Bæjarstjórn Fjallabyggðar

166. fundur 18. október 2018 kl. 17:00 - 18:15 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
 • Helga Helgadóttir 1.varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
 • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi, D lista
 • Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi, D lista
 • Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir Forseti bæjarstjórnar I-lista
 • Nanna Árnadóttir bæjarfulltrúi, I lista
 • Helgi Jóhannsson varabæjarfulltrúi, H lista
 • Særún Hlín Laufeyjardóttir bæjarfulltrúi, H lista
Starfsmenn
 • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
 • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 573. fundur - 25. september 2018

Málsnúmer 1809006FVakta málsnúmer

 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 573. fundur - 25. september 2018 Lögð fram drög að bréfi bæjarstjóra Fjallabyggðar til Isavia vegna framkvæmda við flugvöll á Siglufirði.

  Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög.
  Bókun fundar Afgreiðsla 573. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 573. fundur - 25. september 2018 Lagt fram rekstraryfirlit fyrir tímabilið janúar til ágúst 2018.

  Reksturinn er í góðu jafnvægi.
  Bókun fundar Afgreiðsla 573. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 1.3 1808002 Fráveita að Hóli
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 573. fundur - 25. september 2018 Á 566. fundi bæjarráðs þann 9. ágúst sl. óskaði bæjarráð eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna fyrirhugaðra fráveituframkvæmda á Hóli en stjórn UÍF hefur óskað eftir viðræðum við sveitarfélagið um þann hluta framkvæmdanna sem liggur utan lóðar.

  Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar dags. 24.september 2018. Þar kemur fram að Fjallabyggð endurnýjaði rotþró við Hól fyrir nokkrum árum síðan. Rotþróin er staðsett um það bil 10 metra frá lóðarmörkum. Engar lagnir voru endurnýjaðar þegar skipt var um rotþrónna. Þær framkvæmdir sem ÚÍF áætlar að fara í á fráveitunni að Hóli eru að mestu innan lóðar, en það sem liggur utan lóðar er endurnýjun á stofnlögn að rotþrónni sem eru ca 10-15 metrar að lengd. Engin vandkvæði eru á því að samræma aðgerðir við endurnýjun á fráveitunni og mun Veitustofnun endurnýja stofnlögnina 2 metra inn fyrir lóðarmörk að Hóli þegar þar að kemur.

  Bæjarráð samþykkir framlagt minnisblað.
  Bókun fundar Afgreiðsla 573. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 573. fundur - 25. september 2018 Lagt fram erindi frá Jónínu Björnsdóttur íþróttakennara dags. 20.09.2019 þar sem hún óskar eftir að fá styrk í formi afnota af íþróttasal íþróttamiðstöðvar í Ólafsfirði til þess að halda 6 vikna íþróttanámskeið fyrir börn í Fjallabyggð á aldrinum 2-3 ára og 4-5 ára á tímabilinu 3. október til 7. nóvember. Um er að ræða 12 skipti í heilum sal og er kostnaður vegna námskeiðsins áætlaður kr. 88.200.-

  Bæjarráð samþykkir að veita styrk í formi afnota af íþróttahúsi, gjaldaliður færist af deild 06810 og lykli 9291 kr. 88.200 og bókast sem tekjur á deild 06510, lykill 0258 kr. 88.200

  Bókun fundar Afgreiðsla 573. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 573. fundur - 25. september 2018 Lagt fram erindi frá Maríu Jóhannsdóttur formanni Tennis- og Badmintonfélagi Siglufjarðar (TBS) dags. 17. september sl. þar sem óskað er eftir styrk í formi afnota af íþóttasal íþróttamiðstöðvar á Siglufirði fyrir unglingamót (A) í badminton sem félaginu var úthlutað af Badmintonsambandi Íslands (BSÍ). Mótið fer fram 29. og 30. september nk. og er fyrir börn og unglinga á aldrinum 8-19 ára. Áætlað er að keppendur verði um 100 talsins. Spilað verður frá kl. 9:00-18:00 þann 29. og frá 9:00-15:00 þann 30.
  TBS óskar einnig eftir styrk í formi afnota af íþróttasal íþróttamiðstöðvarinnar á Siglufirði vegna unglingamóts TBS sem haldið verður 1. desember nk. fyrir börn og unglinga á aldrinum 7-17 ára. Mótið verður opið en áætlað er að keppendur komi aðallega af norðurlandi. Mótið byrjar kl. 10:00 og er áætlað að því ljúki kl. 17:00 en það fer eftir fjölda keppenda.

  Bæjarráð samþykkir að veita styrk í formi afnota af íþróttahúsi, gjaldaliður vegna móts 29.-30. september færist af deild 06810 og lykli 9291 kr. 230.000. sem bókast sem tekjur á deild 06510, lykill 0258 kr. 230.000.

  Gjaldaliður vegna móts 1.desember nk. færist af deild 06810 og lykli 9291 kr. 76.000. sem bókast sem tekjur á deild 06510, lykill 0258 kr. 76.000.
  Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson, Helga Helgadóttir og S. Guðrún Hauksdóttir.

  Afgreiðsla 573. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 573. fundur - 25. september 2018 Lagt fram erindi Skógræktarfélags Siglufjarðar dags. 20. september 2018 þar sem félagið þakkar bæjarstjórn gjöf í tilefni 100 ára kaupstaðarafmælis Siglufjarðar þann 20. maí sl. Í erindinu kemur fram að fyrirhugað sé að fara í grisjun skógar í haust og í stígagerð næsta sumar. Einnig kemur fram að félagið hefur bætt við bekkjum og borðum víðs vegar um skóginn ásamt því að koma upp grillaðstöðu í Árhvammi.

  Bæjarráð þakkar Skógræktarfélaginu fyrir erindið.
  Bókun fundar Afgreiðsla 573. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 573. fundur - 25. september 2018 Lagt fram erindi frá Síldarminjasafni Íslands ses. dags. 19. september sl. Þar sem fulltrúum í bæjarstjórn og bæjarráði er boðið í heimsókn í safnið þar sem starfsemin verður kynnt og farið yfir helstu skyldur safnsins og verkefni á vegum þess.

