Ungmennaráð Fjallabyggðar

2. fundur 12. mars 2012 kl. 17:00 - 17:00 í fundarherbergi í Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Brynja Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðni Brynjólfur Ásgeirsson aðalmaður
  • Sigurjón Ólafur Sigurðarson aðalmaður
  • Sveinn Andri Jóhannsson aðalmaður
  • Sigurbjörg Áróra Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Magnús Andrésson varamaður
  • Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og tómstundafulltrúi

1.Forvarnarstefna Fjallabyggðar

Málsnúmer 1203038Vakta málsnúmer

Drög að forvarnarstefnu Fjallabyggðar lögð fram til umsagnar. Ráðið gerir ekki athugsemdir við framkomin drög.

2.Hjólabraut í Ólafsfirði- dirt jump

Málsnúmer 1203037Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundafulltrúi gerði Ungmennaráði grein fyrir stöðu mála. Búið er að úthluta svæði fyrir brautina og var byrjað á því keyra í hana síðasta sumar. Fjallabyggð er tilbúið að leggja til dráttavél og vagn í verkið og er efni til, er það í höndum áhugamanna um uppbygginguna að vinna verkið.

3.Kvartmílubraut á Siglufirði

Málsnúmer 1203036Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Fjallabyggðar vildi kanna möguleika á kvartmílubraut á flugvellinum á Siglufirði. Íþrótta- og tómstundafulltrúi hafði samband við kvartmíluklúbbinn og fékk upplýsingar um hvað þyrfti til að standsetja slíka braut. Flugvöllurinn virðist vera ákjósanlegur staður fyrir slíka braut. Einnig hefur verið send fyrirspurn til Isavia um það hvort rekstur flugvallar fyrir sjúkraflutingar og kvartmílubraut fari saman, svar hefur ekki borist. Ráðið leggur til að samþykkt verði að slík braut verði á flugvellinum svo framarlega sem Isavia gerir ekki athugasemdir. Ráðið telur að þetta verði til þess að færa hraðakstur af götum bæjarins á öruggan afmarkaðan stað.

4.Ráðstefnan "Ungt fólk og lýðræði" 2012

Málsnúmer 1203017Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundafulltrúi gerði grein fyrir ráðstefnu ætluð ungmennum og starfsmönnum sem starfa í ungmennaráðum. Kostnaður á mann er kr. 10.000 og innifalið er allur kostnaður, s.s. ferðakostnaður, gisting og fæði.

Fundi slitið - kl. 17:00.