Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

231. fundur 03. október 2018 kl. 16:30 - 17:40 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Konráð Karl Baldvinsson formaður I lista
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir varaformaður, D lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista
  • Rósa Jónsdóttir varamaður, H lista
  • Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir aðalmaður, I lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Íris Stefánsdóttir tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi

1.Breyting á aðalskipulagi - Kleifar

Málsnúmer 1802002Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breyttu aðalskipulagi sem felur í sér að heimiluð verði frístundabyggð innan hverfisverndarsvæðis á Kleifum í Ólafsfirði. Tillagan er unnin af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum. Tillagan var kynnt fyrir opnu húsi þann 6. september sl.
Staðfest
Nefndin leggur til að breytingartillagan verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Umsókn um leyfi fyrir breytingu á byggingarreit við Bakkabyggð 2, Ólafsfirði

Málsnúmer 1809097Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Bakkabyggðar 2. Óskað er eftir stækkun og tilfærslu á byggingarreit lóðarinnar.
Afgreiðslu frestað
Nefndin tekur vel í erindið en frestar afgreiðslu þar til umsókn um byggingarleyfi liggur fyrir.

3.Fyrirspurn um lóðir undir frístundahús í landi Hólkots

Málsnúmer 1809098Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirspurn frá Aurélien Votat þar sem óskað er eftir lóðum í landi Hólkots undir tvö til fjögur frístundahús til útleigu. Meðfylgjandi eru teikningar og upplýsingabæklingur um húsin.
Vísað til nefndar
Nefndin leggur til við bæjarráð að umsækjendum verði úthlutað umræddu svæði undir frístundahús og að þeim verði heimilað að vinna deiliskipulag af svæðinu.

4.Umsókn um lóð til gerðar púttvallar

Málsnúmer 1706058Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að staðsetningu púttvallar við Hvanneyrarbraut, bæjarráð vísaði málinu til skipulags- og umhverfisnefndar.
Staðfest
Nefndin leggur til að púttvellinum verði hliðrað til suðurs og verði miðsvæðis á lóðinni og felur tæknideild að grenndarkynna tillöguna.

5.Umsókn um byggingarleyfi - Gránugata 12 Siglufirði

Málsnúmer 1802031Vakta málsnúmer

Á 229.fundi skipulags- og umhverfisnefndar var samþykkt að grenndarkynna fyrirhugaða framkvæmd við Gránugötu 12, Siglufirði. Tillagan var grenndarkynnt frá 22.08.2018 til 1.10.2018. Athugasemdir bárust frá Vegagerðinni og sameiginlega frá íbúum/húseigendum við Aðalgötu 9, 11, 13, 15, 17 og Norðurgötu 1.
Lagt fram
Í athugasemdum frá íbúum er m.a. óskað eftir fresti á því að gera athugasemdir þar til fullnægjandi upplýsingar liggja fyrir. Nefndin telur þær upplýsingar sem liggja fyrir vera fullnægjandi fyrir grenndarkynningu og hafnar því beiðni um frest.
Tæknideild er falið svara framkomnum athugasemdum fyrir næsta fund og verður þá tekin afstaða til fyrirliggjandi umsóknar um byggingarleyfi.

6.Umsókn um byggingarleyfi-Túngata 40 Siglufirði

Málsnúmer 1809052Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn frá Gesti Þór Guðmundssyni dags. 18. september 2018, þar sem óskað er eftir leyfi til að breyta rishæð að Túngötu 40 í íbúð.
Erindi svarað
Nefndin tekur vel í erindið og óskar eftir teikningum af fyrirhuguðum breytingum ásamt skráningatöflu.

7.Umsókn um byggingarleyfi - Árdalur

Málsnúmer 1712020Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn frá Jakobi Hilmari Antonssyni dags. 27. sept 2018 þar sem sótt er um leyfi til breytinga á áður samþykktum teikningum geymslu við Árdal á Ytri-Gunnólfsá.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

8.Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám við Brimvelli, Ólafsfirði

Málsnúmer 1809088Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Jónas Baldurssonar dags. 27. sept. 2018 Þar sem óskað er eftir stöðuleyfi fyrir 40 feta gám við Brimvelli skv. meðfylgjandi loftmynd.
Samþykkt
Nefndin samþykkir stöðuleyfi til eins árs.

9.Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám við Brimvelli, Ólafsfirði

Málsnúmer 1809089Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Baldurs Ævars Baldurssonar dags. 27. sept. 2018 Þar sem óskað er eftir stöðuleyfi fyrir 40 feta gám við Brimvelli skv. meðfylgjandi loftmynd.
Samþykkt
Nefndin samþykkir stöðuleyfi til eins árs.
Undir þessum lið vék Hjördís H. Hjörleifsdóttir af fundi.

10.Umsókn um endurnýjun byggingarleyfis á bílaverkstæðinu Múlatindi

Málsnúmer 1810007Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Hjördísar H. Hjörleifsdóttur dags. 30.09.2018 þar sem óskað er eftir endurnýjun á leyfi til að hækka þak á bílaverkstæðinu Múlatindi sem samþykkt var þann 22.07.2009.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

11.Framlenging á stöðuleyfi fyrir bátinn Freymund ÓF

Málsnúmer 1804064Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Helga Jóhannssonar dags. 30.09.2018 þar sem óskað er eftir framlengingu stöðuleyfis fyrir bátinn Freymund ÓF til eins árs. Einnig er óskað eftir heimild til að setja rafmagnstengil á ljósastaur gengt Pálshúsi og nýta hann m.a. vegna jólaskreytinga.
Samþykkt
Nefndin samþykkir framlengt stöðuleyfi til eins árs fyrir bátinn en bendir á að ljósastaurinn er eign Rarik.

12.Eftirlitsskýrslur heilbrigðiseftirlitsins 2018

Málsnúmer 1803008Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra, vegna Norlandia í Ólafsfirði, dags. 13. sept. 2018.
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 17:40.