  Bæjarráð þakkar forsvarsmönnum Síldarminjasafnsins gott boð.
  Bókun fundar Afgreiðsla 573. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 573. fundur - 25. september 2018 Lögð fram drög að staðsetningu púttvallar við Hvanneyrarbraut, Siglufirði.

  Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til skipulags-og umhverfisnefndar.
  Bókun fundar Til máls tók Helgi Jóhannsson.

  Afgreiðsla 573. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 573. fundur - 25. september 2018 Lagt fram til kynningar erindi Íbúðarlánasjóðs dags. 11. september 2018 þar sem leitað er eftir sveitarfélögum til að taka þátt í tilraunaverkefni um uppbyggingu í húsnæðismálum á landsbyggðinni. Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Helga Helgadóttir.

  Afgreiðsla 573. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 573. fundur - 25. september 2018 Lagt fram erindi frá Mannvirkjastofnun dags. 10. september 2018 þar sem óskað er eftir upplýsingum um tiltækt slökkvivatn í Ólafsfirði skv. 6.gr. laga nr. 75/2000 um brunavarnir.

  Bæjarráð óskaði á 567. fundi sínum þann 14. ágúst sl., eftir umsögn bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar vegna málsins. Leitað var ráðgjafar VSÓ.

  Bæjarstjóri og deildarstjóri tæknideildar munu leggja tillögur að úrbótum fyrir næsta fund bæjarráðs.
  Bókun fundar Afgreiðsla 573. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 573. fundur - 25. september 2018 Lögð fram til kynningar 308. fundargerð stjórnar Eyþings frá 12. september sl. Bókun fundar Afgreiðsla 573. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 573. fundur - 25. september 2018 Lögð fram til kynningar fundargerð 1. fundar svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar 2018-2022 frá 14. ágúst sl. Bókun fundar Afgreiðsla 573. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 574. fundur 2. október 2018

Málsnúmer 1809009FVakta málsnúmer

 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 574. fundur 2. október 2018 Á 567. fundi bæjarráðs, dags. 14. ágúst sl. óskaði bæjarráð eftir umsögn bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar vegna vatnsþrýstings og slökkvivatns í Ólafsfirði.

  Í minnisblaði bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar, dags. 26. september 2018 kemur fram að leitað hafi verið til VSÓ verkfræðistofu vegna lausnar málsins. Fyrirliggjandi hönnun VSÓ felur í sér að til þess að auka vatnsþrýsting og slökkvivatn á kerfinu í Ólafsfirði upp að 5 börum þurfi að setja þrýstijafnara á neðri vatnstankinn.

  Áætlaður kostnaður er um 5-7 mkr. og lagt er til að framkvæmdir fari fram í maí á næsta ári.

  Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019 og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar að senda Mannvirkjastofnun afrit af svari bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar í samræmi við erindi frá Mannvirkjastofnun varðandi málið sem tekið var fyrir á 573. fundi bæjarráðs dags. 25. september 2018.
  Bókun fundar Afgreiðsla 574. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 574. fundur 2. október 2018 Lagt fram til kynningar fundur þingmanna Norðausturkjördæmis með sveitarstjórnarmönnum á Eyjafjarðarsvæðinu verður haldinn í Hofi á Akureyri miðvikudaginn 3. október nk. Bókun fundar Afgreiðsla 574. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 574. fundur 2. október 2018 Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu,- frístunda, og menningarmála dags. 27.09.2018 vegna umsóknar Birgittu Þorsteinsdóttur um launað leyfi í námslotum og vettvangsnámi vegna B. Ed náms í kennslufræðum við Háskólann á Akureyri. Deildarstjóri leggur til við bæjarráð að umsókn Birgittu Þorsteinsdóttur verði samþykkt með vísan í 4. gr. Viðmiðunarreglna um launað leyfi sem samþykktar voru á 134. fundi Bæjarstjórnar Fjallabyggðar 22. júní 2016.

  Bæjarráð samþykkir að veita Birgittu Þorsteinsdóttur launað námsleyfi skólaveturinn 2018 í samræmi við 4. gr. Viðmiðunarreglna um launað leyfi sem samþykktar voru á 134. fundi Bæjarstjórnar Fjallabyggðar 22. júní 2016.
  Bókun fundar Afgreiðsla 574. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 574. fundur 2. október 2018 Tilboð voru opnuð 28. september 2018 vegna ræstinga í húsnæði tónlistarskólans á Siglufirði. Útboðið nær til þriggja ára.

  Eftirfarandi tilboð bárust: Guðrún Björg Brynjólfsdóttir kr. 4.914.678 og Minný ehf. 6.030.226.

  Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda.
  Bókun fundar Afgreiðsla 574. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 574. fundur 2. október 2018 Tekið fyrir erindi frá Reyni Karlssyni dags. 2.október 2018, þar sem Fjallabyggð er boðinn forkaupsréttur af Júlíu Blíðu SI-173.

  Bæjarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála afgreiðslu málsins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 574. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 574. fundur 2. október 2018 Lögð fram til kynningar skýrsla Eflu verkfræðistofu frá september 2018 vegna uppbyggingaráætlunar fyrir Akureyrarflugvöll. Bókun fundar Afgreiðsla 574. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 574. fundur 2. október 2018 Lagður fram til kynningar undirritaður samningur milli Fjallabyggðar og Golfklúbbs Fjallabyggðar vegna uppbyggingar golfvallar í Ólafsfirði í samræmi við bókun bæjarráðs frá 27.11.2017. Bókun fundar Afgreiðsla 574. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 574. fundur 2. október 2018 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 20. september 2018 frá forsvarsmönnum áhugamannafélags um að reisa styttu af Gústa Guðsmanni á Ráðhústorginu á Siglufirði. En vígsla styttunnar fer fram við hátíðlega athöfn á Ráðhústorginu á Siglufirði laugardaginn 13. október nk. kl. 13:30.
  Allir eru velkomnir og verður viðstöddum boðið í kaffi að vígslu lokinni.
  Bókun fundar Afgreiðsla 574. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 574. fundur 2. október 2018 Lagt fram erindi Markaðsstofu Norðurlands dags. 24. september sl. vegna endurnýjunar á samstarfssamningi milli Fjallabyggðar og Markaðsstofu Norðurlands til næstu þriggja ára eða til ársloka 2021 en núgildandi samningur rennur út um áramót. Einnig óskar framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands Arnheiður Jóhannsdóttur eftir því að fá að koma á fund bæjarráðs til þess að kynna verkefni og starfsemi Markaðsstofnunnar.

  Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að boða framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands á fund bæjarráðs.
  Bókun fundar Afgreiðsla 574. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 574. fundur 2. október 2018 Lagt fram til kynningar erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 21.09.2018 varðandi samantekt ráðuneytisins á lögmætum verkefnum sveitarfélaga skv. 1. mgr. 7. gr. Sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Yfirlitinu er ætlað að leiðbeina sveitarfélögum í stefnumótun og áætlunargerð ásamt því að auðvelda umræðu og yfirsýn yfir skyldur og hlutverk sveitarfélaga. Bókun fundar Afgreiðsla 574. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 574. fundur 2. október 2018 Lagt fram til kynningar erindi stjórnar UMFÍ dags. 21.09.2018 þar sem auglýst er eftir aðilum innan sambandsins og sveitarstjórnum til þess að taka að sér undirbúning og framkvæmd 24. Unglingalandsmóts UMFÍ 2021 og 25. Unglingalandsmóts UMFÍ 2022. Frestur til að skila inn umsóknum er til 10. desember 2018 Bókun fundar Afgreiðsla 574. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 574. fundur 2. október 2018 Lagt fram svarbréf Ofanflóðanefndar dags. 24. september 2018 vegna erindis Fjallabyggðar dags. 17. ágúst 2018 þar sem óskað var eftir því við stjórn Ofanflóðasjóðs að lokið yrði 4. og síðasta áfanga stoðvirkja á Siglufirði á árinu 2020.

  Í svarbréfi Ofanflóðanefndar kemur fram að samkvæmt fyrirliggjandi fjármálaáætlun standi til að ljúka sex framkvæmdaverkefnum fyrir árslok 2023 og að þremur þeirra ljúki í ár. Miðað er við að framkvæmdir hefjist við ofnaflóðavarnir undir Urðarbotnum í Neskaupstað á næsta ári og er áætlaður framkvæmdatími þrjú ár auk vinnu við frágang. Að óbreyttum fjárheimildum hefjast framkvæmdir við aðrar varnir ekki fyrr en á árinu 2021.

  Bókun fundar Afgreiðsla 574. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 574. fundur 2. október 2018 Erindi frestað, frekari gagna óskað í samræmi við umræður á fundi auk umsagnar markaðs- og menningarfulltrúa. Bókun fundar Afgreiðsla 574. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 574. fundur 2. október 2018 Lagt fram erindi Gríms Laxdal og Jóninnu Hólmsteinsdóttur dags. 26.09.2018 vegna viðhaldsleysi á veginum sem liggur að húseign þeirra að Hlíðarvegi 7b.

  Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 574. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 574. fundur 2. október 2018 Lagt fram til kynningar erindi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 20. september 2018. Þar kemur fram að ársfundur Jöfnunarsjóðs Sveitarfélaga verður haldinn miðvikudaginn 10. október nk. á Hilton Reykjavík Nordica kl. 16:00.

  Bæjarráð samþykkir að deildarstjóri félagsmáladeildar sæki fundinn fyrir hönd Fjallabyggðar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 574. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 574. fundur 2. október 2018 Lagt fram til kynningar erindi Orkustofnunar dags. 20. september 2018 þar sem fulltrúa sveitarfélagsins er boðið á sýninguna Íslenskur landbúnaður 2018 sem haldin verður dagana 12. - 14. október nk. en þar mun Orkustofnun kynna smávirkjunarverkefni stofnunarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 574. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 574. fundur 2. október 2018 Lagt fram erindi frá Skógræktarfélagi Siglufjarðar dags. 26. september 2018 þar sem óskað er eftir endurnýjun á samstarfssamningi sem rennur út um áramót.

  Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019.
  Bókun fundar Afgreiðsla 574. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 574. fundur 2. október 2018 Lagt fram erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 18. september 2018 þar sem fram kemur að árleg Fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin 11. - 12. október nk. á Hótel Reykjavík Nordica.

  Bæjarráð felur formanni og varaformanni bæjarráðs að sækja ráðstefnuna auk deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála.
  Bókun fundar Afgreiðsla 574. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 574. fundur 2. október 2018 Lagt fram til kynningar erindi Skipulagsstofnunar dags. 26.09.2018 varðandi útgáfu skýrslunnar, Mannvirki á miðhálendinu - framkvæmdarverkefni landsskipulagsstefnu 2015-2026. Hægt er að nálgast prentað eintak skýrslunnar hjá Skipulagsstofnun en nánari upplýsingar má finna á vef stofnunarinnar skipulag.is.
  Bókun fundar Afgreiðsla 574. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 574. fundur 2. október 2018 Lagt fram til kynningar erindi Nefndarsviðs Alþingis dags. 26. september 2018 varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda, 19. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 574. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 574. fundur 2. október 2018 Lögð fram til kynningar 309. fundargerð stjórnar Eyþings frá 21. september sl. Bókun fundar Afgreiðsla 574. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 574. fundur 2. október 2018 Lögð fram til kynningar fundargerð 46. fundar markaðs- og menningarnefndar frá 26. september sl. Bókun fundar Afgreiðsla 574. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 575. fundur -9. október 2018

Málsnúmer 1810004FVakta málsnúmer

 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 575. fundur - 9. október 2018 Niðurstaða bókuð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 575. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 575. fundur - 9. október 2018 Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningardeildar dags. 03.10.2018 vegna skipulags og kostnaðar við móttöku gesta á ráðstefnuna EcoMedia europe sem haldin verður í MTR dagana 15.- 19. október nk.
  Ráðstefnugestir verða 80 talsins auk skipuleggjanda.

