Bæjarstjórn Fjallabyggðar

161. fundur 11. maí 2018 kl. 17:00 - 19:00 í húsi eldri borgara Bylgjubyggð 2 b - Ólafsfirði
Nefndarmenn
 • S. Guðrún Hauksdóttir 2. varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
 • Steinunn María Sveinsdóttir 1. varaforseti bæjarstjórnar, S-lista
 • Jón Valgeir Baldursson bæjarfulltrúi, B lista
 • Helga Helgadóttir forseti bæjarstjórnar, D-lista
 • Valur Þór Hilmarsson bæjarfulltrúi, S lista
 • Hilmar Þór Elefsen bæjarfulltrúi, S lista
 • Hilmar Þór Hreiðarsson bæjarfulltrúi, S lista
Starfsmenn
 • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
 • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 555. fundur - 8. maí 2018

Málsnúmer 1805001FVakta málsnúmer

 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 555. fundur - 8. maí 2018 Lagt fram yfirlit yfir staðgreiðslu útsvars frá 1. janúar til 30. apríl 2018. Innborganir nema 328.145.774 kr. sem er 97,5% af tímabilsáætlun, sem gerði ráð fyrir 336.695.066 kr. Bókun fundar Afgreiðsla 555. fundar bæjarráðs staðfest á 161. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 555. fundur - 8. maí 2018 Niðurstaða bókuð í trúnaðarbók.
  Bókun fundar Afgreiðsla 555. fundar bæjarráðs staðfest á 161. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 1.3 1604082 Skólamáltíðir
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 555. fundur - 8. maí 2018 Þjónustusamningur sem er í gildi vegna skólamáltíða fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar rennur út 5. júní nk.

  Bæjarráð samþykkir að gerð verði skrifleg verðfyrirspurn, skv. 20. gr. innkaupareglna Fjallabyggðar og send þjónustuaðilum. Samningur verður gerður til tveggja ára með möguleika á framlengingu til eins árs.

  Bæjarráð felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningamála afgreiðslu málsins.


  Bókun fundar Afgreiðsla 555. fundar bæjarráðs staðfest á 161. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 555. fundur - 8. maí 2018 Auglýst var eftir rekstrar- og umsjónaraðila tjaldsvæðis Fjallabyggðar á Siglufirði.

  Eftirtaldir aðilar sendu inn umsókn:

  Kjarabakki ehf.
  Útlagi ehf.

  Lagt fram minnisblað frá deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála, þar sem lagt er til að gengið verði til samninga við Kjarabakka ehf. til eins árs.

  Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við Kjarabakka ehf. og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála afgreiðslu málsins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 555. fundar bæjarráðs staðfest á 161. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 555. fundur - 8. maí 2018 Jón Valgeir Baldursson vék undir þessum lið.

  Bæjarstjórn Fjallabyggðar barst erindi frá Framfarafélagi Ólafsfjarðar dags. 31/3 2018. Þar óskar félagið eftir helgun á tilteknu landrými í Ólafsfirði, sem nýta á til atvinnureksturs á svæðinu, aðallega með fiskeldi í huga.

  Bæjarráð fagnar þessu framtaki Framfarafélagsins um hugsanlega atvinnuuppbyggingu á svæðinu.
  Á hluta af þessu tiltekna svæði er ýmis starfsemi, sem verður ekki hróflað við nema með ærnum kostnaði bæjarsjóðs og breytingum á deili- og aðalskipulagi.

  Bæjarráð telur hyggilegast, að nálgast málið þannig, að bæjarráð Fjallabyggðar muni ekki ráðstafa neinu af hinu tiltekna landi til annarra aðila meðan athugun og undirbúningur af atvinnustarfsemi á svæðinu á vegum Framfarafélags Ólafsfjarðar stendur yfir.

  Bæjarráð gefur félaginu tvö ár til að komast að niðurstöðu um mögulega atvinnuuppbyggingu. Engar kröfur um greiðslur til bæjarfélagsins vegna hins tiltekna lands verða settar fram af hálfu Fjallabyggðar á þeim tíma.

