Fiskeldi og Samtök sjávarútvegssveitarfélaga

Málsnúmer 1707057

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 511. fundur - 25.07.2017

Lagt fram til kynningar bréf frá Samtökum sjávarútvegsfélaga þar sem tilkynnt er um ákvörðun stjórnar samtakanna um að bjóða sveitarfélögum sem hafa fiskeldi eða áform um slíkt innan síns sveitarfélags að sækja um aðild að samtökunum. Ef einhver sveitarfélög hafa áhuga á því þá mun stjórn boða til auka aðalfundar í haust til að fá samþykki fyrir breytingum á samþykktum samtakanna þar sem hlutverk samtakanna verður útvíkkað svo lagareldissveitarfélög geti gengið formlega í samtökin.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 516. fundur - 29.08.2017

Boðað er til aukaaðalfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga þann 7. september n.k. kl. 11:30 á Hótel Sigló á Siglufirði. Sjávarútvegsfundur samtakanna verður haldinn sama dag kl. 13:30.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 91. fundur - 04.09.2017

Boðað er til aukaaðalfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga þann 7. september n.k. kl. 11:30 á Hótel Sigló á Siglufirði. Sjávarútvegsfundur samtakanna verður haldinn sama dag kl. 13:30.
Hafnarstjórn hvetur hafnarstjórnarmenn að sækja fundina.