  Áætlaður kostnaður við móttöku er kr. 557.168
  og vegna þátttökugjalds fulltrúa leik- og grunnskóla Fjallabyggðar kr. 226.000.

  Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi kostnað vegna móttöku og þátttökugjalds fulltrúa grunn- og leikskóla Fjallabyggðar samtals kr. 783.162.
  Kostnaður vegna móttöku kr. 557.168 verður gjaldfærður af liðum 2150-4413, 21510-4230 og 21510-4925.

  Kostnaði vegna þátttökugjalds fulltrúa grunn- og leikskóla kr. 226.000 er vísað til viðauka nr.14/2018 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé af liðum 04210-4280 kr. 176.000 og 04110-4280 kr. 50.000.
  Bókun fundar Afgreiðsla 575. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 575. fundur - 9. október 2018 Á 231. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar þann 03.10.2018 sl. var tekin fyrir umsókn frá Aurélien Votat þar sem óskað er eftir lóðum í landi Hólkots undir tvö til fjögur frístundahús. Niðurstaða skipulags- og umhverfisnefndar var að leggja til við bæjarráð að úthluta umsækjendum umræddu svæði undir frístundahús og fela nefndinni að vinna deiliskipulag af svæðinu.

  Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðunum og fela tæknideild að vinna deiliskipulag af svæðinu.
  Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson, Ingibjörg G. Jónsdóttir og Helga Helgadóttir.

  Tillaga að breytingu bókunar bæjarráðs, bæjarstjórn samþykkir að gera eftirfarandi breytingar á orðalagi.

  Bæjarstjórn samþykkir að úthluta lóðunum og heimila umsækjendum að vinna deiliskipulag af svæðinu og felur tæknideild að halda utan um vinnu við deiliskipulagið.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 575. fundur - 9. október 2018 Lögð fram drög að svari bæjarstjóra Fjallabyggðar dags. 25. september 2018 vegna fyrirspurnar Jóns Valgeirs Baldurssonar fh. H-lista vegna Siglufjarðarflugvallar.

  Áætlaður kostnaður sveitarfélagsins vegna framkvæmda við Siglufjarðarflugvöll er kr. 7.2 mkr. og er tekinn af framkvæmdaliðnum ýmis smáverk.

  Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að svari og felur bæjarstjóra að senda afrit af svari á trolli.is vegna fyrirspurnar um Siglufjarðarflugvöll.
  Bókun fundar Til máls tók Helgi Jóhannsson.

  Afgreiðsla 575. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 5 atkvæðum.
  Helgi Jóhannsson og Særún Hlín Laufeyjardóttir sitja hjá undir þessum lið.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 575. fundur - 9. október 2018 Málinu frestað þar til umbeðin gögn liggja fyrir. Bókun fundar Afgreiðsla 575. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 575. fundur - 9. október 2018 Lagt fram erindi Sellu tannlækna ehf. dags. 03.10.2018 þar sem ítrekað er erindi til sveitarfélagsins dags. 17.02.2018 þar sem Sella tannlæknar ehf óskar eftir lækkun á leiguverði vegna aðstöðu í Hornbrekku Ólafsfirði þar sem notkun hefur ekki verið í samræmi við upprunalegar áætlanir vegna skorts á tannlæknum á landsbyggðinni.

  Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að eiga viðræður við forsvarsmenn Sellu tannlækna ehf.
  Bókun fundar Afgreiðsla 575. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 575. fundur - 9. október 2018 Lagt fram erindi Velferðarráðuneytisins, dags. 4. október 2018 er varðar beiðni um upplýsingar um stöðu og framkvæmd sveitarfélaga í húsnæðismálum utangarðsfólks.

  Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra félagsmáladeildar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 575. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 575. fundur - 9. október 2018 Lagt fram erindi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV), dags. 2. október 2018 þar sem óskað er eftir þátttöku sveitarfélaga í könnun er varðar stöðu fasteignamarkaðar á landinu.

  Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að svara erindinu og leggja fyrir bæjarráð.
  Bókun fundar Afgreiðsla 575. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 575. fundur - 9. október 2018 Lagt fram til kynningar erindi Vísindafélags Íslendinga þar sem fram kemur að Vísindafélag Íslendinga ásamt Rannsóknarmiðstöð ferðamála við Háskólann á Akureyri hyggst standa fyrir málþingi um ferðamál á umbrotatímum í Háskólanum á Akureyri í sal M102 laugardaginn 13. október kl. 13.30.

  Flutt verða þrjú erindi þar sem sjónum verður beint að rannsóknum á þolmörkum ferðaþjónustunnar, áhrifum ferðamennsku á landsbyggðirnar og þróun ferðaþjónustunnar í ljósi heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni.