  Þá lýsir bæjarráð sig tilbúið að aðstoða félagið við rannsóknir og gagnaöflun.
  Bókun fundar Til máls tóku Steinunn María Sveinsdóttir, S. Guðrún Hauksdóttir og Helga Helgadóttir.

  Jón Valgeir Baldursson vék undir þessum lið.

  Afgreiðsla 555. fundar bæjarráðs staðfest á 161. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

  Bæjarstjórn hvetur Framfarafélag Ólafsfjarðar til að kynna félagið og áform þess fyrir bæjarbúum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 555. fundur - 8. maí 2018 Tekið fyrir erindi frá eigendum húseignarinnar Hólavegi 18, Siglufirði þar sem lýst er skemmdum á húsinu sem þeir telja að megi rekja til framkvæmda við snjóflóðavarnargarða. Óskað er eftir óháðu mati á skemmdum á húsinu.

  Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til Ofanflóðasjóðs og deildarstjóra tæknideildar.

  Bókun fundar Afgreiðsla 555. fundar bæjarráðs staðfest á 161. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 555. fundur - 8. maí 2018 Tekin fyrir fyrirspurn frá Ungmennafélagi Íslands (UMFÍ) þar sem óskað er eftir upplýsingum um beint framlag sveitarfélagsins til íþrótta- og ungmennafélaga í sveitarfélaginu.

  Bæjarráð felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að svara erindinu og leggja svarið fyrir næsta fund bæjarráðs.

  Bókun fundar Afgreiðsla 555. fundar bæjarráðs staðfest á 161. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 555. fundur - 8. maí 2018 Tekið fyrir erindi frá Aval ehf. þar sem óskað er eftir því að fyrirtækið fái að taka þátt í lokuðum útboðum á vegum Fjallabyggðar. Fyrirtækið sérhæfir sig í fráveitu og fóðrun á lögnum.

  Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra.
  Bókun fundar Afgreiðsla 555. fundar bæjarráðs staðfest á 161. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 555. fundur - 8. maí 2018 Lögð fram til kynningar umsögn bindindisfélagsins IOGT á Íslandi um frumvarp um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak.

  Bókun fundar Afgreiðsla 555. fundar bæjarráðs staðfest á 161. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 555. fundur - 8. maí 2018 Uppfærð umbótaáætlun Leikskóla Fjallabyggðar byggð á ytra mati skólans, sem gerð var í september 2017, hefur verið sent til Mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

  Ráðuneytið mun óska eftir greinargerð í desember 2018 um framkvæmd umbótaáætlunarinnar fram að þeim tíma.
  Bókun fundar Afgreiðsla 555. fundar bæjarráðs staðfest á 161. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 555. fundur - 8. maí 2018 Tekið fyrir erindi frá framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. Stjórn félagsins leggur til að framlög sveitarfélaga til félagsins hækki um 3%. Þannig verði framlög á árinu 2018 kr. 1.716 á hvern íbúa, í stað kr. 1.666 árið 2017. Miðað er við íbúafjölda sveitarfélagsins 1. desember 2017. Aðalfundur félagsins verður haldinn 21. júní nk.

  Hlutur Fjallabyggðar hækkar um 101.700 krónur.

  Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar upphæðinni til viðauka við fjárhagsáætlun 2018 sem kemur til lækkunar á handbæru fé.
  Bókun fundar Afgreiðsla 555. fundar bæjarráðs staðfest á 161. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 555. fundur - 8. maí 2018 Aðalfundur Símeyjar verður haldinn miðvikudaginn 2. maí nk., kl. 14.00. Fundurinn verður haldinn í aðalstöðvum miðstöðvarinnar að Þórsstíg 4, Akureyri.

  Lagt fram til kynningar.

  Bókun fundar Afgreiðsla 555. fundar bæjarráðs staðfest á 161. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 555. fundur - 8. maí 2018 Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um Kristnisjóð ofl. (ókeypis lóðir), 269. mál.

  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 555. fundar bæjarráðs staðfest á 161. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 555. fundur - 8. maí 2018 Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra þar sem óskað er eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Sjómannafélags Ólafsfjarðar kt. 610183-0269 um tímabundið tækifærisleyfi frá 3. júní frá kl. 18:00 til kl. 03:00 þann 4. júní nk.

