Bæjarráð Fjallabyggðar

573. fundur 25. september 2018 kl. 16:30 - 17:45 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Særún Hlín Laufeyjardóttir varamaður, H lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Siglufjarðarflugvöllur

Málsnúmer 1709072Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að bréfi bæjarstjóra Fjallabyggðar til Isavia vegna framkvæmda við flugvöll á Siglufirði.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög.

2.Rekstraryfirlit - 2018

Málsnúmer 1804092Vakta málsnúmer

Lagt fram rekstraryfirlit fyrir tímabilið janúar til ágúst 2018.

Reksturinn er í góðu jafnvægi.

3.Fráveita að Hóli

Málsnúmer 1808002Vakta málsnúmer

Á 566. fundi bæjarráðs þann 9. ágúst sl. óskaði bæjarráð eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna fyrirhugaðra fráveituframkvæmda á Hóli en stjórn UÍF hefur óskað eftir viðræðum við sveitarfélagið um þann hluta framkvæmdanna sem liggur utan lóðar.

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar dags. 24.september 2018. Þar kemur fram að Fjallabyggð endurnýjaði rotþró við Hól fyrir nokkrum árum síðan. Rotþróin er staðsett um það bil 10 metra frá lóðarmörkum. Engar lagnir voru endurnýjaðar þegar skipt var um rotþrónna. Þær framkvæmdir sem ÚÍF áætlar að fara í á fráveitunni að Hóli eru að mestu innan lóðar, en það sem liggur utan lóðar er endurnýjun á stofnlögn að rotþrónni sem eru ca 10-15 metrar að lengd. Engin vandkvæði eru á því að samræma aðgerðir við endurnýjun á fráveitunni og mun Veitustofnun endurnýja stofnlögnina 2 metra inn fyrir lóðarmörk að Hóli þegar þar að kemur.

Bæjarráð samþykkir framlagt minnisblað.

4.Afnotastyrkur. Íþróttaskóli fyrir 2-5 ára börn.

Málsnúmer 1809055Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Jónínu Björnsdóttur íþróttakennara dags. 20.09.2019 þar sem hún óskar eftir að fá styrk í formi afnota af íþróttasal íþróttamiðstöðvar í Ólafsfirði til þess að halda 6 vikna íþróttanámskeið fyrir börn í Fjallabyggð á aldrinum 2-3 ára og 4-5 ára á tímabilinu 3. október til 7. nóvember. Um er að ræða 12 skipti í heilum sal og er kostnaður vegna námskeiðsins áætlaður kr. 88.200.-

Bæjarráð samþykkir að veita styrk í formi afnota af íþróttahúsi, gjaldaliður færist af deild 06810 og lykli 9291 kr. 88.200 og bókast sem tekjur á deild 06510, lykill 0258 kr. 88.200

5.Afnotastyrkbeiðni frá TBS vegna badmintonmóta 2018

Málsnúmer 1809051Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Maríu Jóhannsdóttur formanni Tennis- og Badmintonfélagi Siglufjarðar (TBS) dags. 17. september sl. þar sem óskað er eftir styrk í formi afnota af íþóttasal íþróttamiðstöðvar á Siglufirði fyrir unglingamót (A) í badminton sem félaginu var úthlutað af Badmintonsambandi Íslands (BSÍ). Mótið fer fram 29. og 30. september nk. og er fyrir börn og unglinga á aldrinum 8-19 ára. Áætlað er að keppendur verði um 100 talsins. Spilað verður frá kl. 9:00-18:00 þann 29. og frá 9:00-15:00 þann 30.
TBS óskar einnig eftir styrk í formi afnota af íþróttasal íþróttamiðstöðvarinnar á Siglufirði vegna unglingamóts TBS sem haldið verður 1. desember nk. fyrir börn og unglinga á aldrinum 7-17 ára. Mótið verður opið en áætlað er að keppendur komi aðallega af norðurlandi. Mótið byrjar kl. 10:00 og er áætlað að því ljúki kl. 17:00 en það fer eftir fjölda keppenda.

Bæjarráð samþykkir að veita styrk í formi afnota af íþróttahúsi, gjaldaliður vegna móts 29.-30. september færist af deild 06810 og lykli 9291 kr. 230.000. sem bókast sem tekjur á deild 06510, lykill 0258 kr. 230.000.

Gjaldaliður vegna móts 1.desember nk. færist af deild 06810 og lykli 9291 kr. 76.000. sem bókast sem tekjur á deild 06510, lykill 0258 kr. 76.000.

6.Hátíðarsamþykkt Fjallabyggðar í tilefni 100 ára kaupstaðarafmælis Siglufjarðar

Málsnúmer 1805065Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Skógræktarfélags Siglufjarðar dags. 20. september 2018 þar sem félagið þakkar bæjarstjórn gjöf í tilefni 100 ára kaupstaðarafmælis Siglufjarðar þann 20. maí sl. Í erindinu kemur fram að fyrirhugað sé að fara í grisjun skógar í haust og í stígagerð næsta sumar. Einnig kemur fram að félagið hefur bætt við bekkjum og borðum víðs vegar um skóginn ásamt því að koma upp grillaðstöðu í Árhvammi.

Bæjarráð þakkar Skógræktarfélaginu fyrir erindið.

7.Erindi frá Síldarminjasafni Íslands ses

Málsnúmer 1809054Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Síldarminjasafni Íslands ses. dags. 19. september sl. Þar sem fulltrúum í bæjarstjórn og bæjarráði er boðið í heimsókn í safnið þar sem starfsemin verður kynnt og farið yfir helstu skyldur safnsins og verkefni á vegum þess.

Bæjarráð þakkar forsvarsmönnum Síldarminjasafnsins gott boð.

8.Umsókn um lóð til gerðar púttvallar

Málsnúmer 1706058Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að staðsetningu púttvallar við Hvanneyrarbraut, Siglufirði.

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til skipulags-og umhverfisnefndar.

9.Húsnæðismál á landsbyggðinni

Málsnúmer 1809048Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Íbúðarlánasjóðs dags. 11. september 2018 þar sem leitað er eftir sveitarfélögum til að taka þátt í tilraunaverkefni um uppbyggingu í húsnæðismálum á landsbyggðinni.

10.Málefni vatnsveitu í Ólafsfirði

Málsnúmer 1808016Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Mannvirkjastofnun dags. 10. september 2018 þar sem óskað er eftir upplýsingum um tiltækt slökkvivatn í Ólafsfirði skv. 6.gr. laga nr. 75/2000 um brunavarnir.

Bæjarráð óskaði á 567. fundi sínum þann 14. ágúst sl., eftir umsögn bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar vegna málsins. Leitað var ráðgjafar VSÓ.

Bæjarstjóri og deildarstjóri tæknideildar munu leggja tillögur að úrbótum fyrir næsta fund bæjarráðs.

11.Fundargerðir stjórnar Eyþings - 2018

Málsnúmer 1801006Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar 308. fundargerð stjórnar Eyþings frá 12. september sl.

12.Fundargerðir Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar - 2018

Málsnúmer 1801016Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 1. fundar svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar 2018-2022 frá 14. ágúst sl.

Fundi slitið - kl. 17:45.