  Nánari upplýsingar um málþingið má finna á
  https://www.facebook.com/events/158486025086631/ http://www.fullveldi1918.is/is/dagskra-arsins/visindi-og-samfelag-1 https://visindafelag.is/aldarafmaeli/malthing-2018-3/
  Bókun fundar Afgreiðsla 575. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 575. fundur - 9. október 2018 Lagt fram til kynningar erindi Hagvangs, dags. 01.10.2018 er varðar haustráðstefnuna „Vellíðan á vinnustað ? Allra hagur“ sem fram fer á Grand Hótel 23. október nk. kl. 8:30-11:00. Bókun fundar Afgreiðsla 575. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 575. fundur - 9. október 2018 Lagt fram til kynningar erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 28. september 2018 er varðar umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að heimila skráningu lögheimilis barna hjá báðum forsjárforeldrum, 25. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 575. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 575. fundur - 9. október 2018 Lagt fram til kynningar erindi Lex lögmannsstofu, dags. 1. október 2018 þar sem fram kemur að lögmannsstofan muni bjóða upp á kynningu á þjónustu sinni fyrir sveitarfélög á Fjármálaráðstefnu Sambandsins 11. og 12. október nk. Bókun fundar Afgreiðsla 575. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 575. fundur - 9. október 2018 Lögð fram til kynningar 310. fundargerð Stjórnar Eyþings frá 26. september sl. Bókun fundar Afgreiðsla 575. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 576

Málsnúmer 1810005FVakta málsnúmer

 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 576. fundur - 15. október 2018 Lagt fram erindi Láru Stefánsdóttur skólameistara Menntaskólans á Tröllaskaga dags. 2. október 2018 varðandi ástand á þaki skólahúsnæðisins að Ægisgötu 13, Ólafsfirði. Einnig lagt fram minnisblað bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar dags. 12. október 2018 þar sem lagt er til að dúkur á þaki Menntaskólans á Tröllaskaga verði lagfærður í þremur áföngum á næstu þremur árum.

  Bæjarráð samþykkir að vísa viðhaldi á þakdúk húsnæðis Menntaskólans á Tröllaskaga til gerðar fjárhagsáætlunar 2019.
  Bókun fundar Afgreiðsla 576. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 576. fundur - 15. október 2018 Lagt fram yfirlit staðgreiðslu útsvars frá 1. janúar til 30. september 2018. Innborganir nema 802.194.195 kr. sem er 100,36% af tímabilsáætlun sem gerði ráð fyrir 799.352.748 kr. Bókun fundar Afgreiðsla 576. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 576. fundur - 15. október 2018 Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar þar sem fram kemur að vinna við áætlaðar lagfæringar á brekkunni í sumar hafi dregist af óviðráðanlegum orsökum en sé nú lokið.

  Bókun fundar Afgreiðsla 576. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 576. fundur - 15. október 2018 Á 113. fundi félagsmálanefndar Fjallabyggðar var lagt til við bæjarráð að leiguverð verði hækkað um 5%.

  Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu félagsmálanefndar um 5% hækkun til gerðar fjárhagsáætlunar 2019.
  Bókun fundar Afgreiðsla 576. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 576. fundur - 15. október 2018 Lögð fram umsókn um styrk frá Markaðsstofu Ólafsfjarðar vegna kynningar níu ferðaþjónustuaðila í Ólafsfirði á starfsemi fyrirtækja sinna á ferðaráðstefnunni Vestnorden 2018.

  Bæjarráð samþykkir að veita styrk í formi húsaleigu í Tjarnarborg vegna stofnfundar Markaðsstofu Ólafsfjarðar og tveggja vinnufunda sem haldnir voru í Tjarnarborg. Styrkur kr. 45.000.- verður tekinn af deild 13610, lykli 4921 sem rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2018.
  Bókun fundar Afgreiðsla 576. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 576. fundur - 15. október 2018 Lagt fram launayfirlit ásamt kostnaðarskiptingu milli Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar í sameinuðum tónskóla, Tónlistarskólanum á Tröllaskaga sem stjórn tónlistarskólans samþykkti að vísa til bæjarráðs Fjallabyggðar og byggðarráðs Dalvíkurbyggðar á fundi sínum þann 5. október sl.

  Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi launaáætlun og kostnaðarskiptingu og vísar til afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2019.
  Bókun fundar Afgreiðsla 576. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 576. fundur - 15. október 2018 Lagt fram erindi Framfarafélags Ólafsfjarðar ehf. dags. 10.10.2018 þar sem óskað er eftir viðræðum við bæjarráð um hugsanlega aðkomu bæjarfélagsins að rannsóknum á svæði sem Framfarafélaginu hefur verið úthlutað í Ólafsfirði.

  Bæjarráð samþykkir að boða forsvarsmenn Framfarafélagsins ehf. til fundar bæjarráðs þann 30. október nk.
  Bókun fundar Tómas Atli Einarsson víkur undir þessum lið af fundi.

  Afgreiðsla 576. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 576. fundur - 15. október 2018 Lögð fram drög að samningi Fjallabyggðar og Origo ehf um þjónustu vegna rent a prent ljósritunar og tengdum búnaði.

  Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 576. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 576. fundur - 15. október 2018 Lögð fram til umsagnar tillaga Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis vegna þingsáætlunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033, 173. mál.

  Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn bæjarstjóra Fjallabyggðar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 576. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 576. fundur - 15. október 2018 Lögð fram til kynningar skýrsla Flugklasans Air 66N vegna tímabilsins 27. mars til 7. október 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 576. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 576. fundur - 15. október 2018 Lagt fram erindi Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 2. október 2018 þar sem bæjar- og sveitarstjórnum er gefin kostur á að sækja um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2018/2019 á grundvelli 10. gr. laga nr. 116/2006 með síðari breytingum. Umsóknafrestur er til 1. nóvember 2018

  Bæjarráð samþykkir að sækja um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2018/2019 og felur bæjarstjóra að senda umsókn til ráðuneytisins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 576. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 576. fundur - 15. október 2018 Lagt fram erindi Nönnu Gunnarsdóttur f.h. Huldufugls þar sem óskað er eftir verðtilboði eða fríum afnotum af íþróttahúsi í Ólafsfirði til æfinga til að þróa nýtt leikverk í samstarfi við breska leikhópinn Hikapee sem byggir á sögu um Huldufólk. Um er að ræða dagana 14. og 15. desember nk.

  Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála og forstöðumanns íþróttamannvirkja varðandi dagsetningar og verð samkvæmt gjaldskrá.
  Bókun fundar Afgreiðsla 576. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 576. fundur - 15. október 2018 Lagt fram til kynningar erindi Umhverfisstofnunar dags. 8. október 2018 þar sem fram kemur að 21. ársfundur Umhverfisstofnunar, náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og náttúrustofu verður haldin á Flúðum 8. nóvember nk. Bókun fundar Afgreiðsla 576. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 576. fundur - 15. október 2018 Lagt fram til kynningar svar húseigenda. Bókun fundar Afgreiðsla 576. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

5.Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 4. fundur - 27. september 2018

Málsnúmer 1809008FVakta málsnúmer

 • Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 4. fundur - 27. september 2018 Embætti landlæknis í samstarfi við Hjartavernd og Krabbameinsfélagið hefur gefið út segla með ráðleggingum um mataræði. Heilsueflandi samfélögum gafst kostur á að panta seglana fyrir íbúa sína. Á næstunni mun segull verða sendur inn á öll heimili í Fjallabyggð með stuttri kveðju og kynningu frá stýrihópi um Heilsueflandi samfélag. Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar stýrihóps Heilsueflandi samfélags staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 4. fundur - 27. september 2018 Stýrihópurinn skoðaði lýðheilsuvísa 2018 fyrir Norðurland.
  Lýðheilsuvísar eru safn mælikvarða sem gefa vísbendingar um heilsu og líðan þjóðarinnar. Birting lýðheilsuvisa eftir heilbrigðisumdæmum á Íslandi er liður í því að veita yfirsýn yfir lýðheilsu í hverju umdæmi fyrir sig í samanburði við landið.
  Athygli vekur að samkvæmt lýðheilsuvísi er virkur ferðamáti almennt meiri á Norðurlandi en á landsvísu en hins vegar upplifa hlutfallslega fleiri íbúar Norðurlands líkamlega- og andlega heilsu sína sæmilega eða lélega.
  Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar stýrihóps Heilsueflandi samfélags staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 4. fundur - 27. september 2018 Umsóknarfrestur um styrk í Lýðheilsusjóð rennur út 15.október nk.
  Stýrihópur felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að senda umsókn í sjóðinn í samræmi við umræðu á fundinum.
  Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar stýrihóps Heilsueflandi samfélags staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 4. fundur - 27. september 2018 Skrifað var undir samning við Embætti landlæknis þann 11. júní 2018. Stýrihópur um Heilsueflandi samfélag sótti um og fékk styrki úr Samfélags- og menningarsjóði Siglufjarðar, annars vegar styrk fyrir 6 setbekkjum og hins vegar styrk fyrir ærslabelg sem settur var niður í miðbæ Siglufjarðar. Stýrihópurinn þakkar sjóðnum styrkina. Einnig vill stýrihópur koma þakklæti á framfæri við Foreldrafélag Leifturs og sveitarfélagið fyrir þeirra framlag til kaupa á ærslabelg sem settur hefur verið niður í Ólafsfirði. Stýrihópurinn fagnar framkvæmdunum og nú þegar hefur komið í ljós hversu vinsæl þessi leiktæki eru meðal barna og ungmenna.

  Næstu skref í vinnunni eru að senda segla á öll heimili í Fjallabyggð með hvatningarorðum og kynningu frá stýrihópnum samkvæmt dagskrárlið 1. Þá verður sótt um styrk í Lýðheilsusjóð. Í vetur mun stýrihópurinn velja áherslur í vinnunni út frá niðurstöðum Lýðheilsuvísa Embættis landlæknis.
  Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar stýrihóps Heilsueflandi samfélags staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

6.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 46. fundur - 26. september 2018

Málsnúmer 1809007FVakta málsnúmer

 • 6.1 1807063 Berjadagar 2018
  Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 46. fundur - 26. september 2018 Ólöf Sigursveinsdóttir var í myndsamtali gegnum samfélagsmiðilinn Facebook og kynnti tónlistarhátíðina Berjadaga fyrir fundarmönnum. Tónlistarhátíðin var haldin 16.-19. ágúst sl. í 20.sinn. Nefndin þakkar Ólöfu fyrir góða kynningu. Bókun fundar Afgreiðsla 46. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 46. fundur - 26. september 2018 Hrönn Hafþórsdóttir forstöðumaður sat þennan dagskrárlið. Forstöðumaður fór yfir tölur um fjölda ferðamanna sem kom á upplýsingamiðstöðvar Fjallabyggðar nýliðið sumar. Í maí - ágúst heimsóttu 3207 ferðamenn upplýsingamiðstöðinna á Siglufirði sem er aukning um 76 ferðamenn eða 2,4% frá sama tímabili á síðasta ári. Fjöldi ferðamanna sem heimsótti upplýsingamiðstöð Fjallabyggðar í Ólafsfirði í maí-ágúst 2018 voru 264 sem er fækkun um 44 eða 14% frá sama tímabili á síðast ári. Nefndin þakkar Hrönn fyrir kynninguna. Bókun fundar Afgreiðsla 46. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 46. fundur - 26. september 2018 Lagt fram erindi, sem bæjarráð vísaði til umsagnar til nefndarinnar. Erindið dags. 07.09.2018 er frá Jóel Inga Sæmundssyni og varðar styrk frá sveitarfélögum að upphæð 150.000 til 225.000 og afnot af sýningaraðstöðu vegna verkefnisins, Landsbyggðarleikhús sem fer af stað 2019 og felst í því að koma leiklistinni til landsbyggðarinnar. Markmiðið er að fara með þrjú verk á næsta ári, barna-, drama- og gaman leikrit, á landsbyggðina. Með styrk tryggja sveitarfélög sér sýningarnar. Sjái sveitafélög sér ekki fært að verða við styrk eru þau beðin um að koma á framfæri upplýsingum um fyrirtæki sem vildu styðja verkefnið.
  Nefndin samþykkir að óska eftir frekari upplýsingum um verkin, umfang þeirra, tímasetningar og fleira. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála er falið að leita frekari upplýsinga.
  Bókun fundar Afgreiðsla 46. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 46. fundur - 26. september 2018 Markaðs- og menningarfulltrúi fór yfir uppgjör vegna 17. júní hátíðarhalda og Trilludaga. Bókun fundar Afgreiðsla 46. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 46. fundur - 26. september 2018 Fyrirspurn hefur borist frá Gunnari Smára Helgasyni fyrir hönd Trölla.is þar sem farið er fram á sundurliðað kostnaðaryfirlit fyrir Trilludaga 2018. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála er falið að svara fyrirspurninni í samræmi við niðurstöðu fundarins. Bókun fundar Afgreiðsla 46. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 46. fundur - 26. september 2018 Landsfundur Upplýsingar er haldinn annað hvert ár og núna er hann dagana 25. og 26. október. Fundarstaður er Silfurberg í Hörpu. Forstöðumaður hefur gert ráð fyrir að starfsmenn bókasafna Fjallabyggðar geti sótt fundinn þar sem þetta er eini sameiginlegi vettvangur starfsfólks bókasafna hér á landi til endurmenntunar. Verið er að vinna í að leysa starfsfólk af til að ekki þurfi að skerða afgreiðslutíma bókasafna á meðan á landsfundi stendur. Komi til lokunar á afgreiðslu bókasafna verður hún lágmörkuð eins og kostur er og auglýst með góðum fyrirvara. Bókun fundar Afgreiðsla 46. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

