Bæjarráð Fjallabyggðar - 555. fundur - 8. maí 2018

Málsnúmer 1805001F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 161. fundur - 11.05.2018

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 555. fundur - 8. maí 2018 Lagt fram yfirlit yfir staðgreiðslu útsvars frá 1. janúar til 30. apríl 2018. Innborganir nema 328.145.774 kr. sem er 97,5% af tímabilsáætlun, sem gerði ráð fyrir 336.695.066 kr. Bókun fundar Afgreiðsla 555. fundar bæjarráðs staðfest á 161. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 555. fundur - 8. maí 2018 Niðurstaða bókuð í trúnaðarbók.
    Bókun fundar Afgreiðsla 555. fundar bæjarráðs staðfest á 161. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • .3 1604082 Skólamáltíðir
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 555. fundur - 8. maí 2018 Þjónustusamningur sem er í gildi vegna skólamáltíða fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar rennur út 5. júní nk.

    Bæjarráð samþykkir að gerð verði skrifleg verðfyrirspurn, skv. 20. gr. innkaupareglna Fjallabyggðar og send þjónustuaðilum. Samningur verður gerður til tveggja ára með möguleika á framlengingu til eins árs.

    Bæjarráð felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningamála afgreiðslu málsins.


    Bókun fundar Afgreiðsla 555. fundar bæjarráðs staðfest á 161. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 555. fundur - 8. maí 2018 Auglýst var eftir rekstrar- og umsjónaraðila tjaldsvæðis Fjallabyggðar á Siglufirði.

    Eftirtaldir aðilar sendu inn umsókn:

    Kjarabakki ehf.
    Útlagi ehf.

    Lagt fram minnisblað frá deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála, þar sem lagt er til að gengið verði til samninga við Kjarabakka ehf. til eins árs.

    Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við Kjarabakka ehf. og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 555. fundar bæjarráðs staðfest á 161. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 555. fundur - 8. maí 2018 Jón Valgeir Baldursson vék undir þessum lið.

    Bæjarstjórn Fjallabyggðar barst erindi frá Framfarafélagi Ólafsfjarðar dags. 31/3 2018. Þar óskar félagið eftir helgun á tilteknu landrými í Ólafsfirði, sem nýta á til atvinnureksturs á svæðinu, aðallega með fiskeldi í huga.

    Bæjarráð fagnar þessu framtaki Framfarafélagsins um hugsanlega atvinnuuppbyggingu á svæðinu.
    Á hluta af þessu tiltekna svæði er ýmis starfsemi, sem verður ekki hróflað við nema með ærnum kostnaði bæjarsjóðs og breytingum á deili- og aðalskipulagi.

    Bæjarráð telur hyggilegast, að nálgast málið þannig, að bæjarráð Fjallabyggðar muni ekki ráðstafa neinu af hinu tiltekna landi til annarra aðila meðan athugun og undirbúningur af atvinnustarfsemi á svæðinu á vegum Framfarafélags Ólafsfjarðar stendur yfir.

    Bæjarráð gefur félaginu tvö ár til að komast að niðurstöðu um mögulega atvinnuuppbyggingu. Engar kröfur um greiðslur til bæjarfélagsins vegna hins tiltekna lands verða settar fram af hálfu Fjallabyggðar á þeim tíma.

    Þá lýsir bæjarráð sig tilbúið að aðstoða félagið við rannsóknir og gagnaöflun.
    Bókun fundar Til máls tóku Steinunn María Sveinsdóttir, S. Guðrún Hauksdóttir og Helga Helgadóttir.

    Jón Valgeir Baldursson vék undir þessum lið.

    Afgreiðsla 555. fundar bæjarráðs staðfest á 161. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

    Bæjarstjórn hvetur Framfarafélag Ólafsfjarðar til að kynna félagið og áform þess fyrir bæjarbúum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 555. fundur - 8. maí 2018 Tekið fyrir erindi frá eigendum húseignarinnar Hólavegi 18, Siglufirði þar sem lýst er skemmdum á húsinu sem þeir telja að megi rekja til framkvæmda við snjóflóðavarnargarða. Óskað er eftir óháðu mati á skemmdum á húsinu.

    Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til Ofanflóðasjóðs og deildarstjóra tæknideildar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 555. fundar bæjarráðs staðfest á 161. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 555. fundur - 8. maí 2018 Tekin fyrir fyrirspurn frá Ungmennafélagi Íslands (UMFÍ) þar sem óskað er eftir upplýsingum um beint framlag sveitarfélagsins til íþrótta- og ungmennafélaga í sveitarfélaginu.

    Bæjarráð felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að svara erindinu og leggja svarið fyrir næsta fund bæjarráðs.

    Bókun fundar Afgreiðsla 555. fundar bæjarráðs staðfest á 161. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 555. fundur - 8. maí 2018 Tekið fyrir erindi frá Aval ehf. þar sem óskað er eftir því að fyrirtækið fái að taka þátt í lokuðum útboðum á vegum Fjallabyggðar. Fyrirtækið sérhæfir sig í fráveitu og fóðrun á lögnum.

    Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 555. fundar bæjarráðs staðfest á 161. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 555. fundur - 8. maí 2018 Lögð fram til kynningar umsögn bindindisfélagsins IOGT á Íslandi um frumvarp um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak.

    Bókun fundar Afgreiðsla 555. fundar bæjarráðs staðfest á 161. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 555. fundur - 8. maí 2018 Uppfærð umbótaáætlun Leikskóla Fjallabyggðar byggð á ytra mati skólans, sem gerð var í september 2017, hefur verið sent til Mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

    Ráðuneytið mun óska eftir greinargerð í desember 2018 um framkvæmd umbótaáætlunarinnar fram að þeim tíma.
    Bókun fundar Afgreiðsla 555. fundar bæjarráðs staðfest á 161. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 555. fundur - 8. maí 2018 Tekið fyrir erindi frá framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. Stjórn félagsins leggur til að framlög sveitarfélaga til félagsins hækki um 3%. Þannig verði framlög á árinu 2018 kr. 1.716 á hvern íbúa, í stað kr. 1.666 árið 2017. Miðað er við íbúafjölda sveitarfélagsins 1. desember 2017. Aðalfundur félagsins verður haldinn 21. júní nk.

    Hlutur Fjallabyggðar hækkar um 101.700 krónur.

    Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar upphæðinni til viðauka við fjárhagsáætlun 2018 sem kemur til lækkunar á handbæru fé.
    Bókun fundar Afgreiðsla 555. fundar bæjarráðs staðfest á 161. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 555. fundur - 8. maí 2018 Aðalfundur Símeyjar verður haldinn miðvikudaginn 2. maí nk., kl. 14.00. Fundurinn verður haldinn í aðalstöðvum miðstöðvarinnar að Þórsstíg 4, Akureyri.

    Lagt fram til kynningar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 555. fundar bæjarráðs staðfest á 161. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 555. fundur - 8. maí 2018 Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um Kristnisjóð ofl. (ókeypis lóðir), 269. mál.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 555. fundar bæjarráðs staðfest á 161. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 555. fundur - 8. maí 2018 Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra þar sem óskað er eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Sjómannafélags Ólafsfjarðar kt. 610183-0269 um tímabundið tækifærisleyfi frá 3. júní frá kl. 18:00 til kl. 03:00 þann 4. júní nk.

    Bæjarráð samþykkir tækifærisleyfið fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 555. fundar bæjarráðs staðfest á 161. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 555. fundur - 8. maí 2018 Lögð fram til kynningar fundargerð 859. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 27. apríl sl. Bókun fundar Afgreiðsla 555. fundar bæjarráðs staðfest á 161. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 555. fundur - 8. maí 2018 Lögð fram til kynningar fundargerð 305. fundar stjórnar Eyþings sem haldinn var 2. maí sl. Bókun fundar Afgreiðsla 555. fundar bæjarráðs staðfest á 161. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.