Umbótaáætlun Grunnskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 1604017

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 27. fundur - 11.04.2016

Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar kynnti umbótaáætlun fyrir skólann sem unnin var í kjölfar á ytra mati sem unnið var af Menntamálastofnun sl. haust. Fræðslu- og frístundanefnd þakkar Jónínu greinargóða yfirferð. Jafnframt þakkar nefndin skólastjórnendum og umbótateymi skólans fyrir þeirra vinnu við gerð umbótaáætlunarinnar. Nefndin lýsir yfir ánægju með vinnu við gerð áætlunarinnar og samþykkir að hún verði send til Mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 28. fundur - 02.05.2016

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur staðfest umbótaáætlun grunnskólans. Í júní 2017 mun ráðuneytið óska eftir greinargerð um framkvæmd umbótaáætlunar fram að þeim tíma.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 35. fundur - 09.01.2017

Lagt fram
Jónína Magnúsdóttir skólastjóri fór yfir stöðu mála v/ vinnu við umbótaáætlun grunnskólans. Nefndin þakkar Jónínu fyrir kynninguna og hvetur stjórnendur og starfsfólk til áframhaldandi góðra verka.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 506. fundur - 20.06.2017

Lagt fram bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytis er varðar umbótaáætlun sveitarfélagsins og Grunnskóla Fjallabyggðar vegna skólaársins 2016-2017. Umbeðnar upplýsingar eiga að berast ráðuneytinu eigi síðar en 1.júlí nk.
Bæjarráð felur skólastjóra og starfandi deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála að leggja svarbréf fyrir bæjarráð á næsta fundi þess.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 507. fundur - 27.06.2017

Lagt fram bréf frá skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar þar sem farið er yfir þá vinnu er varðar umbótaáætlun Grunnskóla Fjallabyggðar.
Bæjarráð felur skólastjóra að senda svarbréfið til Mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 511. fundur - 25.07.2017

Lagt fram til kynningar svarbréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu vegna framkvæmdar umbótaáætlunar Grunnskóla Fjallabyggðar. Ráðuneytinu voru sendar upplýsingar um framkvæmdina þann 29. júní sl.. Í bréfinu er þakkað fyrir upplýsingarnar og tiltekið að ráðuneytið muni óska eftir frekari upplýsingum um framkvæmdina í júní 2018.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 561. fundur - 19.06.2018

Lagt fram erindi frá Mennta- og Menningarmálaráðuneyti er varðar eftirfylgni með úttekt á Grunnskóla Fjallabyggðar. Ráðuneytið óskar eftir upplýsingum um framkvæmda umbóta sem áætlaðar voru í umbótaáætlun sveitarfélagsins og skólans á skólaárinu 2017-2018.

Bæjarráð vísar erindinu til deildarstjóra fræðslu-, frístunda og markaðsmála til úrvinnslu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 562. fundur - 26.06.2018

Lagt fram svarbréf skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar til Mennta- og menningarmálaráðuneytisins varðandi eftirfylgni við umbótaáætlun vegna ytra mats Grunnskóla Fjallabyggðar. Í bréfi skólastjóra kemur fram að unnið hafi verið samkvæmt samþykktri umbótaáætlun á skólaárinu 2017-2018 og að þar hafi innleiðing á námsmati til samræmis við aðalnámskrá verið tímafrekur þáttur. Áfram verður unnið að umbótum samkvæmt áætlun á komandi skólaári.

Bæjarráð felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og markaðsmála að senda svar skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar áfram til Mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 565. fundur - 23.07.2018

Lagt fram til kynningar bréf frá Mennta- og Menningarmálaráðuneyti varðandi eftirfylgni með úttekt á Grunnskóla Fjallabyggðar, þar sem þakkað er fyrir umbeðnar upplýsingar.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 72. fundur - 27.05.2019

Undir þessum lið sátu Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri og Ása Björk Stefánsdóttir aðstoðarskólastjóri.
Skólastjórnendur lögðu umbótaáætlun Grunnskóla Fjallabyggðar fram til kynningar. Nú er vinnu við alla þætti umbótaáætlunarinnar í kjölfar ytra mats grunnskólans lokið. Sumir þættirnir eru í sífelldri endurskoðun eðli sínu samkvæmt. Fræðslunefnd felur skólastjóra að senda umbótaáætlunina til mennta- og menningarmálaráðuneytisins þegar eftir henni verður kallað.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 608. fundur - 11.06.2019

Lagt fram erindi Sunnu Viðarsdóttur og Bjarkar Óttarsdóttur fh. Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 03.06.2019 þar sem óskað er eftir staðfestingu skólastjóra og sveitarfélags á því að vinnu samkvæmt umbótaáætlun sveitarfélagsins og skólans sé lokið. Auk þess óskar ráðuneytið eftir mati sveitarstjóranar á því hvernig sveitarfélagi og skóla hefur tekist til að vinna að umbótum á skólastarfi í kjölfar úttektarskýrslu um starfsemi Grunnskóla Fjallabyggðar frá árinu 2015. Óskað er eftir að umbeðnar upplýsingar berist eigi síðar en 24. júní 2019.

Einnig lögð fram staðfesting Erlu Gunnlaugsdóttur skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar dags. 06.06.2019 þar sem fram kemur að matsþættir umbótaáætlunar séu uppfylltir og þeim lokið. Að mati skólastjóra hefur markvisst verið unnið að umbótum samkvæmt áætlun skólaárin 2016-2019 og hefur sú vinna gengið vel. Horft verði til áframhaldandi uppbyggingarstarfs skólaárið 2019-2020 í samstarfi við ráðgjafarfyrirtækið Tröppu undir kjörorðunum Framúrskarandi skóli - færni til framtíðar.

Bæjarráð samþykkir staðfestingu skólastjóra og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála í fjarveru deildarstjóa fræðslu-, frístunda- og menningarmála að senda skjalið til Mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 73. fundur - 12.08.2019

Umbótaáætlun Grunnskóla Fjallabyggðar 2018, sem gerð var í kjölfar ytra mats, var lögð fram til kynningar. Umbótaáætlun var skilað til Mennta- og menningarmálaráðuneytis í júní sl. Unnið hefur verið að umbótum í kjölfar ytra mats síðan árið 2016 og er nú öllum umbótaþáttum í áætluninni lokið. Ekki verður um frekari eftirfylgni að ræða frá ráðuneytinu.