  Bæjarráð samþykkir tækifærisleyfið fyrir sitt leyti.
  Bókun fundar Afgreiðsla 555. fundar bæjarráðs staðfest á 161. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 555. fundur - 8. maí 2018 Lögð fram til kynningar fundargerð 859. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 27. apríl sl. Bókun fundar Afgreiðsla 555. fundar bæjarráðs staðfest á 161. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 555. fundur - 8. maí 2018 Lögð fram til kynningar fundargerð 305. fundar stjórnar Eyþings sem haldinn var 2. maí sl. Bókun fundar Afgreiðsla 555. fundar bæjarráðs staðfest á 161. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

2.Yfirkjörstjórn Fjallabyggðar - 41. fundur - 26. apríl 2018

Málsnúmer 1805006FVakta málsnúmer

 • 2.1 1804010 Íbúakosningar vegna Fræðslustefnu Fjallabyggðar
  Yfirkjörstjórn Fjallabyggðar - 41. fundur - 26. apríl 2018 Frágangur og eyðing kjörgagna eftir kosningar vegna Fræðslustefnu Fjallabyggðar.
  Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar fékk afhent til varðveislu, það sem þeim ber að varðveita (kjörskrá og kjörseðla, 3 stk. af hverju).
  Slökkviliðið tók að sér að eyða öðru.
  Bókun fundar Afgreiðsla 41. fundar yfirkjörstjórnar staðfest á 161. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 2.2 1802027 Sveitarstjórnarkosningar 2018
  Yfirkjörstjórn Fjallabyggðar - 41. fundur - 26. apríl 2018 Auglýsing um mótttöku framboðslista vegna sveitarstjórnarkosninga 26. maí 2018.
  Yfirkjörstjórn mun taka á móti listum 5. maí 2018 kl. 11.00 - 12.00 og ákvarða gildi listanna sem koma fram á fundi mánudaginn 7. maí kl. 16.00 að Gránugötu 24 Siglufirði og einnig úthluta lista bókstöfum.

  Framboðin verða síðan auglýst í Tunnunni þá í vikunni.
  Kjörseðlar verða prentaðir í Tunnunni í hlutlausum lit.

  Auglýsing um kjörfund verður síðan birt þegar nær dregur kosningum.
  En kosið verður á sömu stöðum og undanfarið.
  Bókun fundar Afgreiðsla 41. fundar yfirkjörstjórnar staðfest á 161. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

3.Yfirkjörstjórn Fjallabyggðar - 42. fundur - 5. maí 2018

Málsnúmer 1805007FVakta málsnúmer

 • 3.1 1802027 Sveitarstjórnarkosningar 2018
  Yfirkjörstjórn Fjallabyggðar - 42. fundur - 5. maí 2018 Bókun fundar Afgreiðsla 42. fundar yfirkjörstjórnar staðfest á 161. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

4.Yfirkjörstjórn Fjallabyggðar - 43. fundur - 7. maí 2018

Málsnúmer 1805008FVakta málsnúmer

 • 4.1 1802027 Sveitarstjórnarkosningar 2018
  Yfirkjörstjórn Fjallabyggðar - 43. fundur - 7. maí 2018 Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar yfirkjörstjórnar staðfest á 161. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

5.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 54. fundur - 7. maí 2018

Málsnúmer 1805002FVakta málsnúmer

 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 54. fundur - 7. maí 2018 Undir þessum lið sat Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Erla Gunnlaugsdóttir fulltrúi kennara.

  Á 53.fundi Fræðslu- og frístundarnefndar var afgeiðslu skóladagatals grunnskólans frestað og kom nefndin með breytingartillögu sem hún vísaði til umsagnar hjá skólaráði grunnskólans. Skólaráð hefur nú fallist á breytingartillögu Fræðslu- og frístundarnefndar en beinir þeim tilmælum til nefndarinnar að framvegis verði vetrarfrí að hausti, í skammdeginu, til þess að það nýtist nemendum sem best til hvíldar.
  Skólasetning Grunnskóla Fjallabyggðar verður því 22. ágúst 2018, haustfrí föstudaginn 16. nóvember og vetrarfrí dagana 7.-8. mars 2019. Skólaslit verða 31. maí 2019.

