Bæjarráð Fjallabyggðar

253. fundur 04. apríl 2012 kl. 11:00 - 13:00 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Helgi Marteinsson formaður
  • Bjarkey Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Egill Rögnvaldsson aðalmaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Ársreikningur Fjallabyggðar 2011

Málsnúmer 1203093Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund bæjarráðs, bæjarfulltrúarnir Ingvar Erlingsson, Helga Helgadóttir, Þorbjörn Sigurðsson, Guðmundur Gauti Sveinsson, Sólrún Júlíusdóttir, S. Guðrún Hauksdóttir og endurskoðandi KPMG, Þorsteinn G Þorsteinsson.
Þorsteinn G Þorsteinsson endurskoðandi gerði grein fyrir niðurstöðum ársreiknings Fjallabyggðar.
Fram kom hjá endurskoðanda að staða sveitarfélagsins væri sterk.
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 1.667,3 millj. kr. Rekstrarniðurstaða samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var neikvæð um 55,2 millj. kr.
Eigið fé í árslok nam 1.714,4 millj. kr.
Handbært fé í árslok er 214,5 millj. kr.
Bæjarráð undirritaði ársreikning og samþykkti að vísa ársreikningi Fjallabyggðar 2011 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

2.Snjóflóðavarnir í Siglufirði - staða framkvæmda

Málsnúmer 1106111Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar svarbréfi Umhverfisráðuneytis f.h. Ofanflóðanefndar dagsettu 22. mars 2012, varðandi framvkæmdir við upptakastoðvirki í Hafnarhyrnu.

3.Til umsagnar - Tillaga til þingsályktunar um heilbrigðisþjónustu í heimabyggð, 120. mál

Málsnúmer 1203097Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Velferðarnefnd Alþingis er varðar ósk um umsögn um tillögu til þingsályktunar um heilbrigðisþjónustu í heimabyggð, 120. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist fyrir 16. apríl n.k.

4.Til umsagnar - Tillaga til þingsályktunar um tímasetta áætlun um yfirfærslu heilsugæslunnar frá ríki til sveitarfélaga, 220. mál

Málsnúmer 1203099Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Velferðarnefnd Alþingis er varðar ósk um umsögn um tillögu til þingsályktunar um tímasetta áætlun um yfirfærslu heilsugæslunnar frá ríki til sveitarfélaga, 220. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist fyrir 16. apríl nk.

5.Upplýsingar Sambands ísl. sveitarfélaga um tekjuviðmiðanir vegna afsláttar á fasteignasköttum til elli- og örorkulífeyrisþega 2012

Málsnúmer 1203102Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar

6.Fundagerðir Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra 2012

Málsnúmer 1202010Vakta málsnúmer

Fundargerð frá 13. mars s.l. lögð fram til kynningar.

7.Fundagerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2012

Málsnúmer 1202007Vakta málsnúmer

Fundargerð XXVI landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 23. mars lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:00.