Bæjarráð Fjallabyggðar

524. fundur 24. október 2017 kl. 12:00 - 13:20 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Hilmar Þór Elefsen aðalmaður, S lista
  • Jón Valgeir Baldursson áheyrnarfulltrúi, B lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Staða framkvæmda - 2017

Málsnúmer 1710080Vakta málsnúmer

Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar sat undir þessum lið og fór yfir framkvæmdir á árinu 2017.

2.Vatnsveita Ólafsfirði

Málsnúmer 1710035Vakta málsnúmer

Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar sat undir þessum lið.

Lögð fram tvö minnisblöð deildarstjórans vegna mengunar í neysluvatni í Ólafsfirði. Deildarstjóri óskar eftir heimild bæjarráðs til þess að setja upp geislatæki við vatnstankinn í Brimnesdal. Mikilvægt er að ráðist verði í framkvæmdina sem fyrst.

Bæjarráð samþykkir að veita heimild til framkvæmdanna. Áætlaður kostnaður er kr. 5.000.000.- og færist af liðnum ýmis smáverk.
3.Fyrirspurn vegna sauðfjársmölunar og fjallskila í umdæmi Fjallabyggðar

Málsnúmer 1709065Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð fjallskilastjórnar Fjallabyggðar frá fundi sem haldinn var 16. október sl.. Í fundargerðinni er gert grein fyrir framkvæmd og fyrirkomulagi gangna sem fóru fram í sveitarfélaginu í september sl..

Í kjölfar greinargerðar Fjallskilastjórnar felur bæjarráð deildarstjóra tæknideildar að svara erindi Guðbrands Ólafssonar sem barst ráðinu þann 20. september sl..

4.Dagdvöl aldraðra í Fjallabyggð

Málsnúmer 1710031Vakta málsnúmer

Hjörtur Hjartarson, deildarstjóri félagsmáladeildar sat undir þessum lið.

Á fundi félagsmálanefndar þann 19. október sl. samþykkti nefndin fyrir sitt leyti að þjónusta við aldraða í Ólafsfirði yrði efld og ráðinn yrði starfsmaður í 50% stöðugildi. Jafnframt myndi starfsmaðurinn taka að sér verkefni við þjónustu við fólk með fötlun. Áætlaður launakostnaður til áramóta er 617.000 kr. Áhersla verður lögð á að starfstöð verði komið upp í húsi eldri borgara í Ólafsfirði.

Bæjarráð samþykkir að ráðinn verði starfsmaður í 50% starf og gjaldfærist launakostnaðurinn af þjónustu við aldraðra.

5.Gjafaafsal Hóls

Málsnúmer 1703049Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála þar sem lagt er til, í kjölfar fundar deildarstjóra og formanns fræðslu- og frístundanefndar með fulltrúum UÍF þann 19. október sl., að bæjarráð verði við ósk UÍF um að sveitarfélagið falli frá kvöð í gjafaafsali varðandi Íþróttamiðstöðina Hól, Siglufirði. Með því myndi UÍF hafa fullan eignarrétt yfir eigninni.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála afgreiðslu málsins.

6.Málefni Hóls

Málsnúmer 1703048Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála í kjölfar fundar deildarstjóra og formanns fræðslu- og frístundanefndar með fulltrúum UÍF þann 19. október. Á fundinum var rædd krafa UÍF um að greiðslur sveitarfélagsins vegna íþróttamiðstöðvarinnar Hóls, Siglufirði, yrðu 1.500.000 kr. líkt og á árunum 2014-2016, samkvæmt staðfestingu bæjarstjóra frá 16. júlí 2014. Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017 var ákveðið að styrkja rekstur UÍF um 800.000 kr.


Bæjarráð hafnar kröfum UÍF um óbreyttar greiðslur.

7.Trúnaðarmál

Málsnúmer 1710074Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.

8.Staðgreiðsla tímabils - 2017

Málsnúmer 1704084Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir staðgreiðslu útsvars á tímabilinu 1. janúar til 16. október 2017. Innborganir nema 821.019.225 kr. sem er 95,17% af tímabilsáætlun sem gerði ráð fyrir 873.189.690 kr..

