bæjarráð samþykkir að innheimt skuli afgreiðslu- og byggingarleyfisgjald, en ekki gatnagerðargjald.
    Bókun fundar Afgreiðsla 251. fundar bæjarráðs staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 251. fundur - 20. mars 2012
    Lagt fram bréf dags. 6. mars 2012 frá Önnu Dís Bjarnadóttur.
    Bæjarráð leggur áherslu á að farið sé að lögum í slíkum málum. Bæjarráð telur einnig rétt að leigusali og leigutaki tryggi öryggi þeirra sem dvelja í húsnæðinu hverju sinni.
    Lögð er áhersla á að umrætt húsnæði verði ekki leigt frekar sem íbúðarhúsnæði og er íbúum og leigusala gefinn frestur til 1.október n.k. til að rýma húsnæðið.
    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 251. fundar bæjarráðs staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 251. fundur - 20. mars 2012
    Lögð fram til kynningar lýsing á skipulagsverkefni á Þormóðseyri á Siglufirði, ásamt matslýsingu vegna deiliskipulagsvinnu samkvæmt lögum um umhverfismat áætlana.
    Deildarstjóri tæknideildar hefur leitað til fyrirtækisins X2 hönnun - skipulag ehf. til að sjá um verkefnið f.h. Fjallabyggðar.
    Bæjarráð fagnar því að vinnan sé hafin og óskar eftir kostnaðaráætlun frá tæknideild.
    Bókun fundar Afgreiðsla 251. fundar bæjarráðs staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 2.8 1203031 Flotbryggjur
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 251. fundur - 20. mars 2012
    Lagt fram bréf dags. 7. mars 2012 um hugsanleg kaup á flotbryggju til að taka á móti sjóflugvél í sumar og er í bréfinu vitnað til bókunar í hafnarstjórn 23. febrúar s.l.
    Bæjarráð vísar í gerð fjárhagsáætlunar fyrir hafnarsjóð fyrir árið 2012, en þar er ekki gert ráð fyrir kaupum á slíkri flotbryggju á árinu.
    Bæjarráð vill hins vegar taka fram að bæjarfélagið er tilbúið til að skoða lausnir sem gætu tryggt slíka þjónustu og þar með kynningu á bæjarfélaginu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 251. fundar bæjarráðs staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 251. fundur - 20. mars 2012
    Lögð fram tillaga frá skrifstofu- og fjármálastjóra um skiptingu á framlagi bæjarfélagsins til stjórnmálasamtaka og frambjóðenda í samræmi við lög nr. 162 frá árinu 2006.
    Miðað er við atkvæðamagn sjá 5. gr. og er heildarfjármagn til skiptanna kr. 360.000.
    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 251. fundar bæjarráðs staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 251. fundur - 20. mars 2012
    247. fundur bæjarráðs Fjallabyggðar tók fyrir tillögu að verklagi og upphæð vegna endurgreiðslu á kaupum á vinnufatnaði til ófaglærðra starfsmanna í leikskólum, sbr grein 8.2.5. g í kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga við St. Fjallabyggðar, Kjöl og Einingu Iðju.
    Fyrir lá samþykki fulltrúa viðkomandi stéttarfélaga á tillögunni.
    Bæjarráð samþykkti að leita álits kjarasviðs Sambands ísl. sveitarfélaga á tillögunni áður en til afgreiðslu kæmi.
    Kjarasvið gerir ekki athugasemdir við fyrirkomulagið um endurgreiðslu kostnaðar, að því gefnu að það sé gert í samráði við stéttarfélög á staðnum.
    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 251. fundar bæjarráðs staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 251. fundur - 20. mars 2012
    Lagt fram til kynningar.
    Launayfirlitið er í samræmi við fjárhagsáætlun fyrir árið 2012.
     
    Bókun fundar Afgreiðsla 251. fundar bæjarráðs staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 2.12 1203041 Ósk um styrk
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 251. fundur - 20. mars 2012

    Félag eldri borgara, Ólafsfirði óskar eftir aðstoð Fjallabyggðar við rekstur á húsi þeirra að Bylgjubyggð 2b í Ólafsfirði.
    Sótt er um styrk til að standa undir greiðslu fasteignagjalda að fullu, ásamt tryggingargjöldum.
    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að veita styrk að upphæð kr 339.191.-  á árinu 2012.

