Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

54. fundur 07. maí 2018 kl. 17:00 - 18:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir aðalmaður, D lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir varaformaður, S lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, S lista
  • Hrafnhildur Ýr Denke Vilbertsdóttir varamaður, S lista
  • Rósa Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda og menningarmála
Helga Hermannsdóttir boðaði forföll. Hrafnhildur Ýr Denke Vilbertsdóttir mætti í hennar stað.

1.Skóladagatal 2018-2019

Málsnúmer 1804014Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Erla Gunnlaugsdóttir fulltrúi kennara.

Á 53.fundi Fræðslu- og frístundarnefndar var afgeiðslu skóladagatals grunnskólans frestað og kom nefndin með breytingartillögu sem hún vísaði til umsagnar hjá skólaráði grunnskólans. Skólaráð hefur nú fallist á breytingartillögu Fræðslu- og frístundarnefndar en beinir þeim tilmælum til nefndarinnar að framvegis verði vetrarfrí að hausti, í skammdeginu, til þess að það nýtist nemendum sem best til hvíldar.
Skólasetning Grunnskóla Fjallabyggðar verður því 22. ágúst 2018, haustfrí föstudaginn 16. nóvember og vetrarfrí dagana 7.-8. mars 2019. Skólaslit verða 31. maí 2019.

Á 53. fundi Fræðslu- og frístundarnefndar var afgeiðslu skóladagatals leikskólans frestað þar til foreldraráð hefði fjallað um það. Engar breytingartillögur komu frá foreldraráði og samþykkir nefndin því skóladagatalið eins og það liggur fyrir. Leikskólinn opnar eftir sumarfrí 7. ágúst 2018 og síðasti dagur fyrir sumarfrí 2019 er 12. júlí.

2.Foreldrakönnun Skólapúlsins - Grunnskóli Fjallabyggðar

Málsnúmer 1804015Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Erla Gunnlaugsdóttir fulltrúi kennara.
Skólastjóri fór yfir helstu niðurstöður foreldrakönnunar Skólapúlsins. Könnunin var gerð meðal foreldra grunnskólanemenda í febrúar sl.

3.Starfsmannakönnun Skólapúlsins 2018

Málsnúmer 1804120Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Erla Gunnlaugsdóttir fulltrúi kennara.

Skólastjóri fór yfir helstu niðurstöður starfsmannakönnunar Skólapúlsins. Könnunin var gerð meðal starfsmanna Grunnskóla Fjallabyggðar í mars sl.

Fundi slitið - kl. 18:30.