Fyrirspurn vegna sauðfjársmölunar og fjallskila í umdæmi Fjallabyggðar

Málsnúmer 1709065

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 520. fundur - 26.09.2017

Guðrún Sif Guðbrandsdóttir vék undir þessum lið.

Tekið fyrir erindi frá Guðbrandi J. Ólafssyni, tómstundarbónda á Siglufirði, dags. 20. september 2017, vegna sauðfjársmölunar og fjallskila í umdæmi Fjallabyggðar. Er óskað eftir svörum um fyrirkomulag og greiðslur fyrir smölun í Ólafsfirði og Siglufirði.

Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 521. fundur - 03.10.2017

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar vegna erindis Guðbrands J. Ólafssonar um fyrirkomulag sauðfjársmölunar í Fjallabyggð. Erindið var tekið fyrir á síðasta fundi bæjarráðs. Í minnisblaði deildarstjóra kemur fram að fjallskilastjórn hafi ekki skilað samantekt um fjallskil 2017 en búist er við að hún sé væntanleg innan tíðar.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir því að deildarstjóri tæknideildar gangi eftir því að samantektinni verði skilað sem fyrst. Eftir að hún berst mun bæjarráð svara fyrirspurn Guðbrands.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 524. fundur - 24.10.2017

Lögð fram fundargerð fjallskilastjórnar Fjallabyggðar frá fundi sem haldinn var 16. október sl.. Í fundargerðinni er gert grein fyrir framkvæmd og fyrirkomulagi gangna sem fóru fram í sveitarfélaginu í september sl..

Í kjölfar greinargerðar Fjallskilastjórnar felur bæjarráð deildarstjóra tæknideildar að svara erindi Guðbrands Ólafssonar sem barst ráðinu þann 20. september sl..