    Bókun fundar Afgreiðsla 251. fundar bæjarráðs staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 251. fundur - 20. mars 2012
    Fjallað um samráðsfund sem haldinn var með fulltrúum Dalvíkurbyggðar 15. mars s.l.
    Bæjarráð samþykkir tillögu um að Sigurður Valur Ásbjarnarson taki sæti Rögnvaldar Ingólfssonar sem fulltrúi Fjallabyggðar í byggðasamlagi um málefni fatlaðra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 251. fundar bæjarráðs staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 251. fundur - 20. mars 2012
    Skýrsla frá Verkfræðistofunni á Siglufirði sf. lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 251. fundar bæjarráðs staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 251. fundur - 20. mars 2012
    Sótt er um styrk vegna reksturs Úra- og gullsmíðaverkstæðisins að Eyrargötu 16 á Siglufirði.
    Bæjarráð hafnar erindinu.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir, Ólafur H. Marteinsson og Ingvar Erlingsson.<BR>Afgreiðsla 251. fundar bæjarráðs staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 251. fundur - 20. mars 2012
    Lagt fram til kynningar.
    Bæjarráð vísar breytingunni til næstu fjárhagsáætlunar en felur deildarstjórum að kanna hvort hægt sé að gera nauðsynlegar lagfæringar í samræmi við óbreytta fjárhagsáætlun.
    Bókun fundar Afgreiðsla 251. fundar bæjarráðs staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 251. fundur - 20. mars 2012
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 251. fundar bæjarráðs staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 251. fundur - 20. mars 2012
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 251. fundar bæjarráðs staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 252. fundur - 27. mars 2012

Málsnúmer 1203011FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 252. fundur - 27. mars 2012
    Fimmtudaginn 22. mars 2012, komst Hæstiréttur Íslands að þeirri niðurstöðu í máli Hjartar Þórs Haukssonar gegn Fjallabyggð, að Fjallabyggð bæri að innleysa fasteign Hjartar, sem er flugskýli við flugvöllinn í Ólafsfirði. Fjallabyggð var einnig gert að greiða eina milljón í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti.

    Skrifstofu- og fjármálastjóri kynnti bæjarráði næstu skref í málinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 252. fundar bæjarráðs staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 252. fundur - 27. mars 2012

    Á 251. fundi bæjarráðs var farið yfir samþykkt fjármagn í áætlunum vegna framkvæmda við Grunnskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði.
    Samtals samþykkt fjármagn til framkvæmda í áætlunum er 230 m.kr.
    Í fjárhagsáætlun 2011, voru lagðar til 43 m.kr.
    Í fjárhagsáætlun 2012, 175 m.kr.
    Í fjárhagsáætlun 2013, 12 m.kr.
    Á árinu 2011 voru notaðar 6 m.kr. af þeirri heimild.

    Bæjarráð samþykkir að heimila flutning á 37 m.kr. af ónotuðu framkvæmdafé ársins 2011 yfir til ársins 2012.

    Bókun fundar Afgreiðsla 252. fundar bæjarráðs staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 252. fundur - 27. mars 2012
    Fyrir bæjarráði liggur tilboð í Bylgjubyggð 49, Ólafsfirði.
    Bæjarráð samþykkir að fela skrifstofu- og fjármálastjóra að gera tilboðsgjöfum gagntilboð og jafnframt heimild til að ljúka málinu ef um semst.
    Bókun fundar Afgreiðsla 252. fundar bæjarráðs staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 252. fundur - 27. mars 2012
    Lagt fram rekstraryfirlit fyrir tímabilið janúar til febrúar 2012, annars vegar fyrir A- og B-hluta sveitarfélagsins svo og málaflokkayfirlit.
    Bókun fundar Afgreiðsla 252. fundar bæjarráðs staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 3.5 1203085 Snjómokstur 2012
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 252. fundur - 27. mars 2012
    Lögð fram tillaga deildarstjóra tæknideildar um tilflutning á fjármagni á fjárhagsáætlun 2012 til að mæta snjómoksturskostnaði.
    Á áætlun 2012 voru 9 milljónir en búið er að moka fyrir 8,9 í lok febrúar.
    Bæjarráð samþykkir lækkun á fjárhagslið 10-31-2941, fyllingarefni og ofaníburði, um 0,5 milljón, lækkun á fjárhagslið 10-31-2942, malbik, olíumöl og steypa, um 3 milljónir, á móti hækkun að upphæð 3,5 milljónir á fjárhagslið fyrir snjómokstur og hálkueyðingu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 252. fundar bæjarráðs staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 252. fundur - 27. mars 2012
    Lagt fram til kynningar bréf frá Húsafriðunarnefnd dags. 14. mars 2012, þar sem fram kemur að ákveðið hefur verið að styrkja sveitarfélagið á árinu 2012, um 1,1 milljón til byggða- og húsakönnunar. 
    Bókun fundar Afgreiðsla 252. fundar bæjarráðs staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 252. fundur - 27. mars 2012
    Lögð fram til kynningar 795. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 16. mars 2012.
    Bókun fundar Afgreiðsla 252. fundar bæjarráðs staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 252. fundur - 27. mars 2012
    251. fundur bæjarráðs óskaði eftir kostnaðarupplýsingum um deiliskipulagsverkefnið á Þormóðseyri.
    Samkv. upplýsingum tæknideildar er kostnaður áætlaður á bilinu 650 til 850 þúsund miðað við áætlaðan tímafjölda.
    Bókun fundar Afgreiðsla 252. fundar bæjarráðs staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

