Bæjarráð Fjallabyggðar

511. fundur 25. júlí 2017 kl. 12:00 - 13:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Ríkharður Hólm Sigurðsson aðalmaður, S lista
  • Jón Valgeir Baldursson áheyrnarfulltrúi, B lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Tjaldsvæði að Leirutanga, Siglufirði

Málsnúmer 1607048Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar.
Ríkharður Hólm Sigurðsson vék af fundi undir þessum lið.

Á fund bæjarráðs mætti Sveinn Zophaníasson framkvæmdastjóri Bás ehf. Farið var yfir stöðu framkvæmda á Leirutanga.

Áætluð verklok 1.áfanga eru í lok ágúst.

2.Viðbygging við MTR

Málsnúmer 1601094Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar.

Lagt fram bréf bæjarstjóra til mennta- og menningarmála, dags. 18. júlí 2017, þar sem óskað er eftir því að gengið verði frá samkomulagi um leigugreiðslur ráðuneytisins til Fjallabyggðar vegna Menntaskólans á Tröllaskaga.

Áætlað er að viðbygging við MTR verði afhent skólanum í byrjun ágúst og formleg vígsla fari fram við skólasetningu síðar í mánuðinum.

3.Launayfirlit tímabils 2017

Málsnúmer 1702038Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar launayfirlit tímabilsins jan/júní 2017 ásamt stöðu á langtímaveikindum starfsmanna.


4.Almenn atkvæðagreiðsla um Fræðslustefnu Fjallabyggðar

Málsnúmer 1705075Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar undirskriftalisti vegna almennrar atkvæðagreiðslu um fræðslustefnu Fjallabyggðar. Alls söfnuðust 612 undirskriftir, sem er 38,1% af kjörskrárstofni. Undirskriftalistinn var afhentur 20.júlí sl.
Samkvæmt 2. mgr. 108. gr. sveitarstjórnarlaga ber sveitarstjórn að láta atkvæðagreiðsluna fara fram innan árs frá því að óskað var eftir því að hún færi fram.

5.Beiðni um afslátt á gatnagerðargjöldum

Málsnúmer 1706016Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Sævari Eyjólfssyni og Dagbjörtu Ísfeld Guðmundsdóttur, dags. 21. júlí 2017, þar sem ákvörðun bæjarráðs um að hafna veitingu afsláttar á gatnagerðargjöldum fyrir fasteignina Lindargötu 24, Siglufirði, er mótmælt.
Einnig lagt fram álit lögfræðisviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Bæjarráð ítrekar fyrri afstöðu sína og hafnar því að veittur verði afsláttur af gatnagerðargjöldum.

6.Samningur um skóla- og frístundaakstur

Málsnúmer 1705057Vakta málsnúmer

Tilboð í skóla og frístundaakstur 2017 - 2020 voru opnuð 24. júlí 2017.
Eitt tilboð barst frá Hópferðabílum Akureyrar.

Deildarstjóra tæknideildar falið að ræða við forsvarsmenn HBA.

7.Ágangur búfjár í landi Þverár og Kvíabekkjar í Ólafsfirði

Málsnúmer 1707052Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar.
Ríkharður Hólm Sigurðsson vék af fundi undir þessum lið.

Lagt fram bréf frá landeigenda að Þverá og Kvíabekk í Ólafsfirði, dags. 18. júlí 2017 þar sem kvartað er yfir ágangi búfjár í landi þeirra. Er þess krafist að sveitarfélagið sjái til þess að búpeningurinn verði fjarlægður og afstýri frekari ágangi.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

8.Málþing um þátttökulýðræði sveitarfélaga

Málsnúmer 1707053Vakta málsnúmer

Samband íslenskra sveitarfélaga stendur fyrir málþingi um íbúasamráð og þátttöku íbúa þriðjudaginn 5. september n.k. kl. 09.30 á Grand hóteli, Reykjavík.

Lagt fram til kynningar.

9.Tilkynning um fasteignamat 2018

Málsnúmer 1707045Vakta málsnúmer

Tilkynning um fasteignamat 2018 lögð fram til kynningar.
Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 13,8% frá yfirstandandi ári. Fasteignamat í Fjallabyggð hækkar um 13,6%.

10.Rekstur félagslegra leiguíbúða sveitarfélaga (skuldastaða)

Málsnúmer 1707054Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs þar sem óskað er eftir samþykki Fjallabyggðar til þess að láta Varasjóði húsnæðismála upplýsingar um áhvílandi lán hjá Íbúðalánasjóði í té.

Bæjarráð samþykkir að veita Varasjóði húsnæðismála upplýsingarnar og felur deildarstjóra félagsmáladeildar og deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála afgreiðslu málsins.

11.Fiskeldi og Samtök sjávarútvegssveitarfélaga

Málsnúmer 1707057Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Samtökum sjávarútvegsfélaga þar sem tilkynnt er um ákvörðun stjórnar samtakanna um að bjóða sveitarfélögum sem hafa fiskeldi eða áform um slíkt innan síns sveitarfélags að sækja um aðild að samtökunum. Ef einhver sveitarfélög hafa áhuga á því þá mun stjórn boða til auka aðalfundar í haust til að fá samþykki fyrir breytingum á samþykktum samtakanna þar sem hlutverk samtakanna verður útvíkkað svo lagareldissveitarfélög geti gengið formlega í samtökin.

12.Umbótaáætlun Grunnskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 1604017Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar svarbréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu vegna framkvæmdar umbótaáætlunar Grunnskóla Fjallabyggðar. Ráðuneytinu voru sendar upplýsingar um framkvæmdina þann 29. júní sl.. Í bréfinu er þakkað fyrir upplýsingarnar og tiltekið að ráðuneytið muni óska eftir frekari upplýsingum um framkvæmdina í júní 2018.

13.Drög að reglugerðum um fjármál sveitarfélaga, til umsagnar

Málsnúmer 1707059Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Samgönguráðuneytinu þar sem vakin er athygli á því, að hægt er að senda inn umsögn um drög að breytingu á reglugerðum er varða fjármál sveitarfélaga. Frestur til að skila inn umsögn er til og með 4. ágúst n.k..

Fundi slitið - kl. 13:00.