Fjallskil 2017

Málsnúmer 1708044

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 216. fundur - 23.08.2017

Lögð fram fundargerð fjallskilastjórnar fyrir árið 2017.

Nefndin samþykkir fundargerðina fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 516. fundur - 29.08.2017

Starfshópurinn sækir um undanþágu til sveitarstjórnar frá 13. gr. fjallskilasamþykkta fyrir sveitarfélög við Eyjafjörð nr. 173/2011, þar sem kveðið er á um að skylt sé að hafa tvennar haustgöngur. Óskar starfshópurinn eftir því að einungis verði einar göngur og síðan verði eftirleitir framkvæmdar eftir tíðarfari.
Bæjarráð samþykkir framkomna ósk.

Aðalrétt í Ólafsfirði verður Reykjarétt og Ósbrekkurétt verður aukarétt.

Göngur og réttir í Fjallabyggð árið 2017 verða eftirfarandi:

Ólafsfjarðarmúli - Kálfsá - 15. september
Fossdalur - Kvíabekkur - 16. september
Kvíabekkur - Bakki - 20. september
Kálfsá - Reykjadalur - 21. september
Reykjarétt - Lágheiði - Fljót - 22. september
Héðinsfjörður / Hvanndalir - 15. september
Siglunes - Kálfsdalur - Skútudalur - 16. september
Hólsdalur - Skarðsdalur - 17. september
Úlfsdalir - Hvanneyrarskál - 16. september
Strákafjall og suður að rétt - 17. september

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 219. fundur - 22.11.2017

Lagt fram til kynningar svarbréf umhverfisráðs Dalvíkurbyggðar vegna fundargerðar fjallskilastjórnar Fjallabyggðar nr.2/2017.