4.Ungmennaráð Fjallabyggðar - 2. fundur - 12. mars 2012

Málsnúmer 1203006FVakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Ungmennaráð Fjallabyggðar - 2. fundur - 12. mars 2012
    Drög að forvarnarstefnu Fjallabyggðar lögð fram til umsagnar. Ráðið gerir ekki athugsemdir við framkomin drög.
    Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar ungmennaráðs Fjallabyggðar staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Ungmennaráð Fjallabyggðar - 2. fundur - 12. mars 2012
    Íþrótta- og tómstundafulltrúi gerði Ungmennaráði grein fyrir stöðu mála. Búið er að úthluta svæði fyrir brautina og var byrjað á því keyra í hana síðasta sumar. Fjallabyggð er tilbúið að leggja til dráttavél og vagn í verkið og er efni til, er það í höndum áhugamanna um uppbygginguna að vinna verkið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar ungmennaráðs Fjallabyggðar staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Ungmennaráð Fjallabyggðar - 2. fundur - 12. mars 2012
    Ungmennaráð Fjallabyggðar vildi kanna möguleika á kvartmílubraut á flugvellinum á Siglufirði. Íþrótta- og tómstundafulltrúi hafði samband við kvartmíluklúbbinn og fékk upplýsingar um hvað þyrfti til að standsetja slíka braut. Flugvöllurinn virðist vera ákjósanlegur staður fyrir slíka braut. Einnig hefur verið send fyrirspurn til Isavia um það hvort rekstur flugvallar fyrir sjúkraflutingar og kvartmílubraut fari saman, svar hefur ekki borist. Ráðið leggur til að samþykkt verði að slík braut verði á flugvellinum svo framarlega sem Isavia gerir ekki athugasemdir. Ráðið telur að þetta verði til þess að færa hraðakstur af götum bæjarins á öruggan afmarkaðan stað.
    Bókun fundar <DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir og Ingvar Erlingsson.</DIV><DIV>Afgreiðsla 2. fundar ungmennaráðs Fjallabyggðar felld á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum, þar sem tillagan samræmist ekki skipulagi svæðisins og núverandi nýtingu þess.</DIV></DIV></DIV></DIV>
  • Ungmennaráð Fjallabyggðar - 2. fundur - 12. mars 2012
    Íþrótta- og tómstundafulltrúi gerði grein fyrir ráðstefnu ætluð ungmennum og starfsmönnum sem starfa í ungmennaráðum. Kostnaður á mann er kr. 10.000 og innifalið er allur kostnaður, s.s. ferðakostnaður, gisting og fæði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar ungmennaráðs Fjallabyggðar staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

5.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 39. fundur - 15. mars 2012

Málsnúmer 1203003FVakta málsnúmer

Hafnarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 39. fundur - 15. mars 2012
    Landvernd sendir hafnarstjórn bréf dags. 2. janúar 2012, en um er að ræða beiðni Landverndar um aðstoð við kortlagningu smábátahafna og baðstranda vegna Bláfánans. Bláfáninn er alþjóðleg viðurkenning fyrir góða umhverfisstjórnun. Til að hljóða viðurkenningu þurfa rekstraraðilar að móta umhverfisstefnu og innleiða umgengnisreglur, kortleggja þjónustu á svæðinu og veita upplýsingar um aðbúnað og umhverfi á skiltum.
    Hafnarstjórn fór yfir framlagða könnun og var hafnarstjóra falið að svara erindinu í samræmi við yfirferð og afgreiðslu hafnarstjórnar.
     
    Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar hafnarstjórnar staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 5.2 1107056 Sjóvarnarskýrsla
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 39. fundur - 15. mars 2012
    Lögð fram leiðrétt yfirlitsskýrsla frá Siglingastofnun en með bréfi dagsettu 12.07.2011 voru drög að umræddri skýrslu sett til kynningar til hafnarstjórnar Fjallabyggðar.
    Lagt fram til kynningar.
     
    Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar hafnarstjórnar staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 39. fundur - 15. mars 2012
    Umhverfisstofnun ætlar að staðfesta áætlanir fyrir 1. júní 2012, er varðar móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleiða frá skipum í samræmi við reglugerð nr. 792/2004.
    Hafnarstjóri gerði grein fyrir því að fyrirtækið Matvæla og gæðakerfi væri að vinna umhverfisstefnu fyrir bæjarfélagið.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar hafnarstjórnar staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 39. fundur - 15. mars 2012
    Lögð fram til kynningar áður staðfest.
    Hafnarstjórn gerði tvær lagfæringar á gjaldskránni.
    Í 12.gr. var sorphirðugjalda vegna vinnubáta undir 20 brt. á mánuði kr. 1463.
    Í 16. gr. var skráning vegna endurvigtunar kr. 44.- fellt út.
    Samþykkt samhljóða.
     
    Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að auglýsa gjaldskrána í stjórnartíðindum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar hafnarstjórnar staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 5.5 1203031 Flotbryggjur
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 39. fundur - 15. mars 2012
    Hafnarstjóri lagði fram bréf frá Arngrími Jóhannssyni og Valgeiri T Sigurðssyni um hugmyndir þeirra að koma fyrir flotbryggju fyrir sjóflugvél sem yrði staðsett milli togarabryggju og Ingvarsbryggju.  Ætlunin er að vera með útsýnisflug frá Akureyri til Siglufjarðar í sumar. Hafnarstjórn telur rétt að leggja vinnu í framtíðarskipulag hafnanna og að lögð verði áhersla á öryggismál í tengslum við þjónustu við báta, umferð ökutækja og gangandi fólks.
    Hafnarstjórn tekur vel í framlagt erindi en vísar því til umfjöllunar í bæjarráði þar sem fjárveiting til slíkra framkvæmda er ekki á áætlun ársins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar hafnarstjórnar staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 5.6 1106045 Flotbryggjur
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 39. fundur - 15. mars 2012
    Hafnarstjóri lagði fram bréf þar sem hann óskar fyrir hönd hafnarstjórnar eftir tilboðum í flotbryggju fyrir höfnina á Siglufirði. Svör hafa borist og er ætlunin að taka málið til afgreiðslu á næsta fundi hafnarstjórnar. Átta aðilar fengu útboðsgögn.
    Hafnarstjóri lagði einnig fram bréf til Siglingastofnunar um styrk til kaupa á flotbryggjunni sem og svarbréf þeirra til hafnarstjórnar, en þar er umræddri ósk hafnað.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar hafnarstjórnar staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 39. fundur - 15. mars 2012
    Lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar hafnarstjórnar staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 39. fundur - 15. mars 2012
    Lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar hafnarstjórnar staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

6.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 133. fundur - 22. mars 2012

Málsnúmer 1203010FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 133
    Valgeir Tómas Sigurðsson óskar eftir leyfi til endurgerðar og útlitsbreytinga á húseigninni Aðalgötu 2, Siglufirði skv. meðfylgjandi greinagerð og teikningu.
    Nefndin tekur vel í erindið en bendir á að meðfylgjandi teikningar eru ekki undirritaðar af löggildum hönnuði og því ekki hægt að samþykkja þær.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR>Afgreiðsla 133. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 133
    Anna Dís Bjarnadóttir og Sigurður Kristinsson sækja um leyfi til dvalar í flugvallarbyggingunni á Siglufjarðarflugvelli til loka á leigusamningi við ISAVIA, sem er til loka nóvember 2012.
    Nefndin tekur undir bókun frá 251. fundi bæjarráðs en bendir á að ákvörðunartaka er á valdi byggingafulltrúa.
    Byggingarfulltrúa er falið að svara erindinu. 
     
    Bókun fundar Afgreiðsla 133. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 133
    Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir fyrir hönd Iðngarða Siglufjarðar ehf. óskar eftir leyfi til að gera breytingar á húseigninni Strandgötu 2, Ólafsfirði skv. meðfylgjandi erindi og teikningum.
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar <DIV>Bjarkey Gunnarsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.<BR>Afgreiðsla 133. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 133
    Lögð fram til kynningar lýsing á skipulagsverkefni á Þormóðseyri á Siglufirði, ásamt matslýsingu vegna deiliskipulagsvinnu samkvæmt lögum um umhverfismat áætlana.
    Deildarstjóri tæknideildar hefur leitað til fyrirtækisins X2 hönnun - skipulag ehf. til að sjá um verkefnið f.h. Fjallabyggðar.
    Erindi samþykkt og tæknideild falið að senda erindið til Skipulagsstofnunar til umsagnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 133. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 133
    Á vegum umhverfisráðuneytis hefur staðið yfir vinna við gerð frumvarps til breytinga á lögum nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs, vegna innleiðingar á úrgangastilskipun 2008/98/EB. Erindið barst 6. mars og óskað er athugasemda við frumvarpsdrögin eigi síðar en 16. mars 2012.
    Nefndin mótmælir stuttum fyrirvara sem veittur er til að gera athugasemdir við frumvarpsdrögin.
    Bókun fundar Afgreiðsla 133. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 133
    Valgeir Tómas Sigurðsson óskar eftir heimild til að setja upp skilti á gafla húsins að Tjarnargötu 14, Siglufirði.  Um er að ræða skilti með vörumerki og slagorði félagsins Black Death Iceland sf.
    Nefndin óskar eftir frekari gögnum um málið og bendir jafnframt á að skiltin þurfa að uppfylla skilyrði samkvæmt lögum og reglugerð um bann við áfengisaulýsingum. 
    Bókun fundar Afgreiðsla 133. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 133
    Þorsteinn Jóhannesson fyrir hönd Rarik sendi inn athugasemd við fyrirhugaðan lóðaleigusamning vegna sumarbústaðar, rétt við nýja hitaveituborholu í Skarðsdal.
    Afgreiðslu frestað. Tæknideild falið að afla frekari gagna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 133. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 133
    Valgeir Tómas Sigurðsson sem  rekið hefur kaffihúsið Harbour House Café í þrjú sumur óskar eftir að fá leyfi til að setja upp vegvísa á horni Gránugötu og Vetrarbrautar og á Snorragötu við smábátahöfnina.
    Nefndin samþykkir uppsetningu á vegvísum, þar til sett verði upp þjónustuskilti á vegum Fjallabyggðar. 
    Bókun fundar Afgreiðsla 133. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 6.9 1203034 Yfirlýsing
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 133
    Lögð er fram yfirlýsing og lóðarblað fyrir lóðina Gránugötu 5a í Siglufirði.  Umrædd lóð er eign Fjallabyggðar og nýtt fyrir hafnarvog sveitarfélagsins. 
    Nefndin samþykkir yfirlýsingu og lóðarblað. 
    Bókun fundar Afgreiðsla 133. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 6.10 1203063 Yfirlýsing um lóð
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 133
    Lögð er fram yfirlýsing og lóðarblað fyrir lóðina Fjarðarveg 142361 í Siglufirði. Umrædd lóð er eign Fjallabyggðar og nýtt fyrir dælustöð vatnsveitu sveitarfélagsins.
    Nefndin samþykkir yfirlýsingu og lóðarblað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 133. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 6.11 1203077 Stöðuleyfi gáma
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 133
    Guðmundur Garðarsson fyrir hönd Knolls ehf. sækir um leyfi til að staðsetja 40 feta frystigám austan við húsnæði að Múlaveg 7 eða í sundinu vestan við húsið.
    Nefndin samþykkir staðsetningu á gámi fyrir vestan hús.
    Bókun fundar Afgreiðsla 133. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 6.12 1203014 Gránugata 17
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 133
    Finnur Yngvi Kristinsson fyrir hönd Rauðku ehf sækir um leyfi til breytinga á húseigninni við Gránugötu 17, Siglufirði.
    Um er að ræða breytingar bæði utan og innandyra skv. meðfylgjandi teikningum.
    Erindi samþykkt. Sigurður Hlöðversson vék af fundi undir þessum lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 133. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 133
    Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar 7. september 2011 var samþykkt að framkvæmd við sjóvarnargarða á Siglunesi yrði send í grenndarkynningu til landeigenda á Siglunesi. Grenndarkynningin fór fram í október 2011 og á fundi nefndarinnar þann 16. nóvember var ákveðið að fá umsögn lögfræðings á þeim athugsemdum sem bárust.

