Dagdvöl aldraðra í Fjallabyggð

Málsnúmer 1710031

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 106. fundur - 19.10.2017

Deildarstjóri lagði fram minnisblað um dagdvöl aldraðra í Fjallabyggð. Félagsmálanefnd samþykkir tillögu um að ráða starfsmanna í hlutastarf til að efla þjónustuna í Ólafsfirði. Félagsmálanefnd samþykkir einnig að starfsemi dagdvalar í Skálarhlíð og Hornbrekku verði sameinuð undir einn hatt, enda er það í samræmi við þær skipulagsbreytingar sem orðið hafa á rekstri Hornbrekku.
Félagsmálanefnd vísar málinu til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 524. fundur - 24.10.2017

Hjörtur Hjartarson, deildarstjóri félagsmáladeildar sat undir þessum lið.

Á fundi félagsmálanefndar þann 19. október sl. samþykkti nefndin fyrir sitt leyti að þjónusta við aldraða í Ólafsfirði yrði efld og ráðinn yrði starfsmaður í 50% stöðugildi. Jafnframt myndi starfsmaðurinn taka að sér verkefni við þjónustu við fólk með fötlun. Áætlaður launakostnaður til áramóta er 617.000 kr. Áhersla verður lögð á að starfstöð verði komið upp í húsi eldri borgara í Ólafsfirði.

Bæjarráð samþykkir að ráðinn verði starfsmaður í 50% starf og gjaldfærist launakostnaðurinn af þjónustu við aldraðra.

Öldungaráð Fjallabyggðar - 2. fundur - 21.11.2017

Deildarstjóri gerði grein fyrir áherslum í rekstri dagdvalar aldraðra í Fjallabyggð og eflingu á þjónustu við aldraða í sveitarfélaginu. Félagsþjónustan hefur ráðið starfsmann í hlutastarf sérstaklega til að efla þjónustuna í Ólafsfirði.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 108. fundur - 21.12.2017

Lagt fram til kynningar erindi velferðarráðuneytisins um dagdvöl aldraðra í Fjallabyggð.