7.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 231. fundur - 3. október 2018

Málsnúmer 1810001FVakta málsnúmer

 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 231. fundur - 3. október 2018 Nefndin leggur til að breytingartillagan verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Afgreiðsla 231. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 231. fundur - 3. október 2018 Nefndin tekur vel í erindið en frestar afgreiðslu þar til umsókn um byggingarleyfi liggur fyrir. Bókun fundar Afgreiðsla 231. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 231. fundur - 3. október 2018 Nefndin leggur til við bæjarráð að umsækjendum verði úthlutað umræddu svæði undir frístundahús og að þeim verði heimilað að vinna deiliskipulag af svæðinu. Bókun fundar Afgreiðsla 231. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 231. fundur - 3. október 2018 Nefndin leggur til að púttvellinum verði hliðrað til suðurs og verði miðsvæðis á lóðinni og felur tæknideild að grenndarkynna tillöguna. Bókun fundar Afgreiðsla 231. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 231. fundur - 3. október 2018 Í athugasemdum frá íbúum er m.a. óskað eftir fresti á því að gera athugasemdir þar til fullnægjandi upplýsingar liggja fyrir. Nefndin telur þær upplýsingar sem liggja fyrir vera fullnægjandi fyrir grenndarkynningu og hafnar því beiðni um frest.
  Tæknideild er falið svara framkomnum athugasemdum fyrir næsta fund og verður þá tekin afstaða til fyrirliggjandi umsóknar um byggingarleyfi.
  Bókun fundar Til máls tók Helgi Jóhannsson.

  Afgreiðsla 231. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 231. fundur - 3. október 2018 Nefndin tekur vel í erindið og óskar eftir teikningum af fyrirhuguðum breytingum ásamt skráningatöflu. Bókun fundar Afgreiðsla 231. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 231. fundur - 3. október 2018 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 231. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 231. fundur - 3. október 2018 Nefndin samþykkir stöðuleyfi til eins árs. Bókun fundar Afgreiðsla 231. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 231. fundur - 3. október 2018 Nefndin samþykkir stöðuleyfi til eins árs. Bókun fundar Afgreiðsla 231. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 231. fundur - 3. október 2018 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 231. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 231. fundur - 3. október 2018 Nefndin samþykkir framlengt stöðuleyfi til eins árs fyrir bátinn en bendir á að ljósastaurinn er eign Rarik. Bókun fundar Helgi Jóhannsson víkur undir þessum lið af fundi.

  Afgreiðsla 231. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 231. fundur - 3. október 2018 Bókun fundar Afgreiðsla 231. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

8.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 60. fundur 2. október 2018

Málsnúmer 1809010FVakta málsnúmer

 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 60 Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamiðstöðva sat undir þessum lið. Forstöðumaður leggur til að aldurstakmörkun í líkamsræktina verði skýrari í reglunum þannig að við upphaf 9.bekkjar sé nemendum heimilt að fara án ábyrgðarmanns í líkamsræktir sveitarfélagsins. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir breytingu á reglum. Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 60 Olga Gísladóttir leikskólastjóri sat undir þessum lið.
  Leikskólastjóri kynnti starfsáætlun leikskólans fyrir skólaárið 2018-2019
  Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 60 Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar sat undir þessum lið. Skólastjóri fór yfir helstu atriði ársskýrslunnar. Árskýrslan er í yfirlestri. Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 60 Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar sat undir þessum lið. Skólastjóri fór yfir starfsáætlun grunnskólans.Skólastjóri óskar eftir tilfærslu á „samráðsdegi með foreldrum“ sem fyrirhugaður er 10. október nk. þar sem ekki hefur náðst að undirbúa hann og útfæra nægilega. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir umrædda breytingu á skóladagatali grunnskólans fyrir sitt leyti. Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 60 Erindi hefur borist frá Elís Hólm Þórðarsyni þar sem hann hvetur sveitarfélagið til að skoða rýmri opnunartíma í líkamsræktum íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar með sjálfvirku opnunarkerfi. Fræðslunefnd felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og forstöðumanni íþróttamiðstöðvar að koma með umsögn um erindið. Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 8.6 1808085 NorðurOrg 2019
  Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 60 Röðin er komin að Fjallabyggð að halda NorðurOrg 2019. NorðurOrg er undankeppni félagsmiðstöðva á Norðurlandi fyrir söngkeppni Samfés sem fer fram í Laugardalshöll 23. mars 2019. Um er að ræða stóran viðburð sem halda þarf í íþróttahúsinu í Ólafsfirði. Búast má við 350-500 unglingum á viðburðinn. Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

