Stjórn Hornbrekku

9. fundur 08. október 2018 kl. 16:30 - 18:00 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Nanna Árnadóttir formaður I lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Konráð Karl Baldvinsson aðalmaður, I lista
  • Þorsteinn Þorvaldsson aðalmaður, D lista
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar
  • Birna Sigurveig Björnsdóttir hjúkrunarforstjóri og forstöðumaður Hornbrekku
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar

1.Hornbrekka, fjárhagsáætlun 2019

Málsnúmer 1810008Vakta málsnúmer

Deildarstjóri félagsmáladeildar og hjúkrunarforstjóri og forstöðumaður Hornbrekku ræddu helstu áherslur við gerð fjárhagsáætlunar Hornbrekku árið 2019.

2.Minnisblað SFV um fjárlög árið 2019

Málsnúmer 1810006Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað frá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu um fjárlagafrumvarp sem lagt hefur verið fram á Alþingi fyrir árið 2019.

3.Trúnaðarmál, starfsmannamál

Málsnúmer 1810021Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.

4.Trúnaðarmál, atvikaskrá

Málsnúmer 1810012Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.

5.Markmið og stefna dvalar- og hjúkrunarheimilisins Hornbrekku

Málsnúmer 1810014Vakta málsnúmer

Umræður um markmið og stefnu dvalar- og hjúkrunarheimilisins Hornbrekku.
Hornbrekka er heimili fyrir þá sem hafa mat Færni og- heilsunefndar á þörf fyrir búsetu í dvalar- eða hjúkrunarrými. Í dag búa á Hornbrekku 21 einstaklingar í hjúkrunarrými og 5 í dvalarrými.
Markmið og stefna Hornbrekku er að er að tryggja íbúum vistlegt heimili, hjúkrun, þjálfun og aðhlynningu eftir þörfum hvers og eins. Að veita bestu mögulegu þjónustu með áherslu á vellíðan og ánægju íbúa. Íbúar heimilisins eru mismunandi og hafa mismunandi þarfir, starfsfólk leggur sig fram við að viðhalda og/eða bæta líkamlega, andlega og félagslega færni, efla og styðja sjálfræði og sjálfsbjörg við athafnir daglegs lífs og auka lífsgæði við breyttar aðstæður.
Á Hornbrekku starfa um 40 starfsmenn, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, ófaglærðir, sjúkraþjálfari og matráður sem vinna allir með markmið Hornbrekku að leiðarljósi.
Í Handbók fyrirtækja í velferðarþjónustu fyrir íbúa hjúkrunarheimila eru teknar saman hagnýtar upplýsingar og reglur varðandi málefni íbúa á hjúkrunar- og dvalarheimilum.
Á næstu misserum verður unnið að frekari útfærslu á stefnumótun og hugmyndafræði heimilisins, með þjónandi leiðsögn að leiðarljósi.
Upplýsingasíða Hornbrekku er að finna á heimasíðu Fjallabyggðar, undir slóðinni: https://www.fjallabyggd.is/is/stjornsysla/stjornskipulag/stofnanir

6.Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, minnisblað

Málsnúmer 1810022Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

7.Verkfallslisti - Hornbrekka

Málsnúmer 1809090Vakta málsnúmer

Lagður fram verkfallslisti starfshópa Hornbrekku. Hjúkrunarforstjóra falið að ganga frá listanum í samráði við deildarstjóra félagsmáladeildar.

Fundi slitið - kl. 18:00.