    Í framhaldi af grenndarkynningu og af fengnu áliti lögmanna á framkomnum ábendingum landeigenda gerir Umhverfis og skipulagsnefnd ekki athugasemdir varðandi umrædda framkvæmd en leggur áherslu á að framkvæmdaleyfið verði fyrst veitt að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:

    ·         Að starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands liggi fyrir.

    ·         Að gengið verði úr skugga um að Skipulagsstofnun geri ekki athugasemdir við grjótnámið þó ekki hafi verið gert ráð fyrir námusvæði í aðalskipulagi sveitarfélagsins.

    ·         Að framkvæmdaaðili geri nánar grein fyrir þeim tækjum sem hann hyggst nota til verksins til að tryggja að sem minnstar líkur verði á raski og tímaáætlun framkvæmda.

    ·         Að fyrir liggi tillaga frá Siglingastofnun um skiptingu kostnaðar, sem samþykkt hefur verið af sveitarstjórn, samkvæmt 7. gr. laga um sjóvarnir, nr. 28 frá 1997.

    ·         Að efnisnám og flutningur efnis fari eingöngu fram á meðan nægilegt frost er í jörðu.

    ·         Að ráðist verði í lagfæringu á grjótnámssvæði í samræmi við skilyrði Skipulagsstofnunar og eins verði annað rask á svæðinu lagfært um leið og framkvæmdum líkur.

    ·         Að framkvæmdum verði hætt komi í ljós að ekki verði mögulegt að flytja efni um vegin án þess að valda verulegu raski eða styrkja veginn verulega.

    ·         Að þekkt refagreni á framkvæmdasvæðinu verði merkt í samráði við Umhverfisstofnun og þess gætt að raska þeim ekki né nánasta umhverfi þeirra.

    ·         Að ráðist verði í þær mótvægisaðgerðir sem Fornleifastofnun hefur lagt til, í samráði við stofnunina, til að tryggja að ekkert rask verði utan slóðans þar sem hann liggur um bæjarhólinn, efnisflutningar fari eingöngu fram um slóðann á meðan frost er í jörðu. Verktökum verði sérstaklega gerð grein fyrir að verið sé að aka um bæjarhól og allur akstur utan slóðans sé bannaður. Fornleifar verði merktar vel og verktökum gerð nákvæm grein fyrir staðsetningu þeirra.

    ·         Að fyrir liggi samkomulag um eftirlit með framkvæmdinni, greiðslu kostnaðar vegna þess og mögulegs tjóns vegna framkvæmdanna.

     
    Bókun fundar Afgreiðsla 133. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 133
    Lögð er fram skýrsla eftir Þorstein Jóhannesson verkfræðing varðandi spár um hækkun sjávarborðs á Siglufirði og Ólafsfirði.
    Lagt fram til kynningar
    Bókun fundar Afgreiðsla 133. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

7.Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 8. fundur - 27. mars 2012

Málsnúmer 1203012FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • 7.1 1203092 Verkfræðiráðgjöf
    Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 8. fundur - 27. mars 2012

    Ævar fór yfir minnisblað þar sem fram kemur að arkitektar óska eftir að fá að semja um verkfræðihönnun vegna hönnunar á 2. áfanga við grunnskólann í Ólafsfirði. Um er að ræða hönnun á neysluvatns- og hitakerfi, raflögnum og burðarþoli. Ævar óskaði eftir að fá að semja við Verkfræðistofu Norðurlands og Raftákn á Akureyri.

