Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

60. fundur 02. október 2018 kl. 16:30 - 19:00 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
  • Hólmar Hákon Óðinsson varaformaður I lista
  • Gauti Már Rúnarsson aðalmaður, D lista
  • Guðrún Linda Rafnsdóttir aðalmaður, I lista
  • Diljá Helgadóttir aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda og menningarmála

1.Aldurstakmark barna og unglinga í líkamsræktir sveitarfélagsins.

Málsnúmer 1805081Vakta málsnúmer

Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamiðstöðva sat undir þessum lið. Forstöðumaður leggur til að aldurstakmörkun í líkamsræktina verði skýrari í reglunum þannig að við upphaf 9.bekkjar sé nemendum heimilt að fara án ábyrgðarmanns í líkamsræktir sveitarfélagsins. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir breytingu á reglum.

2.Starfsáætlun Leikskóla Fjallabyggðar 2018-2019

Málsnúmer 1809094Vakta málsnúmer

Olga Gísladóttir leikskólastjóri sat undir þessum lið.
Leikskólastjóri kynnti starfsáætlun leikskólans fyrir skólaárið 2018-2019

3.Ársskýrsla Grunnskóla Fjallabyggðar 2017 - 2018

Málsnúmer 1809093Vakta málsnúmer

Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar sat undir þessum lið. Skólastjóri fór yfir helstu atriði ársskýrslunnar. Árskýrslan er í yfirlestri.

4.Starfsáætlun Grunnskóla Fjallabyggðar 2018-2019

Málsnúmer 1809092Vakta málsnúmer

Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar sat undir þessum lið. Skólastjóri fór yfir starfsáætlun grunnskólans.Skólastjóri óskar eftir tilfærslu á „samráðsdegi með foreldrum“ sem fyrirhugaður er 10. október nk. þar sem ekki hefur náðst að undirbúa hann og útfæra nægilega. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir umrædda breytingu á skóladagatali grunnskólans fyrir sitt leyti.

5.Aukin þjónusta við bæjarbúa

Málsnúmer 1809079Vakta málsnúmer

Erindi hefur borist frá Elís Hólm Þórðarsyni þar sem hann hvetur sveitarfélagið til að skoða rýmri opnunartíma í líkamsræktum íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar með sjálfvirku opnunarkerfi. Fræðslunefnd felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og forstöðumanni íþróttamiðstöðvar að koma með umsögn um erindið.

6.NorðurOrg 2019

Málsnúmer 1808085Vakta málsnúmer

Röðin er komin að Fjallabyggð að halda NorðurOrg 2019. NorðurOrg er undankeppni félagsmiðstöðva á Norðurlandi fyrir söngkeppni Samfés sem fer fram í Laugardalshöll 23. mars 2019. Um er að ræða stóran viðburð sem halda þarf í íþróttahúsinu í Ólafsfirði. Búast má við 350-500 unglingum á viðburðinn.

Fundi slitið - kl. 19:00.