9.Staðgreiðsluáætlun sveitarfélaga

Málsnúmer 1710060Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar staðgreiðsluáætlun sveitarfélaga fyrir árin 2017 og 2018 sem hag- og upplýsingasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur unnið. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu er gert ráð fyrir að útsvarsstofninn hækki að meðaltali um 8% á öllu landinu á milli áranna 2017 og 2018.

Staðgreiðsluáætlunina má finna á slóðinni:
http://www.samband.is/media/upplysingar-um-utsvar/Stadgreidsluaaetlun_okt_2017.pdf

10.Vörugjöld bílaleigubíla og skoðun á skattbyrgði bílaleigufyrirtækja

Málsnúmer 1710062Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Samtökum ferðaþjónustunnar, dags. 13. október 2017, þar sem vakin er athygli sveitarstjórnarmanna á breytingum á vörugjöldum bílaleigubíla og skattbyrði bílaleigufyrirtækja. Telja samtökin að líklegt sé að ferðamönnum fækki í dreifðari byggðum landsins í kjölfar hækkunarinnar og brýna þau sveitarstjórnarmenn til þess að ræða málið við frambjóðendur til Alþingis.

11.Skýrsla um fasteignamat 2018

Málsnúmer 1710063Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Þjóðskrá Íslands, dags. 10. október sl., þar sem tilkynnt er um útgáfu skýrslu um fasteignamat 2018. Skýrsluna má nálgast á heimasíðu Þjóðskrár Íslands:
https://www.skra.is/um-okkur/utgafur-og-skjol/

12.Óveruleg breyting á deiliskipulagi - Hornbrekkubót Ólafsfirði

Málsnúmer 1707031Vakta málsnúmer

Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar sat undir þessum lið.

Lögð fram til kynningar afrit af kæru Brimnes hótels ehf. til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna ákvörðunar Fjallabyggðar um breytingu á deiliskipulagi í Hornbrekkubót vegna gerðar göngustígs og gróðursetningar. Er Fjallabyggð veittur 30 daga frestur til þess að skila gögnum til nefndarinnar og til þess að tjá sig um kæruna.

Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar afgreiðslu málsins.

13.Landsvæði fyrir styttu af landvætti

Málsnúmer 1710026Vakta málsnúmer

Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar sat undir þessum lið.

Tekið fyrir bréf Guðbrandi Jónssyni, dags. 18. október 2017, þar sem hann þakkar fyrir jákvæð viðbrögð Fjallabyggðar við mögulegri uppsetningu á styttu af landvætti Norðurlands í sveitarfélaginu, fáist til þess styrkur frá Ferðamálastofu. Guðbrandur óskar eftir því að leitað verði til íbúa um tillögur að útliti styttunnar.

Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.

14.Reykskynjarar í Skálarhlíð

Málsnúmer 1710081Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Steingrími Kristinssyni íbúa í Skálarhlíð, Siglufirði, dags. 15. október 2017. Í erindinu kemur Steingrímur á framfæri ábendingu til bæjaryfirvalda um að viðvörunarhljóð vegna bruna heyrist ekki inni í þeirri íbúð þar sem reykskynjarinn fer í gang, heldur einungis frammi á göngunum þar sem brunabjöllur eru staðsettar.

Bæjarráð óskar eftir umsögn Slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar.

15.Gatnagerðargjöld vegna nýbyggingar

Málsnúmer 1710084Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Gauta Má Rúnarssyni og Magneu Guðbjörnsdóttur, dags. 21. október, þar sem óskað er eftir viðræðum við bæjaryfirvöld um afslátt af gatnagerðargjöldum, vegna fyrirhugaðrar nýbyggingar við Bakkabyggð 4.

Bæjarráð hafnar beiðni um afslátt af gatnagerðargjöldum.

16.Fundargerðir fjallskilanefndar 2017

Málsnúmer 1708044Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

17.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2017

Málsnúmer 1701004Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð frá fundi félagsmálanefndar sem haldinn var 19. október sl..

Fundi slitið - kl. 13:20.