    Nefndin samþykkir að arkitekar semji við Verkfræðistofu Norðurlands og Raftákn vegna verkfræðihönnunar við 2. áfanga grunnskólans Ólafsfirði.

     

     

     

    Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar byggingarnefndar Grunnskóla Fjallabyggðar staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 7.2 1203026 Aðgengi
    Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 8. fundur - 27. mars 2012
    Umræða varð um tillögur að flóttaleiðum úr suðurálmu grunnskólans. Fram komu hugmyndir um fleiri valkosti og er arkitekt falið að sækja umsagnir til Mannvirkjastofnunar og slökkviliðsstjóra vegna þeirra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar byggingarnefndar Grunnskóla Fjallabyggðar staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 7.3 1203094 Grunnskóli Ólafsfirði, efnis og litaval
    Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 8. fundur - 27. mars 2012

    Ævar kom með efnis- og litaprufur ásamt flísum og vatnsbretti sem verktaki er búinn að leggja fram til samþykktar. Einnig lagði hann til að skólinn yrði málaður í hvítum lit og gluggar dökkbláir.

    Nefndin samþykkir framlagt vatnsbretti sem er af gerðinni Mustang náttúrusteinn og skal það notað í sólbekki líka. Framlagðar flísar af tegundinni Mount Everest eru samþykktar.

    Nefndin samþykkir einnig tillögu arkitekts að mála skólann hvítan með dökkbláum gluggum að utanverðu.

    Nefndin samþykkir að við ákvörðun á litavali vegna dúka verði hafður til viðmiðunar dúkur frá Kjaran, linoleum dúkur Marmoleum Real 3075 og Vivace 3421.

    Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar byggingarnefndar Grunnskóla Fjallabyggðar staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 7.4 1203095 Grunnskóli Fjallabyggðar, inntök
    Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 8. fundur - 27. mars 2012

    Ármann bendir á að inntök inn í grunnskólann verða ekki aðgengileg samkvæmt núverandi hönnun. Lagt er til að búinn verði til skriðkjallari til þess að gera inntök heitavatns og kaldavatns aðgengileg.

    Erindi samþykkt.

    Bókun fundar <DIV><DIV><DIV>Bæjarstjóri vakti athygli á að breyting hefði orðið á afgreiðslu nefndarinnar eftir aðkomu hönnuða og kostnaður við framkomnar breytingar var orðinn ljós.<BR>Ákveðið var að fara hefðbunda leið fyrir aðkomu að inntökum heita- og kaldavatns.<BR>Afgreiðsla 8. fundar byggingarnefndar Grunnskóla Fjallabyggðar með áorðnum breytingum, staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV></DIV>
  • 7.5 1203024 Verktakafundir vegna Grunnskóla Fjallabyggðar - Ólafsfirði
    Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 8. fundur - 27. mars 2012
    Lagt fram til kynningar
    Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar byggingarnefndar Grunnskóla Fjallabyggðar staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

8.Bæjarráð Fjallabyggðar - 253. fundur - 4. apríl 2012

Málsnúmer 1204001FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 253. fundur - 4. apríl 2012
    Undir þessum lið komu á fund bæjarráðs, bæjarfulltrúarnir Ingvar Erlingsson, Helga Helgadóttir, Þorbjörn Sigurðsson, Guðmundur Gauti Sveinsson, Sólrún Júlíusdóttir, S. Guðrún Hauksdóttir og endurskoðandi KPMG, Þorsteinn G Þorsteinsson.
    Þorsteinn G Þorsteinsson endurskoðandi gerði grein fyrir niðurstöðum ársreiknings Fjallabyggðar.
    Fram kom hjá endurskoðanda að staða sveitarfélagsins væri sterk.
    Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 1.667,3 millj. kr. Rekstrarniðurstaða samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var neikvæð um 55,2 millj. kr.
    Eigið fé í árslok nam 1.714,4 millj. kr.
    Handbært fé í árslok er 214,5 millj. kr.
    Bæjarráð undirritaði ársreikning og samþykkti að vísa ársreikningi Fjallabyggðar 2011 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 253. fundar bæjarráðs staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 253. fundur - 4. apríl 2012
    Lagt fram til kynningar svarbréfi Umhverfisráðuneytis f.h. Ofanflóðanefndar dagsettu 22. mars 2012, varðandi framvkæmdir við upptakastoðvirki í Hafnarhyrnu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 253. fundar bæjarráðs staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 253. fundur - 4. apríl 2012

    Lagt fram erindi frá Velferðarnefnd Alþingis er varðar ósk um umsögn um tillögu til þingsályktunar um heilbrigðisþjónustu í heimabyggð, 120. mál.
    Þess er óskað að undirrituð umsögn berist fyrir 16. apríl n.k.

    Bókun fundar Afgreiðsla 253. fundar bæjarráðs staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 253. fundur - 4. apríl 2012

    Lagt fram erindi frá Velferðarnefnd Alþingis er varðar ósk um umsögn um tillögu til þingsályktunar um tímasetta áætlun um yfirfærslu heilsugæslunnar frá ríki til sveitarfélaga, 220. mál.
    Þess er óskað að undirrituð umsögn berist fyrir 16. apríl nk.

