Gjafaafsal Hóls

Málsnúmer 1703049

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 493. fundur - 21.03.2017

Lagt fram bréf frá ÚÍF varðandi gjafaafsal Hóls þar sem óskað er eftir að Fjallabyggð falli frá kvöð í gjafaafsali varðandi Hól.
Bréf frá ÚÍF vegna gjafaafsals verður tekið fyrir þegar fulltrúar ÚÍF mæta á fund bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 495. fundur - 04.04.2017

Fulltrúar ÚÍF mæta á fund bæjarráðs.
Þórarinn Hannesson formaður UÍF, Brynja Hafsteinsdóttir starfsmaður UÍF og Róbert Grétar Gunnarsson deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningamála mættu á fund bæjarráðs.
Farið var yfir þá ósk UÍF að Fjallabyggð aflétti þeirri kvöð sem er í gjafaafsali bæjarfélagsins til UÍF ásamt framtíðarnýtingu Hóls.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og formanni fræðslu- og frístundanefndar að koma með tillögur að framtíðartilhögun á aðkomu bæjarfélagins að rekstri og nýtingu Hóls.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 524. fundur - 24.10.2017

Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála þar sem lagt er til, í kjölfar fundar deildarstjóra og formanns fræðslu- og frístundanefndar með fulltrúum UÍF þann 19. október sl., að bæjarráð verði við ósk UÍF um að sveitarfélagið falli frá kvöð í gjafaafsali varðandi Íþróttamiðstöðina Hól, Siglufirði. Með því myndi UÍF hafa fullan eignarrétt yfir eigninni.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála afgreiðslu málsins.