Heimild til útboðs á tjaldsvæði að Leirutanga, Siglufirði

Málsnúmer 1607048

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 459. fundur - 02.08.2016

Bæjarstjóri kynnti útboðs- og verklýsingu í tengslum við gerð útivistar og tjaldsvæði að Leirutanga í Siglufirði.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að heimila lokað útboð til eftirfarandi aðila:
Bás ehf
Árni Helgason ehf
Smári ehf og
Sölvi Sölvason.

Tilboð verða opnuð 9. ágúst 2016, kl. 11:00.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 460. fundur - 11.08.2016

Á 459. fundi bæjarráðs, 2. ágúst 2016 var samþykkt að heimila lokað útboð í tengslum við gerð útivistar og tjaldsvæði að Leirutanga í Siglufirði.

Vegna mistaka við útsendingu á gögnum til verktaka og nýrra forsenda á einstökum verkþáttum í verkefninu þá leggja bæjarstjóri og deildarstjóri tæknideildar til við bæjarráð að öllum tilboðum verði hafnað og að verkið verði boðið aftur út. Miðað verði við að tilboð séu opnuð miðvikudaginn 17. ágúst kl. 11:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 461. fundur - 18.08.2016

Á 459. fundi bæjarráðs, 2. ágúst 2016 var samþykkt að heimila lokað útboð í tengslum við gerð útivistar og tjaldsvæði að Leirutanga í Siglufirði.

Tilboð í verkið "Leirutangi, útivistar og tjaldsvæði" voru opnuð kl. 11:00 í dag miðvikudaginn 17. ágúst 2016.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Smári ehf kr. 31.716.900,-
Sölvi Sölvason kr. 29.980.000,-
Bás ehf kr. 27.453.000,-
Kostnaðaráætlun kr. 29.082.500,-

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 510. fundur - 18.07.2017

Bæjarstjóri fór yfir stöðu framkvæmdanna. Bæjarráð samþykkir að óska eftir því að framkvæmdastjóri Bás ehf mæti á næsta fund bæjarráðs til að ræða stöðu framkvæmda á tjaldsvæði á Leirutanga.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 511. fundur - 25.07.2017

Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar.
Ríkharður Hólm Sigurðsson vék af fundi undir þessum lið.

Á fund bæjarráðs mætti Sveinn Zophaníasson framkvæmdastjóri Bás ehf. Farið var yfir stöðu framkvæmda á Leirutanga.

Áætluð verklok 1.áfanga eru í lok ágúst.