Bæjarráð Fjallabyggðar - 575. fundur -9. október 2018

Málsnúmer 1810004F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 166. fundur - 18.10.2018

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 575. fundur - 9. október 2018 Niðurstaða bókuð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 575. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 575. fundur - 9. október 2018 Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningardeildar dags. 03.10.2018 vegna skipulags og kostnaðar við móttöku gesta á ráðstefnuna EcoMedia europe sem haldin verður í MTR dagana 15.- 19. október nk.
    Ráðstefnugestir verða 80 talsins auk skipuleggjanda.

    Áætlaður kostnaður við móttöku er kr. 557.168
    og vegna þátttökugjalds fulltrúa leik- og grunnskóla Fjallabyggðar kr. 226.000.

    Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi kostnað vegna móttöku og þátttökugjalds fulltrúa grunn- og leikskóla Fjallabyggðar samtals kr. 783.162.
    Kostnaður vegna móttöku kr. 557.168 verður gjaldfærður af liðum 2150-4413, 21510-4230 og 21510-4925.

    Kostnaði vegna þátttökugjalds fulltrúa grunn- og leikskóla kr. 226.000 er vísað til viðauka nr.14/2018 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé af liðum 04210-4280 kr. 176.000 og 04110-4280 kr. 50.000.
    Bókun fundar Afgreiðsla 575. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 575. fundur - 9. október 2018 Á 231. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar þann 03.10.2018 sl. var tekin fyrir umsókn frá Aurélien Votat þar sem óskað er eftir lóðum í landi Hólkots undir tvö til fjögur frístundahús. Niðurstaða skipulags- og umhverfisnefndar var að leggja til við bæjarráð að úthluta umsækjendum umræddu svæði undir frístundahús og fela nefndinni að vinna deiliskipulag af svæðinu.

    Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðunum og fela tæknideild að vinna deiliskipulag af svæðinu.
    Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson, Ingibjörg G. Jónsdóttir og Helga Helgadóttir.

    Tillaga að breytingu bókunar bæjarráðs, bæjarstjórn samþykkir að gera eftirfarandi breytingar á orðalagi.

    Bæjarstjórn samþykkir að úthluta lóðunum og heimila umsækjendum að vinna deiliskipulag af svæðinu og felur tæknideild að halda utan um vinnu við deiliskipulagið.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 575. fundur - 9. október 2018 Lögð fram drög að svari bæjarstjóra Fjallabyggðar dags. 25. september 2018 vegna fyrirspurnar Jóns Valgeirs Baldurssonar fh. H-lista vegna Siglufjarðarflugvallar.

    Áætlaður kostnaður sveitarfélagsins vegna framkvæmda við Siglufjarðarflugvöll er kr. 7.2 mkr. og er tekinn af framkvæmdaliðnum ýmis smáverk.

    Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að svari og felur bæjarstjóra að senda afrit af svari á trolli.is vegna fyrirspurnar um Siglufjarðarflugvöll.
    Bókun fundar Til máls tók Helgi Jóhannsson.

    Afgreiðsla 575. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 5 atkvæðum.
    Helgi Jóhannsson og Særún Hlín Laufeyjardóttir sitja hjá undir þessum lið.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 575. fundur - 9. október 2018 Málinu frestað þar til umbeðin gögn liggja fyrir. Bókun fundar Afgreiðsla 575. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 575. fundur - 9. október 2018 Lagt fram erindi Sellu tannlækna ehf. dags. 03.10.2018 þar sem ítrekað er erindi til sveitarfélagsins dags. 17.02.2018 þar sem Sella tannlæknar ehf óskar eftir lækkun á leiguverði vegna aðstöðu í Hornbrekku Ólafsfirði þar sem notkun hefur ekki verið í samræmi við upprunalegar áætlanir vegna skorts á tannlæknum á landsbyggðinni.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að eiga viðræður við forsvarsmenn Sellu tannlækna ehf.
    Bókun fundar Afgreiðsla 575. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 575. fundur - 9. október 2018 Lagt fram erindi Velferðarráðuneytisins, dags. 4. október 2018 er varðar beiðni um upplýsingar um stöðu og framkvæmd sveitarfélaga í húsnæðismálum utangarðsfólks.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra félagsmáladeildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 575. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 575. fundur - 9. október 2018 Lagt fram erindi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV), dags. 2. október 2018 þar sem óskað er eftir þátttöku sveitarfélaga í könnun er varðar stöðu fasteignamarkaðar á landinu.

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að svara erindinu og leggja fyrir bæjarráð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 575. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 575. fundur - 9. október 2018 Lagt fram til kynningar erindi Vísindafélags Íslendinga þar sem fram kemur að Vísindafélag Íslendinga ásamt Rannsóknarmiðstöð ferðamála við Háskólann á Akureyri hyggst standa fyrir málþingi um ferðamál á umbrotatímum í Háskólanum á Akureyri í sal M102 laugardaginn 13. október kl. 13.30.

    Flutt verða þrjú erindi þar sem sjónum verður beint að rannsóknum á þolmörkum ferðaþjónustunnar, áhrifum ferðamennsku á landsbyggðirnar og þróun ferðaþjónustunnar í ljósi heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni.

    Nánari upplýsingar um málþingið má finna á
    https://www.facebook.com/events/158486025086631/ http://www.fullveldi1918.is/is/dagskra-arsins/visindi-og-samfelag-1 https://visindafelag.is/aldarafmaeli/malthing-2018-3/
    Bókun fundar Afgreiðsla 575. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 575. fundur - 9. október 2018 Lagt fram til kynningar erindi Hagvangs, dags. 01.10.2018 er varðar haustráðstefnuna „Vellíðan á vinnustað ? Allra hagur“ sem fram fer á Grand Hótel 23. október nk. kl. 8:30-11:00. Bókun fundar Afgreiðsla 575. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 575. fundur - 9. október 2018 Lagt fram til kynningar erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 28. september 2018 er varðar umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að heimila skráningu lögheimilis barna hjá báðum forsjárforeldrum, 25. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 575. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 575. fundur - 9. október 2018 Lagt fram til kynningar erindi Lex lögmannsstofu, dags. 1. október 2018 þar sem fram kemur að lögmannsstofan muni bjóða upp á kynningu á þjónustu sinni fyrir sveitarfélög á Fjármálaráðstefnu Sambandsins 11. og 12. október nk. Bókun fundar Afgreiðsla 575. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 575. fundur - 9. október 2018 Lögð fram til kynningar 310. fundargerð Stjórnar Eyþings frá 26. september sl. Bókun fundar Afgreiðsla 575. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.