Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 39. fundur - 15. mars 2012

Málsnúmer 1203003F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 77. fundur - 11.04.2012

Hafnarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 39. fundur - 15. mars 2012
  Landvernd sendir hafnarstjórn bréf dags. 2. janúar 2012, en um er að ræða beiðni Landverndar um aðstoð við kortlagningu smábátahafna og baðstranda vegna Bláfánans. Bláfáninn er alþjóðleg viðurkenning fyrir góða umhverfisstjórnun. Til að hljóða viðurkenningu þurfa rekstraraðilar að móta umhverfisstefnu og innleiða umgengnisreglur, kortleggja þjónustu á svæðinu og veita upplýsingar um aðbúnað og umhverfi á skiltum.
  Hafnarstjórn fór yfir framlagða könnun og var hafnarstjóra falið að svara erindinu í samræmi við yfirferð og afgreiðslu hafnarstjórnar.
   
  Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar hafnarstjórnar staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • .2 1107056 Sjóvarnarskýrsla
  Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 39. fundur - 15. mars 2012
  Lögð fram leiðrétt yfirlitsskýrsla frá Siglingastofnun en með bréfi dagsettu 12.07.2011 voru drög að umræddri skýrslu sett til kynningar til hafnarstjórnar Fjallabyggðar.
  Lagt fram til kynningar.
   
  Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar hafnarstjórnar staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 39. fundur - 15. mars 2012
  Umhverfisstofnun ætlar að staðfesta áætlanir fyrir 1. júní 2012, er varðar móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleiða frá skipum í samræmi við reglugerð nr. 792/2004.
  Hafnarstjóri gerði grein fyrir því að fyrirtækið Matvæla og gæðakerfi væri að vinna umhverfisstefnu fyrir bæjarfélagið.
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar hafnarstjórnar staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 39. fundur - 15. mars 2012
  Lögð fram til kynningar áður staðfest.
  Hafnarstjórn gerði tvær lagfæringar á gjaldskránni.
  Í 12.gr. var sorphirðugjalda vegna vinnubáta undir 20 brt. á mánuði kr. 1463.
  Í 16. gr. var skráning vegna endurvigtunar kr. 44.- fellt út.
  Samþykkt samhljóða.
   
  Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að auglýsa gjaldskrána í stjórnartíðindum.
  Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar hafnarstjórnar staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • .5 1203031 Flotbryggjur
  Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 39. fundur - 15. mars 2012
  Hafnarstjóri lagði fram bréf frá Arngrími Jóhannssyni og Valgeiri T Sigurðssyni um hugmyndir þeirra að koma fyrir flotbryggju fyrir sjóflugvél sem yrði staðsett milli togarabryggju og Ingvarsbryggju.  Ætlunin er að vera með útsýnisflug frá Akureyri til Siglufjarðar í sumar. Hafnarstjórn telur rétt að leggja vinnu í framtíðarskipulag hafnanna og að lögð verði áhersla á öryggismál í tengslum við þjónustu við báta, umferð ökutækja og gangandi fólks.
  Hafnarstjórn tekur vel í framlagt erindi en vísar því til umfjöllunar í bæjarráði þar sem fjárveiting til slíkra framkvæmda er ekki á áætlun ársins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar hafnarstjórnar staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • .6 1106045 Flotbryggjur
  Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 39. fundur - 15. mars 2012
  Hafnarstjóri lagði fram bréf þar sem hann óskar fyrir hönd hafnarstjórnar eftir tilboðum í flotbryggju fyrir höfnina á Siglufirði. Svör hafa borist og er ætlunin að taka málið til afgreiðslu á næsta fundi hafnarstjórnar. Átta aðilar fengu útboðsgögn.
  Hafnarstjóri lagði einnig fram bréf til Siglingastofnunar um styrk til kaupa á flotbryggjunni sem og svarbréf þeirra til hafnarstjórnar, en þar er umræddri ósk hafnað.
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar hafnarstjórnar staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 39. fundur - 15. mars 2012
  Lögð fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar hafnarstjórnar staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 39. fundur - 15. mars 2012
  Lögð fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar hafnarstjórnar staðfest á 77. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.