Samningur um skóla- og frístundaakstur

Málsnúmer 1705057

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 504. fundur - 06.06.2017

Lögð fram tillaga Hjartar Hjartarsonar, starfandi deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála um að samningur um skólaakstur við Hópferðabíla Akureyrar ehf. verði framlengdur um eitt ár í samræmi við 3 gr. samningsins og 7. gr. innkaupareglna Fjallabyggðar.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að framlengja samninginn um eitt ár og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 507. fundur - 27.06.2017

Lagt fram minnisblað starfandi deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála.
Í svari Hópferðabifreiða Akureyrar við beiðni Fjallabyggðar um framlengingu á samningi um skóla-og frístundaakstur kemur fram að fyrirtækið sér sér ekki fært að halda óbreyttum verðum.
Bæjarráð samþykkir að bjóða skóla- og frístundaakstur út og felur starfandi deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og deildarstjóra tæknideildar að undirbúa útboð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 511. fundur - 25.07.2017

Tilboð í skóla og frístundaakstur 2017 - 2020 voru opnuð 24. júlí 2017.
Eitt tilboð barst frá Hópferðabílum Akureyrar.

Deildarstjóra tæknideildar falið að ræða við forsvarsmenn HBA.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 514. fundur - 15.08.2017

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningarmála Ríkey Sigurbjörnsdóttir sat undir þessum lið.

Náðst hefur samningur við HBA um skóla- og frístundaakstur til næstu þriggja ára.

Deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála er falið að festa kaup á bílsessum fyrir yngstu nemendur.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 521. fundur - 03.10.2017

Undir þessum lið sat Ríkey Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri fræðslu-, frístunda-, og menningarmála.

Lagður fram undirritaður samningur við Hópferðabifreiðar Akureyrar um skóla- og frístundaakstur árin 2017-2020. Tekin var ákvörðun um að setja sæti með þriggja punkta beltum í hópferðabílinn, sem er umfram það sem lög og reglur kveða á um. Því tekur Fjallabyggð þátt í kostnaði með HBA við að skipta um sæti í bílnum sem tryggir öllum farþegum í rútunni aukið öryggi.

Bæjarráð óskar eftir því að á næsta fundi bæjarráðs verði lögð fram upphæð á auknum kostnaði vegna skólaaksturs, sem vísað verður til viðauka við fjárhagsáætlun.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 522. fundur - 10.10.2017

Ríkey Sigurbjörnsdóttir sat undir þessum lið.

Lagður fram viðauki við samning Fjallabyggðar og Hópferðabifreiða Akureyrar um skóla- og frístundaakstur árin 2017-2020. Í honum gera aðilar samningsins með sér samkomulag um kaup og ísetningu á sætum með þriggja punkta sætisbeltum í öll sæti hópferðabílsins.

Hlutur Fjallabyggðar er 3.300.000 kr. en auk þess festir Fjallabyggð kaup á sessum með baki að upphæð 600.000 kr. Þannig uppfyllir Fjallabyggð ríkari kröfur um öryggi barna í skólaakstri en reglugerðir kveða á um.

Bæjarráð samþykkir að vísa kostnaðinum til viðauka við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017.

Bæjarráð samþykkir einnig að færa fjármagn á milli liða vegna aukins kostnaðar við hverja ferð í skólaakstri samkvæmt núgildandi samningi við Hópferðabifreiðar Akureyrar.