Reykskynjarar í Skálarhlíð

Málsnúmer 1710081

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 524. fundur - 24.10.2017

Tekið fyrir erindi frá Steingrími Kristinssyni íbúa í Skálarhlíð, Siglufirði, dags. 15. október 2017. Í erindinu kemur Steingrímur á framfæri ábendingu til bæjaryfirvalda um að viðvörunarhljóð vegna bruna heyrist ekki inni í þeirri íbúð þar sem reykskynjarinn fer í gang, heldur einungis frammi á göngunum þar sem brunabjöllur eru staðsettar.

Bæjarráð óskar eftir umsögn Slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 526. fundur - 31.10.2017

Á bæjarráðsfundi þann 24. október sl. var tekið fyrir erindi frá Steingrími Kristinssyni, íbúa í Skálarhlíð, varðandi reykskynjara í Skálarhlíð.

Lögð fram umsögn slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar. Bæjarráð felur deildarstjóra félagsmáladeildar að kanna hversu mikil þörf er á hljóðgjöfum sem staðsettir væru innan íbúðar.