Öldungaráð Fjallabyggðar

4. fundur 09. maí 2018 kl. 16:30 - 17:45 í húsi eldri borgara Bylgjubyggð 2 b - Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir aðalmaður, D lista
  • Ingvar Ágúst Guðmundsson aðalmaður
  • Konráð Karl Baldvinsson aðalmaður
  • Björn Þór Ólafsson aðalmaður
  • Ásdís Pálmadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson embættismaður
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson

1.Bekkir á gönguleiðum í Fjallabyggð

Málsnúmer 1803055Vakta málsnúmer

Í framhaldi af bókun um þetta mál á síðasta fundi öldungaráðs, eru lagðar fram tillögur og hugmyndir nefndarmanna um staðsetningu bekkja og gönguleiða fyrir eldri borgara í Fjallabyggð.
Öldungaráð samþykkir að vísa tillögunum til umhverfis- og tæknideildar til frekari úrvinnslu. Einnig verður tillögunum komið á framfæri við stýrihóp um heilsueflandi samfélag í Fjallabyggð.

Fundi slitið - kl. 17:45.