  Á 53. fundi Fræðslu- og frístundarnefndar var afgeiðslu skóladagatals leikskólans frestað þar til foreldraráð hefði fjallað um það. Engar breytingartillögur komu frá foreldraráði og samþykkir nefndin því skóladagatalið eins og það liggur fyrir. Leikskólinn opnar eftir sumarfrí 7. ágúst 2018 og síðasti dagur fyrir sumarfrí 2019 er 12. júlí.
  Bókun fundar Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir og Steinunn María Sveinsdóttir.

  Afgreiðsla 54. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 161. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 54. fundur - 7. maí 2018 Undir þessum lið sat Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Erla Gunnlaugsdóttir fulltrúi kennara.
  Skólastjóri fór yfir helstu niðurstöður foreldrakönnunar Skólapúlsins. Könnunin var gerð meðal foreldra grunnskólanemenda í febrúar sl.
  Bókun fundar Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir og Steinunn María Sveinsdóttir.

  Afgreiðsla 54. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 161. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 54. fundur - 7. maí 2018 Undir þessum lið sat Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Erla Gunnlaugsdóttir fulltrúi kennara.

  Skólastjóri fór yfir helstu niðurstöður starfsmannakönnunar Skólapúlsins. Könnunin var gerð meðal starfsmanna Grunnskóla Fjallabyggðar í mars sl.
  Bókun fundar Afgreiðsla 54. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 161. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

6.Stjórn Hornbrekku - 6. fundur - 8. maí 2018

Málsnúmer 1804014FVakta málsnúmer

 • Stjórn Hornbrekku - 6. fundur - 8. maí 2018 Elísa Rán Ingvarsdóttir, hjúkrunarforstjóri og forstöðumaður kynnti fyrir stjórninni viðhalds- og framkvæmdarverkefni sem unnið hefur verið að í Hornbrekku síðustu misserin.
  Bætt hefur verið úr aðstöðu í matsal með endurbótum á býtibúri, auk þess sem búnaður og tæki hafa verið endurnýjuð.
  Stjórnin fagnar þeim góða árangri sem náðst hefur í þessum efnum. Stjórnin þakkar fyrir vel heppnaða heimsókn og góðar móttökur.
  Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.

  Afgreiðsla 6. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 161. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Stjórn Hornbrekku - 6. fundur - 8. maí 2018 Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.

  Afgreiðsla 6. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 161. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

7.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 43. fundur - 9. maí 2018

Málsnúmer 1805003FVakta málsnúmer

 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 43. fundur - 9. maí 2018 Farið yfir stöðu undirbúnings fyrir afmælishátíðina. Lokahönd verður lögð á undirbúning á fundi afmælisnefndar föstudaginn 11. maí. Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 161. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 43. fundur - 9. maí 2018 Linda Lea markaðs- og menningarfulltrúi fór yfir stöðu undirbúnings fyrir Norrænu strandmenningarhátíðina sem haldin verður 4. - 8. júlí nk. Undirbúningur gengur vel. Útlit er fyrir að um hundrað aðilar, íslenskir og erlendir, mæti til hátíðar og kynni handverk sitt og arfleifð. Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 161. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 43. fundur - 9. maí 2018 Fjallabyggð hefur samþykkt að gera rekstrarsamning við fyrirtækið Kjarabakka ehf. um rekstur tjaldsvæða Fjallabyggðar á Siglufirði. Starfsmenn fyrirtækisins eru þeir Gestur Þór Guðmundsson og Sigmar Bech og munu þeir annast rekstur og umsjón tjaldsvæðanna sumarið 2018.
  Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 161. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 43. fundur - 9. maí 2018 Vinnuhópur hefur verið stofnaður um að ljúka við gerð Ferðastefnu Fjallabyggðar. Í hópnum eru Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi, Ægir Bergsson, Bjarney Lea Guðmundsdóttir, Vilhjálmur Hróarsson og Gestur Þór Guðmundsson. Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 161. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

