Ágangur búfjár í landi Þverár og Kvíabekkjar í Ólafsfirði

Málsnúmer 1707052

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 511. fundur - 25.07.2017

Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar.
Ríkharður Hólm Sigurðsson vék af fundi undir þessum lið.

Lagt fram bréf frá landeigenda að Þverá og Kvíabekk í Ólafsfirði, dags. 18. júlí 2017 þar sem kvartað er yfir ágangi búfjár í landi þeirra. Er þess krafist að sveitarfélagið sjái til þess að búpeningurinn verði fjarlægður og afstýri frekari ágangi.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 512. fundur - 01.08.2017

Umsögn deildarstjóra tæknideildar.
Lögð fram umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna erindis eiganda jarðanna Þverár og Kvíabekkjar í Ólafsfirði.

Bæjarráð bendir á, að landeiganda ber að viðhalda og tryggja að girðingar standist reglugerð um girðingar.