Málefni Hóls

Málsnúmer 1703048

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 493. fundur - 21.03.2017

Lagt fram bréf frá ÚÍF varðandi greiðslur Fjallabyggðar fyrir afnot af Hóli.
Bæjarráð ítrekar að greiðslur til ÚÍF vegna Hóls séu samkvæmt samþykktri fjárhagsáætlun fyrir árið 2017. Bæjarráð samþykkir að boða fulltrúa ÚÍF á fund bæjarráðs til að ræða málefni Hóls.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 495. fundur - 04.04.2017

Þórarinn Hannesson formaður UÍF, Brynja Hafsteinsdóttir starfsmaður UÍF og Róbert Grétar Gunnarsson deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningamála mættu á fund bæjarráðs.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og formanni fræðslu- og frístundanefndar að koma með tillögur að framtíðartilhögun á aðkomu bæjarfélagins að rekstri og nýtingu Hóls.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 524. fundur - 24.10.2017

Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála í kjölfar fundar deildarstjóra og formanns fræðslu- og frístundanefndar með fulltrúum UÍF þann 19. október. Á fundinum var rædd krafa UÍF um að greiðslur sveitarfélagsins vegna íþróttamiðstöðvarinnar Hóls, Siglufirði, yrðu 1.500.000 kr. líkt og á árunum 2014-2016, samkvæmt staðfestingu bæjarstjóra frá 16. júlí 2014. Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017 var ákveðið að styrkja rekstur UÍF um 800.000 kr.


Bæjarráð hafnar kröfum UÍF um óbreyttar greiðslur.