8.Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 3. fundur - 9. maí 2018

Málsnúmer 1804022FVakta málsnúmer

 • Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 3. fundur - 9. maí 2018 Embætti Landlæknis hefur gefið út tvo lýðheilsuvísa sem ætlaðir eru til greiningar á stöðu lýðheilsu í samfélögum. Stýrihópurinn fór yfir lýðheilsuvísi um vellíðan án áfengis, annarra vímuefna og tóbaks. Ákveðið var að leita upplýsinga víðar í samfélaginu og hjá sveitarfélaginu vegna vinnunnar sem verður fram haldið á næsta fundi stýrihópsins. Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar stýrihóps Heilsueflandi samfélags staðfest á 161. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 3. fundur - 9. maí 2018 Skrifað verður undir samning Fjallabyggðar við Embætti Landlæknis um Heilsueflandi samfélag. Undirskriftin mun fara fram 11. júní kl. 17.00 í Tjarnarborg. Athöfnin verður auglýst nánar þegar nær dregur. Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar stýrihóps Heilsueflandi samfélags staðfest á 161. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

9.Öldungaráð Fjallabyggðar - 4. fundur - 9. maí 2018

Málsnúmer 1804013FVakta málsnúmer

 • Öldungaráð Fjallabyggðar - 4. fundur - 9. maí 2018 Í framhaldi af bókun um þetta mál á síðasta fundi öldungaráðs, eru lagðar fram tillögur og hugmyndir nefndarmanna um staðsetningu bekkja og gönguleiða fyrir eldri borgara í Fjallabyggð.
  Öldungaráð samþykkir að vísa tillögunum til umhverfis- og tæknideildar til frekari úrvinnslu. Einnig verður tillögunum komið á framfæri við stýrihóp um heilsueflandi samfélag í Fjallabyggð.
  Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.

  Afgreiðsla 4. fundar öldungaráðs staðfest á 161. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

10.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 111

Málsnúmer 1805009FVakta málsnúmer

 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 111. fundur - 11. maí 2018 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 111. fundar Félagsmálanefndar Fjallabyggðar staðfest á 161. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 111. fundur - 11. maí 2018 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 111. fundar Félagsmálanefndar Fjallabyggðar staðfest á 161. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

11.Sveitarstjórnarkosningar 2018

Málsnúmer 1802027Vakta málsnúmer

Í bréfi frá Þjóðskrá Íslands dagsett 23. apríl 2018, eru upplýsingar og leiðbeiningar um meðferð kjörskrárstofna vegna sveitarstjórnarkosninga 26. maí 2018. Þrjú eintök af kjörskrárstofni hafa borist og eru 1578 á kjörskrá í Fjallabyggð. Á Siglufirði eru 940 á kjörskrá og í Ólafsfirði 638.

Kjörskrár vegna sveitarstjórnarkosninga 26. maí 2018 verða lagðar fram 16. maí n.k. almenningi til sýnis og verða aðgengilegar á auglýstum opnunartíma bæjarskrifstofunnar í Ráðhúsi Fjallabyggðar að Gránugötu 24, Siglufirði og bókasafninu að Ólafsvegi 4, Ólafsfirði.

Eftirfarandi tillaga var samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum:
"Bæjarstjórn samþykkir að veita bæjarráði fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna sveitarstjórnarkosninga 26. maí 2018 í samræmi við 27. gr. kosningalaga."

12.Ársreikningur Fjallabyggðar - 2017

Málsnúmer 1804132Vakta málsnúmer

Til máls tóku Steinunn María Sveinsdóttir, Helga Helgadóttir, S. Guðrún Hauksdóttir, Jón Valgeir Baldursson, Hilmar Þór Elefsen og Gunnar I. Birgisson.

Bæjarstjórn samþykkir ársreikning 2017 samhljóða með 7. atkvæðum.

Bæjarstjórn fagnar góðri niðurstöðu.

13.Heimild til bæjarráðs

Málsnúmer 1805039Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir með 7 samhljóða atkvæðum að veita bæjarráði fullnaðarheimild til afgreiðslu fundargerðar 226. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.

Fundi slitið - kl. 19:00.