Bæjarráð Fjallabyggðar

252. fundur 27. mars 2012 kl. 16:00 - 17:00 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Helgi Marteinsson formaður
  • Bjarkey Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Egill Rögnvaldsson aðalmaður
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Bótakrafa vegna flugskýlis

Málsnúmer 0703003Vakta málsnúmer

Fimmtudaginn 22. mars 2012, komst Hæstiréttur Íslands að þeirri niðurstöðu í máli Hjartar Þórs Haukssonar gegn Fjallabyggð, að Fjallabyggð bæri að innleysa fasteign Hjartar, sem er flugskýli við flugvöllinn í Ólafsfirði. Fjallabyggð var einnig gert að greiða eina milljón í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti.

Skrifstofu- og fjármálastjóri kynnti bæjarráði næstu skref í málinu.

2.Grunnskóli Fjallabyggðar - Breyting fjárhagsáætlunar 2012 vegna framkvæmda

Málsnúmer 1203083Vakta málsnúmer

Á 251. fundi bæjarráðs var farið yfir samþykkt fjármagn í áætlunum vegna framkvæmda við Grunnskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði.
Samtals samþykkt fjármagn til framkvæmda í áætlunum er 230 m.kr.
Í fjárhagsáætlun 2011, voru lagðar til 43 m.kr.
Í fjárhagsáætlun 2012, 175 m.kr.
Í fjárhagsáætlun 2013, 12 m.kr.
Á árinu 2011 voru notaðar 6 m.kr. af þeirri heimild.

Bæjarráð samþykkir að heimila flutning á 37 m.kr. af ónotuðu framkvæmdafé ársins 2011 yfir til ársins 2012.

3.Bylgjubyggð 49 Ólafsfirði - kauptilboð

Málsnúmer 1203088Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur tilboð í Bylgjubyggð 49, Ólafsfirði.
Bæjarráð samþykkir að fela skrifstofu- og fjármálastjóra að gera tilboðsgjöfum gagntilboð og jafnframt heimild til að ljúka málinu ef um semst.

4.Rekstraryfirlit 29. febrúar 2012

Málsnúmer 1203082Vakta málsnúmer

Lagt fram rekstraryfirlit fyrir tímabilið janúar til febrúar 2012, annars vegar fyrir A- og B-hluta sveitarfélagsins svo og málaflokkayfirlit.

5.Snjómokstur 2012

Málsnúmer 1203085Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga deildarstjóra tæknideildar um tilflutning á fjármagni á fjárhagsáætlun 2012 til að mæta snjómoksturskostnaði.
Á áætlun 2012 voru 9 milljónir en búið er að moka fyrir 8,9 í lok febrúar.
Bæjarráð samþykkir lækkun á fjárhagslið 10-31-2941, fyllingarefni og ofaníburði, um 0,5 milljón, lækkun á fjárhagslið 10-31-2942, malbik, olíumöl og steypa, um 3 milljónir, á móti hækkun að upphæð 3,5 milljónir á fjárhagslið fyrir snjómokstur og hálkueyðingu.

6.Úthlutun á styrk til húsakönnunar í Fjallabyggð

Málsnúmer 1103060Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Húsafriðunarnefnd dags. 14. mars 2012, þar sem fram kemur að ákveðið hefur verið að styrkja sveitarfélagið á árinu 2012, um 1,1 milljón til byggða- og húsakönnunar. 

7.Fundagerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2012

Málsnúmer 1202007Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar 795. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 16. mars 2012.

8.Deiliskipulag - Þormóðseyri

Málsnúmer 1203070Vakta málsnúmer

251. fundur bæjarráðs óskaði eftir kostnaðarupplýsingum um deiliskipulagsverkefnið.
Samkv. upplýsingum tæknideildar er kostnaður áætlaður á bilinu 650 til 850 þúsund miðað við áætlaðan tímafjölda.

251. fundur bæjarráðs óskaði eftir kostnaðarupplýsingum um deiliskipulagsverkefnið á Þormóðseyri.
Samkv. upplýsingum tæknideildar er kostnaður áætlaður á bilinu 650 til 850 þúsund miðað við áætlaðan tímafjölda.

Fundi slitið - kl. 17:00.