    Bókun fundar Afgreiðsla 253. fundar bæjarráðs staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 253. fundur - 4. apríl 2012
    Lagt fram til kynningar
    Bókun fundar Afgreiðsla 253. fundar bæjarráðs staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 253. fundur - 4. apríl 2012
    Fundargerð frá 13. mars s.l. lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 253. fundar bæjarráðs staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 253. fundur - 4. apríl 2012
    Fundargerð XXVI landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 23. mars lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 253. fundar bæjarráðs staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

9.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 134. fundur - 4. apríl 2012

Málsnúmer 1204003FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 134
    Ólafur Sigurðsson og Pálína Pálsdóttir fyrir hönd SR-vélaverkstæði óska eftir leyfi til að gera útlitsbreytingar, ásamt breytingum á skipulagi innandyra á húseigninni Vetrarbraut 14, Siglufirði skv. meðfylgjandi teikningum.
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 134. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 134
    Gunnhildur Guðmundsdóttir og Guðrún Guðmundsdóttir sækja um leyfi til að gera breytingar á húseigninni Ólafsvegur 19, Ólafsfirði sem felst í að setja upp sólpall og svalahurð á suðurhlið hússins skv. meðfylgjandi teikningum.
    Nefndin bendir á að þar sem skjólveggir ná yfir 1.8 metra þarf samþykki nágranna. Að undangengnu samþykki nágranna þá samþykkir nefndin erindið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 134. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum
  • 9.3 1203098 Hlíðarvegur 59
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 134
    Þórmóður Sigurðsson óskar eftir leyfi til að setja upp pall við húseignina Hlíðarveg 59, Ólafsfirði skv. teikningu.
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 134. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 134
    Elín Þorsteinsdóttir innanhúsarkitekt, fyrir hönd Ómars Óskarssonar, sækir um leyfi til útlitsbreytinga á húseigninni Lindargata 2C, Siglufirði skv. meðfylgjandi teikningum.
    Nefndin tekur jákvætt í erinindið, en bendir á að þar sem húsið er byggt fyrir 1918 þá falla breytingar á húsinu undir húsafriðunarnefnd og þarf umsögn að liggja fyrir áður en skipulags- og umhverfisnefnd afgreiðir erindið. Tæknideild falið að fá umsögn. húsafriðunarnefndar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 134. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 134
    Valgeir Tómas Sigurðsson óskar eftir heimild til að setja upp skilti á gafla húsins að Tjarnargötu 14, Siglufirði. Um er að ræða skilti með vörumerki og slagorði félagsins Black Death Iceland sf.
    Nefndin óskaði eftir frekari gögnum um málið og hafa þau nú borist.
    Nefndin felur tæknideild að fá umsögn sýlsumanns um hvort skiltið standist reglugerð um bann við áfengisauglýsingum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 134. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 134
    Landvernd sendir skipulags- og umhverfisnefnd bréf dags. 2. janúar 2012, en um er að ræða beiðni Landverndar um aðstoð við kortlagningu smábátahafna og baðstranda vegna Bláfánans. Bláfáninn er alþjóðleg viðurkenning fyrir góða umhverfisstjórnun. Til að hljóta viðurkenningu þurfa rekstraraðilar að móta umhverfisstefnu og innleiða umgengnisreglur, kortleggja þjónustu á svæðinu og veita upplýsingar um aðbúnað og umhverfi á skiltum.
    Nefndin fór yfir framlagða könnun og felur umhverfisfulltrúa að svara erindinu í samræmi við yfirferð og afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 134. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 134
    Þorsteinn Jóhannesson, fyrir hönd Rarik, sendi inn athugasemd við fyrirhugaðan lóðaleigusamning vegna sumarbústaðar, rétt við nýja hitaveituborholu í Skarðsdal.
    Nefndin hafnar ósk um kvöð vegna hugsanlegra framkvæmda innan lóðarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 134. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 134
    Jón Hólm Pálsson óskar eftir leyfi til þess að breyta útliti glugga á Norðurgötu 5 samkvæmt meðfylgjandi teikningum. Húsið fellur undir húsafriðunarnefnd og hefur húsafriðunarnefnd samþykkt breytingarnar þar sem verið er að færa útlit hússins í upprunalegt horf.
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 134. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 134
    Lagður er fram lóðaleigusamningur, ásamt lóðarblaði fyrir Gránugötu 1a, Siglufirði.
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 134. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum

10.Viðauki við fjárhagsáætlun 2012

Málsnúmer 1203096Vakta málsnúmer

a)  Snjómokstur
Bæjarráð samþykkti á 252. fundi sínum 27. mars 2012, lækkun á fjárhagslið 10-31-2941, fyllingarefni og ofaníburði, um 0,5 milljón, og lækkun á fjárhagslið 10-31-2942, malbik, olíumöl og steypa, um 3 milljónir, á móti hækkun að upphæð 3,5 milljónir á fjárhagslið fyrir snjómokstur og hálkueyðingu.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkir með 9 atkvæðum viðauka við fjárhagsáætlun 2012 um tilfærslur á fjárhagsliðum innan málaflokksins, umferðar- og samgöngumál að upphæð 3,5 m.kr. í tengslum við snjómokstur.

