Beiðni um afslátt á gatnagerðargjöldum

Málsnúmer 1706016

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 504. fundur - 06.06.2017

Erindi frá eiganda Lindargötu 24 fastanr.213-0736 varðandi afslátt á B -gatnagerðargjöldum með vísun í tölvupóstsamskipti. Bæjarráð hefur ekki fengið þetta erindi fyrr til umfjöllunar og hafnar að gefa afslátt af gjöldunum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 511. fundur - 25.07.2017

Lagt fram bréf frá Sævari Eyjólfssyni og Dagbjörtu Ísfeld Guðmundsdóttur, dags. 21. júlí 2017, þar sem ákvörðun bæjarráðs um að hafna veitingu afsláttar á gatnagerðargjöldum fyrir fasteignina Lindargötu 24, Siglufirði, er mótmælt.
Einnig lagt fram álit lögfræðisviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Bæjarráð ítrekar fyrri afstöðu sína og hafnar því að veittur verði afsláttur af gatnagerðargjöldum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 534. fundur - 12.12.2017

Tekið fyrir erindi frá Torfa Finnssyni vegna ákvörðunar bæjarráðs um að hafna því að veita afslátt af gatnagerðargjöldum fyrir fasteignina Lindargötu 24, Siglufirði. Óskað er eftir nánari rökstuðningi.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála afgreiðslu málsins.