Yfirkjörstjórn Fjallabyggðar - 41. fundur - 26. apríl 2018

Málsnúmer 1805006F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 161. fundur - 11.05.2018

  • .1 1804010 Íbúakosningar vegna Fræðslustefnu Fjallabyggðar
    Yfirkjörstjórn Fjallabyggðar - 41. fundur - 26. apríl 2018 Frágangur og eyðing kjörgagna eftir kosningar vegna Fræðslustefnu Fjallabyggðar.
    Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar fékk afhent til varðveislu, það sem þeim ber að varðveita (kjörskrá og kjörseðla, 3 stk. af hverju).
    Slökkviliðið tók að sér að eyða öðru.
    Bókun fundar Afgreiðsla 41. fundar yfirkjörstjórnar staðfest á 161. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • .2 1802027 Sveitarstjórnarkosningar 2018
    Yfirkjörstjórn Fjallabyggðar - 41. fundur - 26. apríl 2018 Auglýsing um mótttöku framboðslista vegna sveitarstjórnarkosninga 26. maí 2018.
    Yfirkjörstjórn mun taka á móti listum 5. maí 2018 kl. 11.00 - 12.00 og ákvarða gildi listanna sem koma fram á fundi mánudaginn 7. maí kl. 16.00 að Gránugötu 24 Siglufirði og einnig úthluta lista bókstöfum.

    Framboðin verða síðan auglýst í Tunnunni þá í vikunni.
    Kjörseðlar verða prentaðir í Tunnunni í hlutlausum lit.

    Auglýsing um kjörfund verður síðan birt þegar nær dregur kosningum.
    En kosið verður á sömu stöðum og undanfarið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 41. fundar yfirkjörstjórnar staðfest á 161. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.