b)  Framkvæmdir við Grunnskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði.
Á 251. fundi bæjarráðs var farið yfir samþykkt fjármagn í áætlunum vegna framkvæmda við Grunnskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði.
Samtals samþykkt fjármagn til framkvæmda í áætlunum er 230 m.kr.
Í fjárhagsáætlun 2011, voru lagðar til 43 m.kr.
Í fjárhagsáætlun 2012, 175 m.kr.
Í fjárhagsáætlun 2013, 12 m.kr.
Á árinu 2011 voru notaðar 6 m.kr. af þeirri heimild.
Bæjarráð samþykkti á 252. fundi sínum 27. mars 2012, að heimila flutning á 37 m.kr. af ónotuðu framkvæmdafé ársins 2011 yfir til ársins 2012.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkir með 9 atkvæðum, viðauka við fjárhagsáætlun 2012 um framkvæmdir að upphæð 37 m.kr. sem tekið verður af eigin fé, vegna viðbyggingar við Grunnskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði.

11.Ársreikningur Fjallabyggðar 2011 - fyrri umræða

Málsnúmer 1203093Vakta málsnúmer

Til máls tók bæjarstjóri Sigurður Valur Ásbjarnarson og fór yfir skýringar með ársreikningi.

Helstu tölur í ársreikningi sveitarfélagsins fyrir árið 2011 eru:

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 1.667,3 millj. kr.
Rekstrarniðurstaða samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var neikvæð um 55,2 millj. kr.
Eigið fé í árslok nam 1.714,4 millj. kr.
Handbært fé í árslok er 214,5 millj. kr. 
 

Bæjarstjórn samþykkti með 9 atkvæðum að vísa ársreikningi Fjallabyggðar 2011 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

12.77. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar - Frumvörp til laga um stjórn fiskveiða og veiðigjöld

Málsnúmer 1204033Vakta málsnúmer

Samþykkt var með 9 atkvæðum að taka málið á dagskrá bæjarstjórnar.
Í tengslum við frumvörp til laga um stjórn fiskveiða og veiðigjöld, hefur sveitarfélaginu borist tölvupóstur með ályktun, frá formanni byggðarráðs sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem forseti kynnti fundarmönnum.
Til máls tóku: Þorbjörn Sigurðsson, Ólafur H. Marteinsson, Bjarkey Gunnarsdóttir, Egill Rögnvaldsson, Ingvar Erlingsson, Helga Helgadóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson.

Atvinnuveganefnd Alþingis hefur sent Fjallabyggð til umsagnar frumvörp til laga um veiðigjöld (heildarlög), 658. mál og 657. mál um stjórn fiskveiða (heildarlög).

Eftirfarandi bókun var samþykkt í bæjarstjórn Fjallabyggðar miðvikudaginn 11. apríl 2012, með 8 atkvæðum.
Bjarkey Gunnarsdóttir sat hjá.

"Vegna fram kominna frumvarpa til laga um stjórn fiskveiða og veiðigjöld, krefst Bæjarstjórn Fjallabyggðar þess af Ríkisstjórn Íslands og Alþingi að áhrif fyrirhugaðra breytinga á stjórn fiskveiða og viðbótar skattlagningar útgerðarinnar verði reiknuð út að fullu af hlutlausum aðilum og niðurstöðurnar kynntar opinberlega áður en lengra er haldið.
Bæjarstjórn leggur áherslu á að áhrif m.a. skattlagningar, tímalengd nýtingarleyfa, stækkunar potta, takmarkana á viðskiptum með aflamark, skattlagningu viðskipta með aflahlutdeild og annarra þeirra þátta sem áhrif geta haft á atvinnulíf í Fjallabyggð, Bæjarsjóð Fjallabyggðar og almenning í Fjallabyggð verði könnuð til hlítar og niðurstöðurnar kynntar opinberlega áður en lengra er haldið"

Ingvar Erlingsson
Egill Rögnvaldsson
Sólrún Júlíusdóttir
Guðmundur Gauti Sveinsson
Þorbjörn Sveinsson
Ólafur H. Marteinsson
S. Guðrún Hauksdóttir
Helga Helgadóttir

Bjarkey Gunnarsdóttir óskaði að bókað yrði:
"Sjávarútvegurinn er mikilvægasta atvinnugrein landsins og því nauðsynlegt að um stjórnkerfi greinarinnar ríki sem mest sátt meðal þjóðarinnar. Alþingi hefur nú til umfjöllunar tvö frumvörp varðandi stjórn fiskveiða sem ætluð eru til að leysa úr langvarandi ósætti sem staðið hefur um það mál áratugum saman. Það er mín skoðun að Alþingi þurfi að fá tíma og svigrúm til að vinna að þessum málum í trausti þess að heildarhagsmunir þjóðarinnar verði hafðir í fyrirrúmi og varast beri að hrapa að ályktunum sem torveldað geti þá vinnu."

Fundi slitið - kl. 19:00.