9.Skólanefnd TÁT - 11. fundur - 5. október 2018

Málsnúmer 1810002FVakta málsnúmer

 • 9.1 1805108 Kostnaðarskipting launa við TÁT
  Skólanefnd TÁT - 11. fundur - 5. október 2018 Launayfirlit TÁT og kostnaðarskipting milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar vegna ársins 2019 lögð fram. Nefndin samþykkir launayfirlit og kostnaðarskiptingu fyrir fjárhagsárið 2019 fyrir sitt leyti og vísar til bæjarráðs Fjallabyggðar og byggðarráðs Dalvíkurbyggðar til fjárhagsáætlunargerðar 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar skólanefndar TÁT staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 9.2 1810018 Skapandi tónlist
  Skólanefnd TÁT - 11. fundur - 5. október 2018 Skólastjóri kynnti hugmynd að nýrri námsbraut framhaldsskóla, Skapandi tónlist, sem fyrirhugað er að tónlistarskólinn komi að í samstarfi við framhaldsskóla á Norðurlandi á næsta skólaári. Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar skólanefndar TÁT staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 9.3 1810019 Starfsáætlun TÁT 2018-2019
  Skólanefnd TÁT - 11. fundur - 5. október 2018 Starfsáætlun 2018-2019 lögð fram til kynningar. Nefndin samþykkir starfsáætlunina fyrir sitt leyti. Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar skólanefndar TÁT staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 9.4 1810016 Nemendalisti og biðlisti í TÁT
  Skólanefnd TÁT - 11. fundur - 5. október 2018 Á skólaárinu 2018-2019 eru 193 nemendur skráðir í tónlistarskólann þar af eru 40 nemendur skráðir á fleira en eitt hljóðfæri. 17 nemendur eru á biðlista, flestir eftir söngnámi. Nemendum á biðlista hefur verið boðið annað tónlistarnám í þeim hljóðfæraflokkum þar sem enn er laust. Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar skólanefndar TÁT staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 9.5 1801098 Samræmdar verklagsreglur TÁT
  Skólanefnd TÁT - 11. fundur - 5. október 2018 Verklagsreglur starfsmanna Tónlistarskólans á Tröllaskaga lagðar fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar skólanefndar TÁT staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 9.6 1809073 Tilboð í ræstingu á húsnæði tónlistarskólans Siglufirði
  Skólanefnd TÁT - 11. fundur - 5. október 2018 Tilboð í ræstingu í skólahúsnæði tónlistarskólans við Aðalgötu á Siglufirði lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar skólanefndar TÁT staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

10.Stjórn Hornbrekku - 9. fundur - 8. október 2018

Málsnúmer 1810003FVakta málsnúmer

 • Stjórn Hornbrekku - 9. fundur - 8. október 2018 Deildarstjóri félagsmáladeildar og hjúkrunarforstjóri og forstöðumaður Hornbrekku ræddu helstu áherslur við gerð fjárhagsáætlunar Hornbrekku árið 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar Stjórnar Hornbrekku staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Stjórn Hornbrekku - 9. fundur - 8. október 2018 Lagt fram til kynningar minnisblað frá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu um fjárlagafrumvarp sem lagt hefur verið fram á Alþingi fyrir árið 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar Stjórnar Hornbrekku staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Stjórn Hornbrekku - 9. fundur - 8. október 2018 Niðurstaða færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar Stjórnar Hornbrekku staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Stjórn Hornbrekku - 9. fundur - 8. október 2018 Niðurstaða færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar Stjórnar Hornbrekku staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Stjórn Hornbrekku - 9. fundur - 8. október 2018 Umræður um markmið og stefnu dvalar- og hjúkrunarheimilisins Hornbrekku.
  Hornbrekka er heimili fyrir þá sem hafa mat Færni og- heilsunefndar á þörf fyrir búsetu í dvalar- eða hjúkrunarrými. Í dag búa á Hornbrekku 21 einstaklingar í hjúkrunarrými og 5 í dvalarrými.
  Markmið og stefna Hornbrekku er að er að tryggja íbúum vistlegt heimili, hjúkrun, þjálfun og aðhlynningu eftir þörfum hvers og eins. Að veita bestu mögulegu þjónustu með áherslu á vellíðan og ánægju íbúa. Íbúar heimilisins eru mismunandi og hafa mismunandi þarfir, starfsfólk leggur sig fram við að viðhalda og/eða bæta líkamlega, andlega og félagslega færni, efla og styðja sjálfræði og sjálfsbjörg við athafnir daglegs lífs og auka lífsgæði við breyttar aðstæður.
  Á Hornbrekku starfa um 40 starfsmenn, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, ófaglærðir, sjúkraþjálfari og matráður sem vinna allir með markmið Hornbrekku að leiðarljósi.
  Í Handbók fyrirtækja í velferðarþjónustu fyrir íbúa hjúkrunarheimila eru teknar saman hagnýtar upplýsingar og reglur varðandi málefni íbúa á hjúkrunar- og dvalarheimilum.
  Á næstu misserum verður unnið að frekari útfærslu á stefnumótun og hugmyndafræði heimilisins, með þjónandi leiðsögn að leiðarljósi.
  Upplýsingasíða Hornbrekku er að finna á heimasíðu Fjallabyggðar, undir slóðinni: https://www.fjallabyggd.is/is/stjornsysla/stjornskipulag/stofnanir
  Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson, S. Guðrún Hauksdóttir, Nanna Árnadóttir, Helga Helgadóttir og Gunnar I. Birgisson.

  Afgreiðsla 9. fundar Stjórnar Hornbrekku staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Stjórn Hornbrekku - 9. fundur - 8. október 2018 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar Stjórnar Hornbrekku staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Stjórn Hornbrekku - 9. fundur - 8. október 2018 Lagður fram verkfallslisti starfshópa Hornbrekku. Hjúkrunarforstjóra falið að ganga frá listanum í samráði við deildarstjóra félagsmáladeildar. Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar Stjórnar Hornbrekku staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 18:15.