Sveitarstjórnarkosningar 2018

Málsnúmer 1802027

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 542. fundur - 13.02.2018

Lögð fram til kynningar tilkynning frá Þjóðskrá Íslands vegna breytinga á skráningu námsmanna á Norðurlöndunum á kjörskrá fyrir sveitarstjórnarkosningar. Umræddir námsmenn þurfa nú að sækja um það rafrænt á vef Þjóðskrár að vera teknir á kjörskrá fyrir sveitarstjórnarkosningar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 161. fundur - 11.05.2018

Í bréfi frá Þjóðskrá Íslands dagsett 23. apríl 2018, eru upplýsingar og leiðbeiningar um meðferð kjörskrárstofna vegna sveitarstjórnarkosninga 26. maí 2018. Þrjú eintök af kjörskrárstofni hafa borist og eru 1578 á kjörskrá í Fjallabyggð. Á Siglufirði eru 940 á kjörskrá og í Ólafsfirði 638.

Kjörskrár vegna sveitarstjórnarkosninga 26. maí 2018 verða lagðar fram 16. maí n.k. almenningi til sýnis og verða aðgengilegar á auglýstum opnunartíma bæjarskrifstofunnar í Ráðhúsi Fjallabyggðar að Gránugötu 24, Siglufirði og bókasafninu að Ólafsvegi 4, Ólafsfirði.

Eftirfarandi tillaga var samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum:
"Bæjarstjórn samþykkir að veita bæjarráði fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna sveitarstjórnarkosninga 26. maí 2018 í samræmi við 27. gr. kosningalaga."

Bæjarráð Fjallabyggðar - 557. fundur - 22.05.2018

Lagt fram erindi frá Þjóðskrá Íslands um meðferð kjörskrástofna vegna sveitarstjórnakosninga 2018.

Kjörskrárstofnar liggja frammi á bæjarskrifstofunni í ráðhúsi Fjallabyggðar og bókasafninu á Ólafsvegi 4, Ólafsfirði.

Undirkjörstjórn á Siglufirði - 34. fundur - 25.05.2018

1. Farið yfir kjörskrár og gengið frá kjörskrármöppum.
2. Gengið frá í kjörstofu, klefar yfirfarnir og sætum komið fyrir á gangi.
3. Farið yfir fyrirliggjandi gögn sem varða kosningarnar.
4. Kassi með utankjörfundaratkvæðum hefur borist frá sýsluskrifstofu og verið læstur inni.

Undirkjörstjórn í Ólafsfirði - 34. fundur - 25.05.2018

1. Lögð fram kjörskrá undirrituð af Guðrúnu Sif Guðbrandsdóttur skrifstofu og fjármálastjóra Fjallabyggðar. Samtals eru á kjörskrá 638.
2. Lögð fram auglýsing vegna kjörfundar og vinnuplan á kjördag.
3. Formaður útvegar dyraverði. Hestamannafélagið Gnýfari mun vera á kjördag.
4. Kjörstaður verður í Menntaskólanum á Tröllaskaga og hefst kl. 10.00. Nefndarmenn mæta kl. 08.30. Formaður sá um að settir voru upp kjörklefar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 164. fundur - 13.06.2018

Bæjarstjóri fór yfir fundargerð 45. fundar yfirkjörstjórnar við alþingis- og sveitarstjórnakosningar, sem haldinn var í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði 26. maí 2018 s.l.
Niðurstaða kosninga er sem hér segir.
Kjósendur á kjörskrá og greidd atkvæði: karlar, konur, samtals
Kjósendur á kjörskrá 797, 781, 1578
Atkvæði greidd á kjörfundi 1025
Utankjörfundaratkvæði 229
Alls greidd atkvæði 1254
Auðir seðlar voru 41
Ógildir voru 6
Gild atkvæði féllu þannig:
D listi Sjálfstæðisflokks 539 atkv., 44,7% , 3 kjörnir fulltrúar.
H listi fyrir Heildina 371 atkv., eða 30,7%, 2 kjörnir fulltrúar.
I listi Betri Fjallabyggð 297 atkv., eða 24,6%, 2 kjörnir fulltrúar.
Gild atkvæði alls 1207
Breytingar og útstrikanir á seðlum voru mjög óverulegar 2-5 á hverjum lista. Útstrikanir og breytingar höfðu ekki áhrif á sætaskipan í sveitarstjórn og eru kjörnir aðal- og varamenn eftirtaldir:
Aðalmenn: sæti nafn listi atkvæði í sæti
1 Helga Helgadóttir D, 539
2 Jón Valgeir Baldursson H, 371
3 Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir I, 297
4 S. Guðrún Hauksdóttir D, 269
5 Særún H Laufeyjardóttir H, 185,5
6 Tómas Atli Einarsson D, 179,7
7 Nanna Árnadóttir I, 148,5

Varamenn eru :
1 Ólafur Stefánsson D, 134,8
2 Helgi Jóhannsson H, 123,7
3 Hjördís Hjörleifsdóttir D, 107,8
4 Konráð Karl Baldvinsson I, 99
5 Þorgeir Bjarnason H, 92,8
6 Ingvar Guðmundsson D, 89,8
7 Hrafnhildur Ýr Denke, I, 74,25

Kjörnir bæjarfulltrúar hafa fengið sín kjörbréf afhent.